Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 05.06.2015, Blaðsíða 10
Skæruhernaður gegn misrétti Guerrilla Girls hafa í 30 ár barist fyrir jafnrétti í listheiminum. Þær settu upp verk á Listahátíð í Reykjavík þar sem deilt var á opinbera styrki til kvenna í kvikmyndagerð og vilja með verkinu kenna ráðamönnum lexíu. Verk eftir Guerrilla Girls eru í eigu margra virtustu listasafna heims. Þær eru afar áhugasamar um baráttu íslenskra kvenna fyrir jafnrétti og segja byltinguna sem átti sér stað á Beauty Tips þar sem konur deildu frásögnum af kynferðisofbeldi vera „fantastic“. T vær konur með górill-ugrímur taka á móti mér þegar ég mæti á tilsettum tíma á Hótel Marína við Slippinn til að hitta meðlimi Guerrilla Girls sem hafa í 30 ár barist fyrir jafn- rétti í listheiminum. Þær hafa frá upphafi borið grímur til að leggja áherslu á málstaðinn frekar en þeirra eigni persónur. Guerrilla þýðir skæruliði en fljótlega fór að bera á mismælinu Gorilla Girls. Upp frá því hófu þær að bera górill- ugrímur og koma fram undir nafni látinna listakvenna. Konurnar sem ég hitti kynntu sig með nöfnunum Käthe og Frida. Báðar þessar kon- ur hafa starfað innan hreyfingar- innar frá upphafi og kenna þær sig við listakonurnar Käthe Kollwitz og Fridu Kahlo. Um leið og þær hefja upp raust sína er allt í einu ekkert svo skrýtið að tala við konur með górillugrímur. Kenna þeim lexíu „Okkur var mjög brugðið þegar við sáum að aðeins 13% fjármagns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands renni til kvenna en 87% til karla,“ segir Käthe. Að beiðni aðstandenda Listahátíðar í Reykjavík unnu þær nýtt verk sem var afhjúpað í mið- borg Reykjavíkur á opnunardegi há- tíðarinnar – veggspjald á austurhlið Tollhússins þar sem þessi tölfræði er notuð í spurningaleik. Guer- rilla Girls nota gjarnan tölfræði í verkum sínum og í þessu verki eru settar fram þrjár spurningar sem möguleg svör við spurningunni um af hverju karlar fá yfirgnæfandi meirihluta fjármagns Kvikmynda- miðstöðvar. „Konur á Íslandi eru vel staddar á ýmsum sviðum en peningarnir sem þær fá úr opin- berum sjóði til kvikmyndagerðar skera sig úr. Við vildum ögra peningavaldinu með þessu verki. Við notum húmor í svarmöguleik- unum. Fyrsti svarmöguleikinn er að karlar séu sterkir og geti borið þungar upptökuvélar. Næsti svar- möguleikinn er að konur séu betri í tónlist, búningahönnun og að stýra ríkisstjórninni. Síðast kemur hið augljósa svar: Þetta er mismunun! Við viljum kenna þeim lexíu sem sjá um þessar úthlutanir. Þetta er ekki réttlæti,“ segir Käthe. 10 viðtal Helgin 5.-7. júní 2015 Laugardagur 6. júní 12:00 – 18:00 Ljúffeng fiskisúpa Smurstöðvarinnar á hátíðarverði. 12:30 – 14:00 Harmonikkuhádegi við Smurstöðina í Hörpu — Reynir Jónasson leikur lög tengd hafinu. 13:30 – 17:00 Báturinn Áróra ferjar hátíðargesti til og frá Hörpu að Víkinni sjóminjasafni. 15:30 – 16:00 Dúettinn Harmóníur syngur lög tengd hafinu og aðra sígilda slagara við Smurstöðina. Sunnudagur 7. júní 12:00 – 20:00 Ljúffeng fiskisúpa Smurstöðvarinnar á hátíðarverði. 12:30 – 14:00 Harmonikkuhádegi við Smurstöðina í Hörpu — Reynir Jónasson leikur lög tengd hafinu. 12:30 – 13:00 Skoppa og Skrítla taka á móti börnum í anddyri Hörpu. Maxímús Músíkús heilsar börnunum og gefur þeim hátíðarfána. 13:00 – 13:30 Skátarnir leiða skrúðgöngu frá Hörpu út að Granda við undirleik Skólahljómsveitar Austurbæjar. Maxímús Músíkús og Skoppa og Skrítla trítla með. 13:30 – 17:00 Báturinn Áróra ferjar hátíðargesti til og frá Hörpu að Víkinni sjóminjasafni. 15:30 – 16:00 Dúettinn Harmóníur syngur lög tengd hafinu og aðra sígilda slagara við Smurstöðina. 16:00 – 16:30 HIMA Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu heldur opna tónleika í Hörpuhorni. 20:00 – 22:00 Sjómannadagsball í Flóa með útsýni yfir höfnina — Danshljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Fullorðnir og börn velkomin. www.harpa.is B ra nd en b ur g Hátíð hafsins Settu stefnuna á Hörpu um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.