Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 05.06.2015, Blaðsíða 6
– fyrir lifandi heimili – R e y k j a v í k o g A k u r e y r i E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 w w w . h u s g a g n a h o l l i n . i s ÚTSALA Sumar3 60% ALLT AÐ AFSLÁTTUR KENYA hægindastóll Slitsterkt áklæði, margir litir.ÚTSALA Sumar3 39.990 FULLT VERÐ: 49.990 KRÓNUR GALAXY barstóll ÚTSALA Sumar3 11.995 FULLT VERÐ: 23.990 KRÓNUR ÚTSALA Sumar3 188.990 FULLT VERÐ: 269.990 KRÓNUR ECKMAN HORNSÓFI 2H2 – TILVALINN Í BÚSTAÐINN Svart bonded leður. Stærð: 233 x 233 H:90 ALLIR DÚKAR – 40% AFSLÁTTUR – MIKIÐ ÚRVAL ÚTSALA Sumar3 40% DÚKAR AFSLÁTTUR Þ essi kalda tíð sem er búin að vera hér undanfarið með norðanáttum eða svölu lofti úr vestri, með leifar af íshafsvetri og tilheyrandi snjókomu á fjallvegum, virðist ætla að taka endi núna um helgina,“ segir Einar Sveinbjörns- son veðurfræðingur en óvenju kalt hefur verið á landinu í maí og reynd- ar alveg frá áramótum. Meðalhiti síðustu fimm mánuði er 1,5 stig og maímánuður hefur ekki verið kaldari frá árinu 1982 með 4,6 stiga meðalhita. Hæsti hitinn maímán- aðar mældist 15,7 °C í Skaftafelli þann 22. en lægsti hitinn mældist -18°C á Brúarjökli þann 10. Á sama tíma hefur verið tiltölulega bjart yfir landinu, sérstaklega í Reykjavík þar sem sólskinsstundir mældust 277,9 stundir í maí, sem er 35 klukku- stundum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Hlýir sunnanvindar „Það verður hret aðfararnótt sunnu- dags með næturfrosti og snjó til fjalla en svo gera tölvuspár ráð fyr- ir annari tíð,“ segir Einar. „Það eru nokkrar líkur á því að vindáttin snú- ist og verði sunnanstæð með lofti af hlýrri uppruna og þá förum við að sjá einhverja daga þar sem hitinn er eðlilegur miðað við árstíma. Suð- vestanátt þýðir að það hlýnar veru- lega. Hlýjasta loftið verður á sunnan- verðu landinu en það mun kannski ekki ná almennilega vestur á firði.“ Ennþá snjór á afréttum „Það sem gerast núna, sem er alveg nauðsynlegt eftir þessa kuldatíð, er að gróðurinn fer loks að taka hressi- lega við sér um allt land. Það hef- ur ekki vantað sólina í maí en það er þessi mikli loftkuldi sem hefur haldið aftur af gróðrinum. Það eru varnarviðbrögð í plöntunum að fara ekkert af stað á meðan enn er svona kalt á nóttunni, þær bíða bara átekta eftir hlýju lofti. Þetta er auðvitað orðið alvarlegt mál því búfé þarf að komast á beit. Það eru einhverjir heimahagar sem grænka en úthag- arnir eru enn gulir og ég tala nú ekki um afréttarlönd þar sem snjóa hefur ekki enn leyst. Ef horft er enn lengra fram í tímann þá má búast við einhverju norðanhreti undir þarnæstu helgi en það sem skiptir mestu máli núna er það eru hlýir vindar á leiðinni sem munu leysa klaka og koma gróðrinum af stað.“ Þannig að sumarið kemur í næstu viku? „Já, og fyrr má nú aldeilis vera.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Veður SunnanVindar í kortunum Það eru ekki bara landsmenn heldur líka gróðurinn sem þyrstir í hlýindi en maímánuður var sá kaldasti í 33 ár með aðeins 4,6 stiga meðalhita. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir hlýju sunnanvindana í kortunum eftir helgi boða komu sumars. Sumarið kemur í næstu viku Það eru margir sem bíða með eftirvæntingu eftir sumri og það er alvarlegt mál ef búfé kemst ekki á beit. Einhverjir heimahagar hafa grænkað en enn er snjór á afréttum.  dómSmál erla HlynSdóttir Vann íSlenSka ríkið fyrir mde Erla vann þriðja málið e rla Hlynsdóttir, blaðamað-ur á Fréttatímanum, vann í vikunni sitt þriðja mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mann- réttindadómstóli Evrópu. Auk mála Erlu hefur Björk Eiðsdóttir blaðamaður unnið eitt mál gegn íslenska ríkinu fyrir mannrétt- indadómstólnum. Gunnar Ingi Jóhannesson, lögmaður hjá Lög- mönnum Höfðabakka, er lögmað- ur bæði Bjarkar og Erlu. „Þessir f jórir dómar skipta gríðarlegu máli fyrir starfsumhverfi f jöl- miðla á Íslandi. Íslenskir dómstól- ar höfðu með niðurstöðum meið- yrðamála saumað mjög að rétti fjölmiðla og skyldu þeirra til að taka við og miðla áfram upplýsing- um um málefni sem sannarlega eiga erindi við almenning. Veru- lega skorti á að íslenskir dómstól- ar hefðu rökstutt að nauðsynlegt hafi verið að takmarka tjáning- arfrelsi blaðamanna með þeim hætti sem gert var. Dómar mann- réttindadómstólsins veita mikil- vægar leiðbeiningar fyrir íslenska dómstóla um það hvaða sjónarmið ber helst að leggja til grundvall- ar þegar dæmt er í málum sem snerta starfsumhverfi fjölmiðla. Þetta snertir ekki bara hagsmuni blaðamanna persónulega, held- ur snýst þetta ekki síst um upp- lýsta umræðu í samfélaginu. Það er mikilvægt að blaðamenn þurfi ekki að veigra sér við því að fjalla um viðkvæm málefni, af ótta við að verða gerðir ábyrgir fyrir því sem fram kemur í umfjölluninni,“ segir Gunnar. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Erla Hlynsdótt- ir var þrívegis dæmd fyrir meiðyrði vegna greina sem hún skrifaði í DV á árunum 2007- 2009. Hún fór í mál við íslenska ríkið vegna þessa og komst Mann- réttindadóm- stóll Evrópu að þeirri niður- stöðu að brotið hefði verið á tjáningarfrelsi Erlu í öllum málunum. Mynd/Hari 6 fréttir Helgin 5.-7. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.