Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 05.06.2015, Blaðsíða 64
 Í takt við tÍmann HrafnHildur agnarsdóttir Býður stórfjölskyldunni í mat einu sinni í viku Hrafnhildur Agnarsdóttir er 22 ára Vesturbæingur sem ver mark kvennaliðs KR í fótbolta. Hún er auk þess að læra líffræði í Háskóla Ís- lands og var nýlega í námi á fótboltastyrk á Long Island í New York. Hún er alltaf í Converse-skóm og með sólgleraugu. Staðalbúnaður Ég hef ekki neinn einn ákveðinn fata- smekk, ég get verið sjö mismunandi týpur yfir eina viku. Ég fer þó oftast ekki út án þess að vera í leðurjakka og Converse-skóm. Svo er ég alltaf með sólgleraugu, alveg sama hvort það er sól eða snjókoma úti. Annars pæli ég ekki mjög mikið í tísku, ég mætti kannski gera meira af því. Mér finnst líka bæði erfitt og dýrt að versla á Ís- landi. Hugbúnaður Ég kíki stundum í bjór á Kaffi Vest og mér finnst ekkert leiðinlegt að kíkja í bæinn um helgar. Þá fer ég til dæmis á American Bar. Í bænum er klassískt að fá sér G&T. Þegar ég á lausan tíma kíki ég stundum á bókasöfn og les og svo horfi ég á Seinfeld. Ég held að ég sé að horfa á þá í 17. skipti og þeir koma mér alltaf í gott skap. Vélbúnaður Ég er algjör símafíkill. Ég er með iPhone 5 og hann er fastur við höndina á mér allan daginn. Twitter (@hreffie) og Snapchat eru undantekningalaust opin og ég kíki líka af og til á Instagram og Facebook. Ég er bæði mjög dugleg að tjá mig á samfélagsmiðlunum, oft mjög heimskulega, og fylgist vel með öðru fólki líka. Aukabúnaður Ég fer eiginlega aldrei út að borða, ég kýs miklu frekar að elda sjálf. Ég elda allt milli himins og jarðar, til dæmis lasagna, en ég reyni að hafa þetta fjöl- breytt og frá öllum heimshornum enda finnst mér gaman að elda. Ég býð alltaf stórfjölskyldunni í mat einu sinni í viku, það er mikilvægt að halda fjölskyldunni og fá alla í heimsókn. Ég tók bílpróf í vikunni, svolítið seint – ég veit – þannig að ég verð væntanlega á bíl hér eftir. En annars finnst mér mjög fínt að rölta þegar veðrið er gott. Uppáhaldsstaður- inn minn er New York, ég er alveg ást- fangin af þeirri borg eftir að hafa verið í námi þar í eitt og hálft ár. Lj ós m yn d/ H ar i Út er komin fyrsti titillinn í endurútáfum sem Sena stendur fyrir á sígildum íslenskum plötum á vínyl. Það er fyrsta plata Stuð- manna, Sumar á Sýrlandi sem er fyrst í röðinni og er það í tilefni af því að í ár eru 40 ár frá útgáfu þessarar sígildu plötu. Einnig er útgáfan vel tímasett í ljósi þess að hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, fagnar afmælinu með þrennum tónleikum í Hörpu um helgina. Fleiri titlar eru fyrir- hugaðir í þessari vínyl útgáfu Senu og næst í röðinni verður það fyrsta plata Megasar sem kemur á glænýjan vínyl. Hugmyndin er sú að endurútgefa fleiri sígilda titla á næstunni, eins og Lifun Trúbrots og Á bleikum náttkjólum Megasar og Spilverks þjóðanna og munu plöturnar verða gefnar út í upp- haflegum umslögum með tilheyr- andi textablöðum. Mikil aukning er á sölu á vínylplötum um allan heim og allir nýir titlar koma út á vínyl um þessar mundir. Margar af þessum gömlu plötum er erfitt að nálgast og ættu því tónlistar- áhugamenn um allt land að fagna þessari útgáfu Senu og fróðlegt verður að sjá hvaða titlar munu koma í verslanir á næstu miss- erum. -hf Gamlir titlar á nýju plasti 2015 POSTER/DURATRAN IMAGE CHOICES Imagery expires December 31, 2015 UNITED STATES OR INTERNATIONAL VW IMAGE 5 Styles featured: Nolita *Vera Wang Salon- Available at select locatons. VW IMAGE 5 Styles featured: Inanna VW IMAGE 5 Styles featured: V367 VW IMAGE 1 Styles featured: Inanna VW IMAGE 2 Styles featured: V430 V 43 0 ST YL E SH O W N . V ER A W A N G .C O M VW IMAGE 3 Styles featured: V368 O LY A S TY LE S H O W N . V ER A W A N G .C O M V 36 7 ST YL E SH O W N . V ER A W A N G .C O M IN A N N A S TY LE S H O W N . V ER A W A N G .C O M N O LI TA S TY LE S H O W N . V ER A W A N G .C O M Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN Sími 587 2123 FJÖRÐUR Sími 555 4789 SELFOSS Sími 482 3949 Sólgler með styrkleika fylgja kaupum á gleraugum í Augastað PI PA R\ TB W A • S ÍA 64 dægurmál Helgin 5.-7. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.