Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 05.06.2015, Blaðsíða 66
 Veitingar Friðrik Dór bíður eFtir Vottun á Franskar kartöFlur Verkföll fresta opnun kartöflustaðar Frikka Dórs Veit ingastaðurinn Reykjav ík Chips í miðbæ Reykjavíkur bíður nú þess að verkföllum ljúki svo hægt verði að framreiða ljúffengar kartöflur ofan í viðskiptavini. Einn aðstandenda staðarins, söngvar- inn Friðrik Dór, segir að þeir hafi fyrirhugað að opna í vikunni sem er að líða, en verði að bíða í ein- hvern tíma vegna verkfalla. „Það eru einhverjir í verkfalli sem þurfa að votta kartöflurnar sem við notum, og allar kartöflur sem eru innfluttar,“ segir Frið- rik en staðurinn mun notast við kartöflur frá Írlandi. „Þetta eru kartöflur sem fást út um allt, og við erum ekki að standa sjálfir í innf lutningi,“ segir hann. „Við smökkuðum margar tegundir af kartöflum sem fást hér á landi, innlendar sem og erlendar og þessar smökkuðust best fyrir það sem við erum að gera. Annars er allt klárt. Tíu tegundir af sósum, pottarnir heitir og við ætlum að opna um leið og verkfallið leysist,“ segir Friðrik. „Við erum búnir að vera að þróa sósurnar og munum bjóða upp á sósur fyrir alla, meira að segja þá sem eru vegan,“ segir Friðrik Dór, söngvari og veitinga- húsaeigandi. -hf Friðrik Dór ásamt félögum sínum sem standa að Reykjavík Chips.  HönnunarVeFur tinna royal selur á kisinn.is Listakonan Tinna Royal hefur að undanförnu búið til listaverk sem eru kleinu- hringir sem ætlaðir eru til skrauts. Hún er nemi í Mynd- listarskóla Akureyrar og hug- myndin kviknaði þegar hún var beðin um að vera með muni til sölu á nýopnuðum hönnunarvef sem heitir kisinn.is. Tinna er hrifin af litunum sem hægt er að hafa í hringjunum og fékk ráð- leggingar hjá BM Vallá um hvaða steypu væri best að nota í kleinuhringina. Þ að voru nú bara margar til-viljanir sem ollu því að mér datt í hug að búa til kleinu- hringi,“ segir listakonan Tinna Royal. „Þegar hún Júlía, sem er með kisinn.is, lét mig vita fyrir nokkr- um mánuðum að þetta væri að fara í gang þá langaði mig að gera eitt- hvað nýtt sem gæti verið til sölu á vefnum,“ segir hún. „Mig lang- aði að hafa eitthvað skemmtilegt í boði en hvorki of stórt né dýrt. Ég var í einum áfanga á þessum vetri þar sem við vorum að nota steypu, og mig langaði að gera eitthvað krúttlegt,“ segir Tinna. „Ég fór og rabbaði við þá hjá BM Vallá og fékk upplýsingar um alls- konar steypu sem ég gæti notað. Ég hefði alveg getað notað gifs en mér fannst það hljóma eitthvað svo brothætt, svo steypan var betri. Þeir eru u.þ.b. 70 grömm stykk- ið og ég missti einn á tána á mér. Hringurinn þoldi það alveg þó táin hafi verið smá sár,“ segir Tinna. „Svo þeir eru innan marka. Þeir eru sterkari fyrir vikið.“ Tinna er á fyrsta ári í Mynd- listarskóla Akureyrar og klárar því þriggja ára nám árið 2017. Á Facebook-síðu Tinnu Royal má sjá myndir af öðrum verkum hennar, og eru þau flest í Pop-Art stíl, þar sem sterkir og bjartir litir fá að njóta sín. Þar á meðal eru perlaðar myndir af umbúðunum frægu af Royal búðingnum, og þaðan tekur hún nafn sitt. „Mig langaði bara að hafa eitt- hvað annað en bara nafnið mitt og „Gallerí“ fyrir aftan,“ segir Tinna. „Ég setti Royal bara til þess að byrja með, líka vegna þess að ég er búin að gera allt sem ég get við þessar blessuðu umbúðir. Mála, perla og sauma, meðal annars,“ segir hún. „Ég er samt enginn sér- stakur aðdáandi búðingsins. Ég er heilluð af umbúðunum. Annars reyni ég að vera ekki of alvarleg í þessari sköpun minni.“ Vefurinn kisinn.is er ætlaður listafólki þar sem það getur haft vettvang fyrir list sína og selt hana í gegnum netið. Tinna segir þetta mjög hentugan vettvang fyrir sína list. „Ég er mjög spennt fyrir þessu formi, þar sem ég mikil mannafæla og finnst betra að geta boðið upp á mín verk þarna inni,“ segir Tinna. „Ég á erfitt með að troða mér inn á verslanir og gallerí til þess að selja mínar vörur. Svo þetta er alveg frá- bært,“ segir listakonan Tinna Ro- yal. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Kleinuhringir úr steypu Tinna með hálsmen úr sinni eigin hönnun. Kleinuhringir Tinnu Royal. Hrútar án vegabréfs Leikstjóri kvikmyndarinnar Hrúta lenti í því óhappi í vikunni að vera meinaður aðgangur inn í Rúmeníu þar sem hann átti að vera viðstaddur frumsýningu Hrúta þar í landi. Grímur, sem var á ferðalaginu ásamt framleiðanda mynd- arinnar Grímari Jónssyni, var ekki með vegabréfið sitt með í för því hann stóð í þeirri trú að Rúmenía væri í Schengen, sem var svo misskilningur. Þetta tafði þá félaga um einhverja klukkutíma en konsúll Íslendinga í Rúmeníu kom þeim til bjargar og gátu þeir félagar verið viðstaddir frumsýninguna. Tattútyggjó frá Dj flugvél og geimskip Tónlistarkonan DJ flugvél og geimskip fagnar um þessar mundir útgáfu nýjustu plötu sinnar sem nefnist Nótt á hafsbotni. Með hverju eintaki fylgir tyggjó og tattú sem hægt er að setja auðveldlega hvar sem er á húðina, og taka jafn auðveldlega af. Margir muna eftir þessum tyggjóum frá því fyrir einhverjum árum síðan. Tattúin sem fylgja tyggjóunum eru hönnuð af Steinunni eldflaug og eru því einstök hönnun með plötunni. Dj flugvél og geim- skip kemur fram í Reykjavík record shop á laugardaginn klukkan 16, þar sem hægt verður að kaupa plötuna og fá sér tyggjó. Sælgætisgerðin að opna? Þeir sem stunduðu hinn fornfræga stað Glaumbar upp úr miðjum tíunda áratugn- um muna eflaust eftir Acid-Jazz sveitinni Sælgætisgerðinni sem spilaði þar viku- lega um árabil. Sveitin sem var einhvers- konar bræðingur úr sveitunum Sóldögg, Landi og sonum og Casino-hljómsveit Páls Óskars spilaði Acid-Jazz sem var ansi vinsæll um allan heim á þessum áratug. Sveitin kom saman í vikunni til fundar- halds og má búast við því að hún stigi á stokk á næstu vikum, enda tónlistin mjög vel við hæfi þegar hlýna tekur í veðri. For- sprakkinn, Samúel Jón Samúelsson, birti gamla mynd af sveitinni á facebook-síðu sinni í vikunni. Hátíð á Drangsnesi Tónlistarhátíðin Sumarmölin fer fram í þriðja sinn í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi þann 13. júní næstkomandi. Hátíðin er rómuð fyrir einstaka stemningu þar sem fólk á öllum aldri kemur saman og nýtur frábærrar tónlistar í einstöku um- hverfi. Fyrir Sumarmölina í ár var rjóminn fleyttur ofan af íslensku tónlistarlífi og sett saman ómótstæðileg dagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á hátíðinni koma fram Retro Stefson, Sóley, Tilbury, Berndsen, Kveld-Úlfur, Ylja og Borko sem jafnframt er skipuleggjandi tónleikanna. 16 ára aldurstakmark er á tónleikana en yngri gestir eru velkomnir í fylgd með fullorðnum. 66 dægurmál Helgin 5.-7. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.