Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 05.06.2015, Blaðsíða 24
dvaldi þar, aðallega í Gambíu, við rannsóknir sínar. „Það var mikið ævintýri út af fyrir sig að búa þar innan um þetta fólk og hvað þá að stunda rannsóknirnar sem fóru í stórum dráttum þannig fram að ég leigði mér túlk og fór á milli staða undir merkjum aðferðarfræði sem heitir einfaldlega „to see what is there“. Þegar ég fór svo að skoða viðtölin sem ég hafði tekið upp á segulband kom í ljós að það er ýmislegt sameiginlegt með þeim öndum sem galdramennirnir þarna telja sig vera í nánum samskiptum við og álfunum og huldufólkinu sem amma og afi höfðu sagt mér frá þótt langt sé á milli. Maðurinn, hvar sem hann er á jörðinni, nálgast nefnilega heiminn með svipuðum hætti þótt enginn samskipti eða skyldleiki sé á milli.“ Ferðirnar til Afríku urðu tvær með nokkurra mánaða dvöl í hvort skipti en fjármagnið var ekki mikið og nefnir Jón Ársæll sem dæmi að hann hafi farið á puttanum aftur heim til Íslands í bæði skiptin. „Þá var ég í Senegal og fór niður á höfn á hverjum degi til að athuga hvort þar lægju einhver skip sem væru á leið- inni til Evrópu. Þegar ég fann þau svo fékk ég far gegn því að vinna um borð á leiðinni fyrir fæði.“ Féll fyrir meintri fyrirsætu Þegar Jón Ársæll kom heim frá Afr- íku eftir seinni ferðina lá leið hans sem oftar á bar í Reykjavík þar sem hann hitti undurfagra stúlku, Steinunni Þórarinsdóttur mynd- listarkonu, sem reyndist nýkomin heim frá Ítalíu og þar réðust örlög hans. „Ég hreifst af þessari konu, spurði hvort hún hefði verið fyrir- sæta á Ítalíu og hún féll fyrir því. Hún flutti fljótlega inn til mín og síð- an höfum við búið saman og eigum tvo syni, Þórð Inga sem er 22 ára gamall heimspekinemi, tónskáld og rappari, og Þórarin Inga 32 ára sem er myndlistarmaður. Steinunn er gimsteinn lífs míns og kom inn í það alveg á réttum tíma. Ég hef líka orðið þeirrar gleði aðnjótandi að fá að aðstoða hana í myndlistinni þegar hún hefur þurft á að halda. Var meira að segja módel hjá henni stundum í gamla daga en eftir að ég fór að fitna lauk þeim ferli og eldri sonurinn tók við módelhlutverkinu. Við erum nú búin að vera saman í þrjátíu og fimm ár en höfðum aldrei gift okkur, einhverra hluta vegna, en drifum í því núna í vetur, fannst vera kominn tími til. Við höfum ekkert verið að flagga þessu en auðvitað er það ekkert leyndarmál. Það má segja að eftir þrjátíu og fimm ára sambúð séum við nokkuð viss um það að hjónabandið muni endast.” Gróa hefur oft rétt fyrir sér Gróa á Leiti hefur haldið því fram undanfarna mán- uði að Jón Ársæll sé alvarlega veikur og því liggur beint við að spyrja hvort eitthvað sé hæft í því og hvort þar liggi hluti af ástæðunni fyrir endalok- um Sjálfstæðs fólks. „Gróa hefur nú oft á réttu að standa og ég hef átt við veikindi að stríða. Er mikill gigtarsjúklingur, sem uppgötvaðist fyrir fimmtán árum síðan en það eru kominn svo öflug lyf við gigtinni að ég er svona í stórum dráttum einkenna- laus. Hins vegar hafa fylgt þessu hliðarverkanir og ég hef verið í miklum rannsóknum undanfarna mánuði. Það kom í ljós að ég er með hjartatif og eitt og annað sem verið er að vinna í að laga. Meðal ein- kennanna var að það leið yfir mig hist og her sem endaði með yfirliði í stiganum hérna heima þannig að ég datt illa og axlarbrotnaði og á í því núna. En þetta horfir nú allt til betri vegar.“ Hér tekur samtalið netta u-beygju um órannsak- anlega vegi lífsins og í ljós kemur að Jón Ársæll hefur verið „að þrælast í gegnum“ Biblíuna eins og hann orðar það, og er Jobsbók í sérstöku uppáhaldi. Finnur hann til samsömunar við Job? „Það er Job í okkur öllum,“ segir hann og glottir. „Ég hef meira að segja setið á jörðinni á slóðum Jobs og ausið yfir mig sandi. Þá var ég að gera þátt um Halldór Ásgrímsson sem leiddi okkur á þessar slóðir. Þar Ég var um tíma í hópi sem hafði afskaplega gaman af því að hjóla naktinn um bæinn að næturlagi og við lentum í alls kyns ævintýrum í þeim ferðum 24 viðtal Helgin 5.-7. júní 2015 Prófaðu þetta heyrnartæki í 7 daga Bókaðu tíma í fría heyrnar mælingu Sími 568 6880 www.heyrnartaekni.is Heyrnarskerðing er þreytandi! Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Ofurnett - ósýnileg í eyra eða falin á bak við eyra Alta2 heyrnartækin frá Oticon búa yfir einstakri tækni sem kallast BrainHearing™. Þessi tækni hjálpar heilanum að vinna betur úr hljóði þannig að þú upplifir það eins eðlilega og hægt er. Með Alta2 heyrnartækjunum verður auðveldara fyrir þig að heyra og skilja, hvort heldur sem um lágvært samtal er að ræða eða samræður í krefjandi aðstæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.