Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 05.06.2015, Blaðsíða 34
Nýr nefúði við ofnæmi Glinor er nýr nefúði frá ratiopharm við ofnæmisbólgu í nefi. Úðinn fæst á góðu verði án lyfseðils í næsta apóteki. G linor nefúði inniheldur virka efnið natriumcromoglicat, efni sem hindrar losun bólguvald- andi boðefna eins og histamíns,“ segir Hákon Steinsson, lyfjafræðingur hjá LYFIS. „Vegna verkunarmátans er meðferðin fyrirbyggjandi í eðli sínu og því hægt að hefja notkun áður en ofnæmistímabilið byrjar.“ Þetta er í fyrsta skipti sem nefúði með þessu innihaldsefni fæst án lyfseð- ils á Íslandi en LYFIS hefur unn- ið markvisst að því að auðvelda aðgengi landsmanna að lyfjum sem áður hafa einungis fengist gegn lyfseðli. Glinor er notað við ofnæmisbólgu í nefi en al- geng einkenni hennar eru hnerri, nefrennsli, kláði og nefstífla. Lyfið er ætlað fyrir fullorðna og börn, allt niður í 4 ára aldur. Skammtur fyrir full- orðna og börn er einn úðaskammtur í hvora nös tvisvar til fjórum sinnum á dag. Glinor nefúðinn veldur ekki syfju. Mikilvægt er að lesa fylgiseðil lyfsins fyrir notkun og kynna sér helstu varúðarreglur. Glinor nef- úði fæst án lyfseðils í apótekum. Unnið í samstarfi við LYFIS Notkunarsvið: Glinor nefúði inniheldur natríumcromogliat og er ætlaður við ofnæmisbólgu í nefi. Frábendingar: Ofnæmi fyrir natríumcromoglicati, benzalkonklóríði eða einhverju hjálparefnanna. Varúð: Innihaldsefnið benzalkonklóríð getur valdið ertingu í húð. Meðganga og brjóstagjöf: Engin skaðleg áhrif á fóstur hafa komið fram við notkun natríumcromogliats. Engu að síður skal forðast notkun á fyrsta þriðjungi meðgöngu og einungis skal nota lyfið á seinni stigum meðgöngu ef þörf er á. Natríumcromoglicat skilst í litlu magni út í brjóstamjólk. Þessi útskilnaður er sennilega skaðlaus en einungis skal nota lyfið hjá mæðrum með barn á brjósti ef þörf er á. Skömmtun: Fullorðnir og börn, 4 ára og eldri: Einn úðaskammtur í hvora nös tvisvar til fjórum sinnum á dag. Algengustu aukaverkanir: Erting í nefslímhúð getur komið fram í upphafi meðferðar en þessi áhrif eru skaðlaus og tímabundin. Lesið vandlega fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. SmPC: Júlí 2014. Glinor nefúða skal nota gegn ofnæmisbólgu í nefi, algeng einkenni hennar eru: n Hnerri n Nefrennsli n Kláði n Nefstífla Glinor nefúði við ofnæmi er ætlaður fyrir fullorðna og börn allt niður í 4 ára aldur. Helgin 5.-7. júní 2015 Skóbúnaður Það skiptir öllu máli að ganga skó til áður en lagt er í lengri göngur. Með því að nota annað hvort íþróttateip (sports-tape) eða silkiplástur á hæla og tær fyrir göngur er hægt að minnka enn frekar líkur á alvar- legum særindum undan skóm. Hlífðarfatnaður Á Íslandi er allra veðra von allt árið um kring. Því er um að gera að vera við öllu búinn og ágætt er að miða við þrjú lög af klæðnaði. Innst er nærfatnaður úr ull eða vönduðu gerviefni. Millilagið getur verið flí- speysa og göngubuxur. Ysta lagið er skelin sem er vind- og vatnsheldur fatnaður úr öndunarefni. Vökvi Í göngum verður líkaminn fyrir miklu vökvatapi, sérstaklega i fjallgöngum þar sem mikil orka fer í að ganga upp í móti og við það tapast vökvi með svita. Algengt að fólk drekki lítið sökum þess að það vill ekki þurfa að kasta af sér vatni á göngunni en það er mjög rangur hugsunarháttur og getur verið stórhættulegur, því við þurfum á vökvanum að halda í þessum aðstæðum. Nesti Í lengri gönguferðum er gott að hafa nasl í vasanum þar sem gott getur verið að þurfa ekki að taka af sér bakpokann til að matast. Þó maður hafi oft ekki mikla lyst á göngunni sjálfri er mikilvægt að nærast reglulega allan tímann og halda blóðsykr- inum eðlilegum við langvarandi áreynslu. Félagsskapur Góður félagsskapur getur gert gönguna mun ánægjulegri. Hjá Ferðafélagi Ís- lands er að finna gönguhópa bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Á Facebook er einnig að finna stórskemmtilegan gönguhóp sem nefnist Vesen og vergangur sem hittist og gengur saman reglulega á suðvesturhorni landsins. 5 góð ráð fyrir gönguferðina Ætlar þú að ganga í sumar? Fjöldann allan af gönguleiðum er að finna víðs vegar í íslenskri náttúru. Hvort sem þú ætlar í stutta dagsferð eða lengri gönguferð er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga. Ferðalög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.