Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Side 52

Fréttatíminn - 05.06.2015, Side 52
52 matur & vín Helgin 5.-7. júní 2015 DrainLine niðurfallsrennur Tilboð 66.900 Hitastýrð sturtu blöndunar- tæki með höfuð- og handúðara með nuddi. Háþrýstidælur, ryk- og vatnssugur - á sumartilboði C130.1-6 X-tra háþrýstidæla Fyrir þá sem vilja aðeins öflugri háþrýstidælu. Vnr. 128470251 C120.6-6 háþrýstidæla Handhæg og nett háþrýstidæla, fyrir öll minni verk. Vnr. 128470359 E140.3-9 X-tra háþrýstidæla Öflug dæla fyrir þá kröfuhörðu. Á húsið, bílinn og stéttina. Vnr. 128470505 P150.2-10 X-tra háþrýstidæla Þessi er kraftmikil og hentar fyrir minni fyrirtæki, bændur, stóra bíla, vinnuvélar o.fl. Vnr. 128470132 Buddy II 12 Lítil og nett ryk- og vatnssuga Vnr. 18451119 Buddy II 18 Öflug ryk- og vatnssuga. 18 lítra tankur. Vnr. 18451134 Tilboð frá 10.875kr. Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur - vinna með þér Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað „Við ætlum að prufukeyra um helgina og opna staðinn í næstu viku,“ segir Loftur H. Loftsson, rekstrarstjóri Bjórgarðsins, sem opnaður verður í næstu viku á Fosshótel við Höfðatorg. Í Bjórgarðinum verður mesta úrval bjórs á krana á landinu, alls 22 tegundir. Þar af eru tveir nítró-kranar. Auk þess verður afar fjölbreytt úrval af bjór í flöskum. Úrvalið verður síbreytilegt en meðal áhugaverðra bjóra á krana í Bjórgarðinum fyrsta kastið verður Blushing Monk frá Fo- unders, Jack Hammer frá Brew- dog og By Udder Means frá To Öl. Mesta athygli vekja þó tveir bjórar frá sænska brugghúsinu Omnipollo, annars vegar Leon en ekki síður hinn kunni Ne- buchadnezzar sem er IPA-bjór. Bjórar frá Omnipollo hafa ekki áður fengist á krana á Íslandi. Hægt er að kynna sér úrvalið á staðnum á heimasíðunni bjorg- ardurinn.is og þar verður líka til- kynnt hvenær staðurinn verður opnaður. Bjórgarðurinn opnar í næstu viku Loftur H. Loftsson er hæstánægð- ur með stærstu bjórdælu landsins, 22 krana, sem tekin verður í gagnið á Bjórgarðinum í næstu viku. Ljósmynd/Hari  Bjór Freki nr. 33 er Fyrsti íslenski villigerjaði Bjórinn Svara kröfum um fjölbreyttari bjóra og sérstakari stíla Valgeir Valgeirsson og Árni Long í Borg brugghúsi hafa bruggað fyrsta íslenska bjórinn sem er að öllu leyti gerjaður með villigeri. Hann kallast Freki og er kominn í Vínbúðirnar. Valgeir segir að bjórmenningin hér litist af því sem er að gerast í Bandaríkjunum. v ið erum ánægðir með útkomuna og þetta lofar góðu upp á fram- haldið,“ segir Valgeir Valgeirs- son, bruggmeistari í Borg brugghúsi. Valgeir og félagar voru að senda frá sér annan sumarbjór ársins og kallast hann Freki nr. 33. Um er að ræða einstakan bjór í ís- lenskri bjórsögu því Freki er að öllu leyti gerjaður með villi- geri - nánar tiltekið gernum brettanomyces, eða brett. Gerinn er eftirsóttur meðal bjóráhugamanna um þessar mundir en hann gefur frá sér afgerandi karakter sem kannski má best lýsa sem „fönkí“. Fyrr á árinu kynnti Borg fyrsta villi- gerjaða bjórinn til leiks, páskabjórinn Þorlák nr. 31, en hann var aðeins að hluta til gerjaður með brett, en að öðru leiti með saison- ölgeri. Að öðru leyti er Freki í bandarískum IPA stíl, þurrhuml- aður, ferskur og ríkur af ávaxtatónum. Valgeir segir að villiger sé alla jafna óhefðbundið ger til að nota við ölgerð en njóti nú mikilla vinsælda úti í heimi. „Við fylgjum ákveðnum trendum utan úr heimi. Bjórmenningin hér litast auðvitað af því sem er að gerast þar, og fyrst og fremst í Bandaríkjunum. Við reynum að svara kröf- um um meiri fjölbreytni og sérstakari stíla sem nú eru uppi.“ Eins og með aðra IPA- bjóra Borgar vísar nafnið í úlf. Freki var annar af úlfum Óðins og er um hann ritað í Snorra-Eddu. Úlf- arnir Freki og Geri fara um heim allan og safna upplýsingum fyrir Óðinn og éta svo allan mat hans. Það gerir hinsvegar lítið til þar sem Óðinn lifði á miði. Valgeir og Árni Long, bruggmeist- arar Borgar, segja að Freka sé best notið í sumar og sól. Þá eiga ostarnir að vera harðir; þroskaður gouda og parmigiano reggiano svo dæmi séu tekin. „Sjávarréttirnir mega gjarnan koma í skel; til dæmis humar, hörpu- skel og krabbi. Og salötin eiga að vera með ríkri edik dressingu,“ segja þeir félagar. Valgeir Valgeirsson og Árni Long í Borg brugghúsi eru ánægðir með Freka nr. 33 sem kominn er í Vínbúðirnar. Ljósmynd/Hari

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.