Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Side 6

Fréttatíminn - 05.06.2015, Side 6
– fyrir lifandi heimili – R e y k j a v í k o g A k u r e y r i E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 w w w . h u s g a g n a h o l l i n . i s ÚTSALA Sumar3 60% ALLT AÐ AFSLÁTTUR KENYA hægindastóll Slitsterkt áklæði, margir litir.ÚTSALA Sumar3 39.990 FULLT VERÐ: 49.990 KRÓNUR GALAXY barstóll ÚTSALA Sumar3 11.995 FULLT VERÐ: 23.990 KRÓNUR ÚTSALA Sumar3 188.990 FULLT VERÐ: 269.990 KRÓNUR ECKMAN HORNSÓFI 2H2 – TILVALINN Í BÚSTAÐINN Svart bonded leður. Stærð: 233 x 233 H:90 ALLIR DÚKAR – 40% AFSLÁTTUR – MIKIÐ ÚRVAL ÚTSALA Sumar3 40% DÚKAR AFSLÁTTUR Þ essi kalda tíð sem er búin að vera hér undanfarið með norðanáttum eða svölu lofti úr vestri, með leifar af íshafsvetri og tilheyrandi snjókomu á fjallvegum, virðist ætla að taka endi núna um helgina,“ segir Einar Sveinbjörns- son veðurfræðingur en óvenju kalt hefur verið á landinu í maí og reynd- ar alveg frá áramótum. Meðalhiti síðustu fimm mánuði er 1,5 stig og maímánuður hefur ekki verið kaldari frá árinu 1982 með 4,6 stiga meðalhita. Hæsti hitinn maímán- aðar mældist 15,7 °C í Skaftafelli þann 22. en lægsti hitinn mældist -18°C á Brúarjökli þann 10. Á sama tíma hefur verið tiltölulega bjart yfir landinu, sérstaklega í Reykjavík þar sem sólskinsstundir mældust 277,9 stundir í maí, sem er 35 klukku- stundum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Hlýir sunnanvindar „Það verður hret aðfararnótt sunnu- dags með næturfrosti og snjó til fjalla en svo gera tölvuspár ráð fyr- ir annari tíð,“ segir Einar. „Það eru nokkrar líkur á því að vindáttin snú- ist og verði sunnanstæð með lofti af hlýrri uppruna og þá förum við að sjá einhverja daga þar sem hitinn er eðlilegur miðað við árstíma. Suð- vestanátt þýðir að það hlýnar veru- lega. Hlýjasta loftið verður á sunnan- verðu landinu en það mun kannski ekki ná almennilega vestur á firði.“ Ennþá snjór á afréttum „Það sem gerast núna, sem er alveg nauðsynlegt eftir þessa kuldatíð, er að gróðurinn fer loks að taka hressi- lega við sér um allt land. Það hef- ur ekki vantað sólina í maí en það er þessi mikli loftkuldi sem hefur haldið aftur af gróðrinum. Það eru varnarviðbrögð í plöntunum að fara ekkert af stað á meðan enn er svona kalt á nóttunni, þær bíða bara átekta eftir hlýju lofti. Þetta er auðvitað orðið alvarlegt mál því búfé þarf að komast á beit. Það eru einhverjir heimahagar sem grænka en úthag- arnir eru enn gulir og ég tala nú ekki um afréttarlönd þar sem snjóa hefur ekki enn leyst. Ef horft er enn lengra fram í tímann þá má búast við einhverju norðanhreti undir þarnæstu helgi en það sem skiptir mestu máli núna er það eru hlýir vindar á leiðinni sem munu leysa klaka og koma gróðrinum af stað.“ Þannig að sumarið kemur í næstu viku? „Já, og fyrr má nú aldeilis vera.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Veður SunnanVindar í kortunum Það eru ekki bara landsmenn heldur líka gróðurinn sem þyrstir í hlýindi en maímánuður var sá kaldasti í 33 ár með aðeins 4,6 stiga meðalhita. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir hlýju sunnanvindana í kortunum eftir helgi boða komu sumars. Sumarið kemur í næstu viku Það eru margir sem bíða með eftirvæntingu eftir sumri og það er alvarlegt mál ef búfé kemst ekki á beit. Einhverjir heimahagar hafa grænkað en enn er snjór á afréttum.  dómSmál erla HlynSdóttir Vann íSlenSka ríkið fyrir mde Erla vann þriðja málið e rla Hlynsdóttir, blaðamað-ur á Fréttatímanum, vann í vikunni sitt þriðja mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mann- réttindadómstóli Evrópu. Auk mála Erlu hefur Björk Eiðsdóttir blaðamaður unnið eitt mál gegn íslenska ríkinu fyrir mannrétt- indadómstólnum. Gunnar Ingi Jóhannesson, lögmaður hjá Lög- mönnum Höfðabakka, er lögmað- ur bæði Bjarkar og Erlu. „Þessir f jórir dómar skipta gríðarlegu máli fyrir starfsumhverfi f jöl- miðla á Íslandi. Íslenskir dómstól- ar höfðu með niðurstöðum meið- yrðamála saumað mjög að rétti fjölmiðla og skyldu þeirra til að taka við og miðla áfram upplýsing- um um málefni sem sannarlega eiga erindi við almenning. Veru- lega skorti á að íslenskir dómstól- ar hefðu rökstutt að nauðsynlegt hafi verið að takmarka tjáning- arfrelsi blaðamanna með þeim hætti sem gert var. Dómar mann- réttindadómstólsins veita mikil- vægar leiðbeiningar fyrir íslenska dómstóla um það hvaða sjónarmið ber helst að leggja til grundvall- ar þegar dæmt er í málum sem snerta starfsumhverfi fjölmiðla. Þetta snertir ekki bara hagsmuni blaðamanna persónulega, held- ur snýst þetta ekki síst um upp- lýsta umræðu í samfélaginu. Það er mikilvægt að blaðamenn þurfi ekki að veigra sér við því að fjalla um viðkvæm málefni, af ótta við að verða gerðir ábyrgir fyrir því sem fram kemur í umfjölluninni,“ segir Gunnar. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Erla Hlynsdótt- ir var þrívegis dæmd fyrir meiðyrði vegna greina sem hún skrifaði í DV á árunum 2007- 2009. Hún fór í mál við íslenska ríkið vegna þessa og komst Mann- réttindadóm- stóll Evrópu að þeirri niður- stöðu að brotið hefði verið á tjáningarfrelsi Erlu í öllum málunum. Mynd/Hari 6 fréttir Helgin 5.-7. júní 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.