Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 05.06.2015, Blaðsíða 40
40 grill og garðar Helgin 5.-7. júní 2015 Dreymir um íslenskan grænmetisdal Hafsteinn Helgi Halldórsson man ekki hvernig hann lærði að smíða en smíðin hefur alltaf fylgt honum. Í dag vinnur hann sem smiður auk þess að kokka lífrænan mat og búa til tón- list. Hann segir vera kjöraðstæður til matræktar á Íslandi og dreymir um grænmetisskóga í íslenskum dölum þar sem allir geti sótt sér í matinn. Hafsteinn selur heimagerða matjurta- kassa og moltukassa á netinu en allur ágóðinn af sölu þeirra fer í ferðasjóð fyrir einhverfa. S ystir mín er einhverf og ég hef unnið á sambýlum fyrir einhverfa í níu ár,“ segir Haf- steinn Helgi Halldórsson sem safn- ar í ferðasjóð fyrir einhverfa með því að smíða og selja matjurtakassa og moltukassa á netinu. „Í fyrravor smíðaði ég þrjá matjurtakassa út gömlum vörubrettum sem ég fann við ruslagáma og setti þá niður á sambýlinu þar sem ég var að vinna. Kassarnir komu það vel út að ég ákvað að taka mynd af þeim og setja á facebook til að kanna áhuga fólks út í samfélaginu. Áhuginn reyndist vera nokkuð mikill og þá fóru hjól- in að snúast og ég er enn að. Allur ágóði fer í ferðasjóð fyrir einhverfa snillinga sem þurfa alltaf einn ef ekki tvo aðstoðarmenn á ferðalög- um. Ég er nú þegar búinn að safna fyrir flugi, hóteli og uppihaldi fyrir meistara Steinar Rafn og er langt komin með kostnað í ferð fyrir ein- hverfa drottningu úr Breiðholti sem þarf tvo aðstoðarmenn með sér.“ Smíðar flest sín húsgögn sjálfur „Ég vinn mestmegnis sem smiður en hef líka unnið sem kokkur og hef brennandi áhuga á matargerð, sérstaklega á lífrænni og vegan matargerð,“ segir Hafsteinn Helgi sem þar að auki semur tónlist og stefnir á að gefa út sína fyrstu plötu á næstunni. „Ég man ekki alveg hvar ég lærði að smíða en ég hef bara alltaf haft áhuga á smíði og smíða flest mín húsgögn sjálfur. Ég lék mér mikið einn á yngri árum og ég á sterkar minningar frá átta til tíu ára aldri þar sem smiður var að gera upp húsið okkar í Vesturbæn- um, smíða pall og fleira. Ég fekk að vera með honum alla daga og ekki leið á löngu þar til ég var búinn að smíða tvö tréhús með brú á milli. Einhvern veginn dúkka svo upp alls- konar verkefni varðandi smíðar, allt frá húsgögnum að grindverkum.“ Ísland fullkomið land fyrir ræktun á mat Hafsteinn segist hafa fengið áhug- ann á garðrækt frá móður sinni, sem sé með ótrúlega græna fingur. „Það er ótrúlega gefandi að hugsa um plöntur. Það jarðtengir mann og minnir á töfra lífsins. Ég hef al- veg ótrúlega gaman af því að keyra þessa kassa út, sérstaklega þegar ég sé spenninginn hjá fólki og þá einkum hjá börnunum sem finnst svo spennandi að rækta sinn eigin mat. Að rækta sinn eiginn garð er auðveld og holl iðja fyrir hvern sem er. Svo er mun auðveldara að rækta mat á Íslandi en flestir halda. Það er hægt að sá langt fram á sumar, það er sjaldan mjög þurrt, sólin er sterk hér og hitastig fullkomið fyrir flest grænmeti. Ísland er fullkomið land fyrir ræktun á mat. Í fyrra var ég til að mynda að notað síðasta kálblaðið ur garðinum heima í lok nóvember.“ Dreymir um grænmetisskóg í íslenskum dal „Minn draumur er að safna sam- an hópi garðyrkjufræðinga, og fá stjórnvöld í lið með okkur, til að rækta gríðarmagn grænmetis í ein- hverjum af okkar fallegu dölum og bjóða svo ungum sem öldnum að koma í grænmetisskóg og grípa með sér eitthvað heim í matinn. Þetta væri ekki bara nytsamlegt heldur líka skemmtilegt og ég trúi því að hugmyndin sé raunhæf. En þangað til mun ég koma heim til fólks með hinn fullkomna mat- jurtakassa, fræ og mold og leiðbeini fólki með að gera þetta auðveldlega heima hjá sér.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Með smíðum og sölu á matjurtakössunum sameinar Hafsteinn Helgi sínar helstu ástríður; smíðar, matrækt og málefni einhverfra. Hægt er að panta kassana á facebook undir „Matjurtakassar til sölu“ eða senda póst matjurtakassar@gmail.com. Allur ágóði umfram framleiðslukostnað við kassana fer í ferðsjóð einhverfra. Lífið er best undir berum himni Á sumrin er svo ljúft að vera úti. IKEA býður upp á fjöl- breytt úrval af fallegum og endingargóðum sumarhús- gögnum fyrir hvers kyns útisvæði. Sessur af ýmsu tagi og hengirúm er meðal þess sem í boði er, auk húsgagna sem auðvelt er að taka með í ferðalagið. Ú rvalið af sumarhúsgögnum er sérstaklega glæsilegt hjá okkur í ár,“ segir Birna Magnea Bogadóttir, sölustjóri hjá IKEA. „ÄPPLARÖ húsgögnin eru traust og endingargóð, enda úr gegnheilum við. Þau fást úr dökk- brúnum akasíuvið eða úr gegnheilli hvítlakkaðri furu. Línan býður upp á úrval af stólum og borðum fyrir allt frá litlum svölum til stórra úti- palla, og með henni er hægt að skapa fullkomið útisvæði, hvort sem á að njóta máltíðar eða bara góða veðursins.“ Viðhaldsfrí húsgögn vinsæl Að sögn Birnu njóta útihúsgögn sem ekki þarfnast mikils viðhalds einnig mikilla vinsælda. „FALST= ER línan okkar er til dæmis úr sterku plastefni sem lítur út eins og viður, en þarf aðeins lágmarks viðhald og hentar því íslenskum að- stæðum mjög vel.“ Birna segir það fara eftir þörfum og smekk hvers og eins hvaða lína henti best, það er að minnsta kosti eitthvað fyrir alla í breiðu úrvalinu. „LÄCKÖ línan, sem er úr áli og plasti, gefur úti- svæðinu til dæmis svolítið róman- tískan blæ og KUNGSHOLMEN línan samanstendur af einingum sem fólk getur raðað saman eins og hentar. Hún er úr traustum og end- ingargóðum plastreyr og ryðfríu áli og þarfnast því ekki viðhalds.“ Skemmtilegir aukahlutir í garðinn eða á pallinn Þegar búið er að velja húsgögnin er komið að aukahlutunum. „Við bjóð- um upp á fjölbreytt úrval af sessum í stíl við húsgögnin okkar, þannig að þar geta viðskiptavinir leyft pers- ónuleika sínum að skína í gegn. Svo eru sólhlífarnar okkar frábærar til að vernda gegn skaðlegum áhrif- um sólargeislanna, því þær eru all- ar úr pólýesterefni með UV vörn,“ segir Birna. Það er endalaust hægt að nostra við og gera útisvæðið sem þægilegast. „Ef mann langar að gera eitthvað alveg sérstakt er hengirúm ef til vill málið. Það er fest í handhægan stand þannig að það er ekkert til fyrirstöðu, fæstir búa jú svo vel að hafa tvö voldug tré hlið við hlið í garðinum,“ segir Birna og hlær. Húsgögnin með í ferðalagið Það er frábært að eiga góða sumar- daga í garðinum eða á svölunum heima en flest bregðum við okkur líka af bæ í fríinu og þá er gott að eiga handhæg húsgögn sem auð- velt er að grípa með í ferðina, hvort sem lagt er í lautarferð eða reisu um landið þvert og endilangt. „Við bjóð- um líka upp á legubekki, hæginda- stóla og strandstóla fyrir þá sem eru á ferðinni, auk borðbúnaðar, leik- fanga og annars sem gerir sumarið þitt þægilegra og skemmtilegra,“ segir Birna. Unnið í samstarfi við IKEA 1. Með Äpplarö er hægt að skapa fullkomið úti- svæði. 2. Falster húsgögnin eru viðhaldsfrí. 3. Läckö línan gefur útisvæðinu svolítið róman- tískan blæ. 4. Hægt er að raða saman Kungsholmen einingum til að útbúa sófa sem hentar. 1 3 2 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.