Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 05.06.2015, Blaðsíða 4
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Krít Frá kr. 119.900 m/morgunmat Netverð á mann frá kr. 119.900 m.v. 2-3 í stúdíó m/morgunmat. Netverð á mann frá kr. 149.900 m.v. 2-3 í stúdíó m/allt innifalið. Porto Platanias Village – v/forfalla 11. júní í 11 nætur 47.450 Flugsæti frá kr. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Hægur A- og NA-viNdur og víðAst þurrt. svAlt N- og A-lANds. HöfuðborgArsvæðið: Sólríkt og milt yfir daginn. strekkiNgur Af N. rigNiNg eystrA og jAfNvel sNjór til fjAllA. HöfuðborgArsvæðið: fremur bjart, en ákveðin gola. N-áttiN geNgur Niður og víðAst verður þurrt. Hægt HlýNANdi. HöfuðborgArsvæðið: Skýjað með köflum, en úrkomulauSt. spáir hlýnandi eftir helgi loft úr suðri og suðvestri er spáð eftir helgi, en fram að því helst fremur svalt miðað við árstíma rétt eins og verið hefur. Sæmilega hlýtt yfir daginn sunnan- og suðvestanlands, en frystir sums staðar um lágnættið norðan- og austantil. á laugardag má sjá lægð fyrir suðaustan og úrkomusvæði hennar rétt svo nær inn á A-vert landið um tíma. Um leið snýst vindur til n-áttar. 10 6 7 8 10 8 5 4 3 9 8 7 8 6 12 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 17 ára stúlka lést Sautján ára stúlka, Ingi björg Mel korka Ásgeirs dótt ir, lést á gjör gæsludeild aðfaranótt mánu dags. Hún veikt ist hast- ar lega á akra nesi eft ir að hafa tekið inn e-töflu, að því er talið er. Íslenskur flugdólgur Kalla þurfti til lög reglu vegna ís lensks flugdólgs í vél Air Berl in sem lenti í Kefla vík á þriðjudag. Vél in var á leið frá München. Hafði maðurinn uppi ógnandi tilburði við flugfreyjur eftir að honum var neitað um afgreiðslu á áfengi. Mikil aukning í bílasölu Alls voru seldir 6.698 fólks- og sendi- bílar á fyrstu fimm mánuðum ársins. Það er 41% aukning frá sömu mánuðum 2014. Um helmingur seldra bíla í ár eru bílaleigubílar. Bílstjóri ávíttur Bílstjóri hjá forsetaembættinu hefur verið ávíttur fyrir að leggja bifreið for- seta ólöglega við Mávahlíð í Reykjavík í vikunni. Bílstjórinn var í sendiferð á vegum embættisins að því er RÚV greinir frá.  vikan sem var bæ bæ, blatter Sepp blatter, for seti Alþjóða knatt spyrnu- sam bands ins, FIFA, tilkynnti um afsögn sína í vikunni. Hann mun að óbreyttu sitja áfram þar til kosið verður um eftirmann hans. Það verður að líkindum ekki fyrr en í desember. Talið er að fbi rannsaki blatter vegna spillingar.  verkFöll ljósmæður Flýja léleg kjör og álag Hrædd um að missa fleiri ljósmæður í burtu t uttugu og tvær ljósmæður sóttu sér pappíra til land-læknis í síðustu viku til að sækja sér vinnu erlendis og fjöldi þeirra er að aukast, þetta er að ger- ast,“ segir Áslaug Valsdóttir, for- maður Ljósmæðrafélags Íslands, aðspurð um þau ummæli Páls Hall- dórssonar, formanns samninga- nefndar BHM, þess efnis að mann- skapur Landspítala væri á förum. Verkfall Bandalags háskólamennt- aðra hefur nú staðið í níu vikur og Áslaug segir starfsfólk vera að bug- ast undan álagi. 700-800 þúsund króna í dag- vinnulaun ytra „Þetta er að gerast mun hraðar en ég átti von á. Tvær ljósmæður eru nú þegar komnar með vinnu og það sýnir fordæmi. Þær sóttu um á Kar- olinska sjúkahúsinu í Stokkhólmi og fengu strax mjög góða díla og voru komnar með vinnu 12 tímum síð- ar. Þar að auki eru mjög margar að fara í styttri víking, ráða sig tímabundið til að kanna hvort þær fíli að vinna úti.“ Ljósmæðranámið tekur sex ár í Há- skóla Íslands og grunnlaun í starfi eru 390.000 krónur. „Sumum finnst það vera há grunn- laun en við höfum ekki mikla hækk- unarmöguleika. Algengast er að ljós- mæður séu með um 430.000 krónur í laun og við komumst ekkert mikið hærra en það, höfum enga mögu- leika á hækkunum eins og t.d læknar hafa. Konurnar sem eru á leið út hækka upp í 7-800.000 krónur fyrir dagvinnu. Ég er voða hrædd um að þessir góðu dílar smiti út frá sér,“ segir Áslaug. álagið er hrikalegt „Fólk hefur fengið fjandans nóg því við hljótum enga náð fyrir eyrum ráðamanna. Við erum komnar á ní- undu vikuna og það er ekkert í sjón- máli. Við erum á lágmarksmönnun og álagið er hrikalegt því fólk hættir ekkert að eiga börn. Ég verð samt að segja að ég dáist að þeim fyrir langlundargeðið, hvað þær mæta kátar í vinnuna þrátt fyrir allt og veita góða þjónustu þrátt fyrir að fá kannski ekkert greitt fyrir það. Ég er mest hrædd um að við missum fleiri í burtu núna því það er ekkert víst að við fáum þær aftur. Og það er ekki bara vegna kjaranna held- ur eru þær bara orðnar bugaðar af þessu neikvæða umhverfi og að vera ekki metnar að verðleikum.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir fólk vera komið með fjandans nóg. Ekkert miði áfram í samningum eftir níu vikna verkfall og ljósmæður séu þegar farnar að fá vinnu erlendis. Það sé ekki einungis til að fá mun betri kjör heldur líka til að flýja álagið og umhverfið. Verkfall ljósmæðra hefur nú staðið í níu vikur. BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boða til þögulla mótmæla við Stjórnarráðið í dag, föstudaginn 5. júní, frá klukkan 9.15 þar til ríkisstjórnarfundi lýkur. áslaug vals- dóttir, formaður Ljósmæðra- félags Íslands. 4 fréttir Helgin 5.-7. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.