Fréttatíminn - 05.06.2015, Blaðsíða 10
Skæruhernaður
gegn misrétti
Guerrilla Girls hafa í 30 ár barist fyrir jafnrétti í listheiminum.
Þær settu upp verk á Listahátíð í Reykjavík þar sem deilt var á
opinbera styrki til kvenna í kvikmyndagerð og vilja með verkinu
kenna ráðamönnum lexíu. Verk eftir Guerrilla Girls eru í eigu
margra virtustu listasafna heims. Þær eru afar áhugasamar um
baráttu íslenskra kvenna fyrir jafnrétti og segja byltinguna sem
átti sér stað á Beauty Tips þar sem konur deildu frásögnum af
kynferðisofbeldi vera „fantastic“.
T vær konur með górill-ugrímur taka á móti mér þegar ég mæti á tilsettum
tíma á Hótel Marína við Slippinn
til að hitta meðlimi Guerrilla Girls
sem hafa í 30 ár barist fyrir jafn-
rétti í listheiminum. Þær hafa frá
upphafi borið grímur til að leggja
áherslu á málstaðinn frekar en
þeirra eigni persónur. Guerrilla
þýðir skæruliði en fljótlega fór að
bera á mismælinu Gorilla Girls.
Upp frá því hófu þær að bera górill-
ugrímur og koma fram undir nafni
látinna listakvenna. Konurnar sem
ég hitti kynntu sig með nöfnunum
Käthe og Frida. Báðar þessar kon-
ur hafa starfað innan hreyfingar-
innar frá upphafi og kenna þær sig
við listakonurnar Käthe Kollwitz og
Fridu Kahlo. Um leið og þær hefja
upp raust sína er allt í einu ekkert
svo skrýtið að tala við konur með
górillugrímur.
Kenna þeim lexíu
„Okkur var mjög brugðið þegar
við sáum að aðeins 13% fjármagns
Kvikmyndamiðstöðvar Íslands
renni til kvenna en 87% til karla,“
segir Käthe. Að beiðni aðstandenda
Listahátíðar í Reykjavík unnu þær
nýtt verk sem var afhjúpað í mið-
borg Reykjavíkur á opnunardegi há-
tíðarinnar – veggspjald á austurhlið
Tollhússins þar sem þessi tölfræði
er notuð í spurningaleik. Guer-
rilla Girls nota gjarnan tölfræði í
verkum sínum og í þessu verki eru
settar fram þrjár spurningar sem
möguleg svör við spurningunni
um af hverju karlar fá yfirgnæfandi
meirihluta fjármagns Kvikmynda-
miðstöðvar. „Konur á Íslandi eru
vel staddar á ýmsum sviðum en
peningarnir sem þær fá úr opin-
berum sjóði til kvikmyndagerðar
skera sig úr. Við vildum ögra
peningavaldinu með þessu verki.
Við notum húmor í svarmöguleik-
unum. Fyrsti svarmöguleikinn er
að karlar séu sterkir og geti borið
þungar upptökuvélar. Næsti svar-
möguleikinn er að konur séu betri í
tónlist, búningahönnun og að stýra
ríkisstjórninni. Síðast kemur hið
augljósa svar: Þetta er mismunun!
Við viljum kenna þeim lexíu sem sjá
um þessar úthlutanir. Þetta er ekki
réttlæti,“ segir Käthe.
10 viðtal Helgin 5.-7. júní 2015
Laugardagur 6. júní
12:00 – 18:00 Ljúffeng fiskisúpa Smurstöðvarinnar
á hátíðarverði.
12:30 – 14:00 Harmonikkuhádegi við Smurstöðina í Hörpu
— Reynir Jónasson leikur lög tengd hafinu.
13:30 – 17:00 Báturinn Áróra ferjar hátíðargesti til og frá Hörpu
að Víkinni sjóminjasafni.
15:30 – 16:00 Dúettinn Harmóníur syngur lög tengd hafinu
og aðra sígilda slagara við Smurstöðina.
Sunnudagur 7. júní
12:00 – 20:00 Ljúffeng fiskisúpa Smurstöðvarinnar
á hátíðarverði.
12:30 – 14:00 Harmonikkuhádegi við Smurstöðina í Hörpu
— Reynir Jónasson leikur lög tengd hafinu.
12:30 – 13:00 Skoppa og Skrítla taka á móti börnum í anddyri
Hörpu. Maxímús Músíkús heilsar börnunum
og gefur þeim hátíðarfána.
13:00 – 13:30 Skátarnir leiða skrúðgöngu frá Hörpu út að
Granda við undirleik Skólahljómsveitar Austurbæjar.
Maxímús Músíkús og Skoppa og Skrítla trítla með.
13:30 – 17:00 Báturinn Áróra ferjar hátíðargesti til og frá Hörpu
að Víkinni sjóminjasafni.
15:30 – 16:00 Dúettinn Harmóníur syngur lög tengd hafinu
og aðra sígilda slagara við Smurstöðina.
16:00 – 16:30 HIMA Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu
heldur opna tónleika í Hörpuhorni.
20:00 – 22:00 Sjómannadagsball í Flóa með útsýni yfir höfnina
— Danshljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi.
Fullorðnir og börn velkomin.
www.harpa.is
B
ra
nd
en
b
ur
g
Hátíð hafsins
Settu stefnuna á
Hörpu um helgina