Fréttatíminn - 05.06.2015, Blaðsíða 18
Það er fátt einlægara
en að semja í sveit
forfeðranna og með
nikkuna hans pabba.
niðurhal
einfalt
ótakmarkað
6.990
ljósleiðari ljósnet
vortex.is 525 2400
Þ
að var magnað að sitja
í stóra fallega salnum í
Cannes á frumsýning-
unni og horfa á fyrsta
skotið í myndinni sem
er eins og mynd úr æsku minni.
Þarna fór ég á sumrin með ömmu
og afa, á Mýri og Bólstað. Þetta
var áhrifarík upplifun og ekki
skemmdi svo fyrir hversu góðar
viðtökur myndin fékk,“ segir Atli
Örvarsson tónskáld.
Atli samdi tónlistina í kvik-
myndinni Hrútum sem frumsýnd
var hér á landi í síðustu viku eftir
mikla velgengni á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes. Þar hlaut myndin
aðalverðlaunin í Un Certain Reg-
ard flokknum og er það í fyrsta
sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur
aðalverðlaun í Cannes.
Á slóðum forfeðranna í
Bárðardal
Atli hefur skapað sér nafn sem tón-
skáld í stórum kvikmyndum og
sjónvarpsþáttum vestanhafs. Þar
hefur hann meðal annars samið
tónlist í Pirates of the Caribbean-
myndirnar, Babylon A.D. og nú
nýlega sjónvarpsþáttaraðirnar
Chicago P.D. og Chicago Fire. Þá
hefur hann til að mynda mikið
unnið með hinu kunna tónskáldi
Hans Zimmer.
Það er því ekki annað að gera en
að spyrja Atla hvernig á því standi
að hann hafi samið tónlistina í
Get gert meira en bara poppkornsmyndir
Atli Örvarsson hefur um árabil
samið tónlist í bíómyndir og
sjónvarpsþætti í Hollywood.
Hann ákvað að víkka sjón-
deildarhringinn og taka að
sér listrænni verkefni og það
fyrsta var kvikmyndin Hrútar
eftir Grím Hákonarson sem
var verðlaunuð í Cannes á
dögunum. Atli er ættaður úr
Bárðardal þar sem myndin
var tekin upp og hljóðritaði
tónlistina meðal annars á
harmonikku föður síns heitins,
Örvars Kristjánssonar.
Atli Örvarsson tók tónlistina í Hrútum meðal annars upp í kirkjunni í Lundarbrekku í Bárðardal. Hann á ættir sínar að rekja í
dalinn og dvaldist þar sem barn með ömmu sinni og afa. Ljósmynd/Grímar Jónsson
Hrútum, sem á pappírunum voru
mun minna verkefni en hann á að
venjast.
„Ég var staddur á kvikmyndahá-
tíðinni Les Arcs í Frakklandi fyrir
einu og hálfu ári síðan þegar ég
hitti Grímar framleiðanda. Ég var
reyndar í og með að fiska eftir
evrópskum verkefnum og skellti
mér á þessa hátíð í samráði við um-
boðsmanninn minn í París. Grímar
segir mér að hann sé að vinna að
þessari mynd um tvo bræður sem
talast ekki við. Ég þekkti þessa
sögu úr Reykjadal sem er næsti
dalur við hliðina og segi strax við
Grímar að ég eigi nú hluta úr jörð í
Bárðardal, Lundarbrekku, ef hann
vanti tökustað. Þá segir hann mér
að frágengið sé að tekið verði upp
á Bólstað og Mýri í Bárðardalnum
en svo vill til að afi minn var bóndi
á Mýri og móðir mín ólst þar upp.
Ég gríp þetta á lofti og segi að ég
verði að fá að vera með í þessari
mynd,“ segir Atli.
Það var þó ekki svo að Atli væri
ráðinn á staðnum því hann þurfti
að sannfæra Grím Hákonarson
leikstjóra að hann gæti gert öðru-
vísi tónlist en þá sem hann hafði
verið að gera í Hollywoodmynd-
um. „Við ræddum saman og ég
skrifaði honum til dæmis langan
tölvupóst þar sem ég benti honum
á tengsl mín við sveitina. Hann
sá svo að ég væri rétti maðurinn
í þetta.“
Tók upp á harmonikkuna hans
pabba heitins
Atli tók tónlistina að hluta til upp í
Lundarbrekkukirkju í Bárðardaln-
um. „Ég fór í einhvers konar tón-
listarveiðiferð. Til að sjá hvort for-
feðurnir myndu nenna að standa
í þessu með mér. Ég var með
harmonikkuna hans pabba heitins
sem dó í apríl í fyrra og þetta var
ansi mögnuð ferð. Fékk ég hjálp
að handan? Ég veit það ekki en
þarna varð til stef sem ég tók upp á
harmonikkuna hans pabba og org-
elið í kirkjunni og það endaði sem
meginstef myndarinnar.“
Stefið er áhrifaríkt og nýtur
sín vel í dramatískum senum í
myndinni. Það var reyndar svo,
að sögn Atla, að aðalleikararnir,
Sigurður Sigurjónsson og Theodór
Júlíusson, hlustuðu á stefið til að
koma sér í rétta gírinn meðan á
tökum stóð.
„Þetta er heildsteyptara tónverk
innan kvikmyndar en ég hef gert
áður, það er mjög „organic“ hluti
af myndinni. Og þetta er auðvitað
mjög persónulegt verk fyrir mig út
af fjölskylduböndum. Ég er mjög
þakklátur fyrir að hafa fengið að
vera með í þessari mynd – þetta
er skref í áttina að því að gera
einlægari verk í kvikmyndum. Það
er fátt einlægara en að semja í sveit
forfeðranna og með nikkuna hans
pabba.“
Ég veitti því athygli að þú ert titl-
aður meðframleiðandi á Hrútum.
Er það ekki nýtt hlutverk fyrir þig?
„Jú, það er alveg nýtt. Það kom
nú eiginlega til af því ég á ættir
að rekja í Bárðardalinn og náði
kannski að nýta mitt tengslanet
þar við gerð myndarinnar. Grímar
og Grímur ákváðu að titla mig
meðframleiðanda, ég veit ekki
alveg hvort ég á það skilið.“
Þetta hefur semsagt ekki snúist
um að koma með fjármagn frá
Hollywood?
„Nei, ég var meira í því að redda
húsnæði og til dæmis lyklum að
kirkjunni í Lundarbrekku.“
Fúll að þurfa að vera í París
Atli var á kvikmyndahátíðinni í
Cannes eins og áður var nefnt.
Hann ákvað að vera allan tímann
á hátíðinni, bæði til að sóla sig
og njóta lífsins en líka að fylgja
myndinni eftir. „Af þeim myndum
sem ég hef gert finnst mér ég eiga
langmest í þessari. Ég hef öðruvísi
metnað fyrir Hrútum en öðrum
kvikmyndum. Sérstaklega eftir
að ég gerðist meðframleiðandi,“
segir Atli sem segir það hafa verið
frábært að vera viðstaddur þegar
myndin var verðlaunuð í Cannes.
Hann kveðst því miður hafa misst
af frumsýningu Hrúta fyrir norðan
því hann var á leiðinni á tónskál-
dahátíð í Póllandi. „Ég var akkúrat
í París meðan frumsýningin var.
Það var sennilega í eina skiptið
sem ég hef verið fúll yfir því að
vera í París. Þá hefði ég frekar
viljað vera í Reykjadal.“
Vil vinna við myndir sem ég
horfi sjálfur á
Þegar ég ræddi við Atla var hann
staddur í heimabænum Akureyri í
fríi. Eftir helgi er hann á leið heim
til Bandaríkjanna þar sem hann er
að fara að vinna að nýju verkefni.
Það er tónlist fyrir teiknimyndina
Bilal sem er fyrsta myndin í fullri
lengd sem kvikmyndaver í Dúbaí
gerir. Hann segir að þetta sé fínt
verkefni en ekkert í líkingu við
það að vinna í lottóinu, eins og
maður kynni að halda miðað við
peningana sem eru í boði í Dúbaí.
„Þetta stúdíó er bara að byrja og
þetta er fyrsta myndin,“ segir
hann.
Reyndar leitar hugur Atla meira
að evrópskum kvikmyndum og
óháðum kvikmyndum vestanhafs
um þessar mundir. Velgengni
Hrúta hjálpar þar til.
„Nú er ég kominn með eitthvað
konkret til að sýna og sanna að ég
geti gert listrænni verkefni, ekki
bara poppkornsmyndir. Sannast
sagna langaði mig bara að gera
meira af myndum sem ég myndi
sjálfur nenna að horfa á. Það er
ágætis stefna, held ég, og nú hef ég
tekið fyrsta skrefið í þá átt. Maður
verður að fylgja hjartanu og sann-
færingu sinni.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Hver er
Atli Örvarsson
Starf: Kvikmynda-
tónskáld.
Aldur: 44 ára.
Maki: Anna
Örvarsson.
Börn: Þrjú. Hildur
Svava, Óðinn
Thomas og Sóley.
Búseta: Los
Angeles.
Uppáhalds
kvikmynd: Það er
erfitt að segja hver
er besta kvikmynd
allra tíma en
ætli uppáhalds
myndin mín sé ekki
Cinema Paradiso
því það var hún
sem virkilega vakti
löngun hjá mér til
að tileinka minn
feril kvikmyndum
og kvikmynda-
tónlist.
?
18 viðtal Helgin 5.-7. júní 2015