Fréttatíminn - 05.06.2015, Blaðsíða 8
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
Akureyri • Sími 461 1099
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
69
4
0
6
BODRUM – Eken Resort
Heimsferðir bjóða Íslendingum í sólarferðir til Bodrum og
Marmaris í Tyrklandi, sem eru meðal eftirsóttustu áfangastaða
Tyrklands. Tyrkland er stórbrotið land þar sem austrið mætir
vestrinu og heimsálfurnar Evrópa og Asía mætast, enda er
hjartsláttur austursins alltaf nálægur. Hér er verðlag hagstætt,
fallegar smábátahafnir með iðandi mannlífi, brosandi fólk,
fjörugt næturlíf, og heillandi markaðir.
BODRUM – Bitez Garden
MARMARIS – Grand Cettia
MARMARIS – Club Aida
Frábært verð
Frá kr.94.900
m/allt innifalið
Netverð á mann
Frá kr. 94.900 m.v. 2
fullorðna og 2 börn í
herbergi.
Frá kr. 117.900 m.v. 2
fullorðna í herbergi.
Frábært verð
Frá kr. 99.900
m/allt innifalið
Netverð á mann
Frá kr. 99.900 m.v. 2
fullorðna og 2 börn í
herbergi.
Frá kr. 127.900 m.v. 2
fullorðna í herbergi.
Frábært verð
Frá kr. 114.400
m/allt innifalið
Frá kr. 114.400 m.v. 2
fullorðna og 2 börn í
fjölskylduherbergi.
Frá kr. 134.900 m.v. 2
fullorðna í herbergi.
Frábært verð
Frá kr. 69.900
án fæðis
Frá kr. 69.900 m.v. 2
fullorðna og 2 börn í
herbergi.
Frá kr. 86.900 m.v. 2
fullorðna í herbergi.
Bodrum &
Marmaris
Bókaðu sól á
18. júní í 11 nætur
47.450
Flugsæti frá kr.
Óspillt náttúra hefur mögnuð áhrif á heilsu fólks og því meiri einangrun því betra. Páll Líndal,
umhverfissálfræðingur og kennari við Háskóla Íslands, segir hálendi Íslands vera kjörinn stað
til að hlaða batteríin og komast í jafnvægi, mikilvægi þess sé ómælanlegt. Hann telur það löngu
tímabært að mannleg upplifun af umhverfi sé talin eðlilegur hluti af mati á umhverfisáhrifum.
U mhverfissálfræði er undirgrein af sálfræði,“ segir Páll Líndal, umhverfissálfræðingur og
kennari við Háskóla Íslands. Páll hélt
erindi um virði hálendisins fyrir heilsu
og vellíðan landsmanna á málþingi um
miðhálendið sem haldið var í Laugar-
dalshöll á dögunum.
„Greinin fjallar um samspil fólks og
umhverfis, hvernig áhrif umhverfið
hefur á fólk og áhrif fólks á umhverfi
sitt. Hún er nýtt við hönnun, skipulag og
innanhúsarkitektúr og hefur verið mikið
nýtt á heilbrigðisstofnunum. Þetta er
ung og ört vaxandi fræðigrein sem enn
hefur ekki náð að festa sig í sessi á Ís-
landi,“ segir Páll.
Og hvernig umhverfi líður okkur vel í?
„Til að vita hvað er gott umhverfi er
auðvelt að líta til þess umhverfis sem fólk
sækir í, í frítíma sínum. Hvaða staði sækir
fólk í þegar það vill slappa af og njóta lífs-
ins. Í borgum sækir fólk mikið í staði sem
eru í réttum hlutföllum en í Reykjavík er
það til dæmis Austurvöllur eða neðri hluti
Laugavegar. Hlemmur togar ekki og Ingólfstorg togar
bara í ákveðinn hóp fólks á meðan Borgartúnið og
Skuggahverfið eru ekki staðir sem fólk sækir í ef það á
ekkert erindi þangað. Frá örófi alda hefur fólk talað um
jákvæð áhrif náttúrunnar á heilsu okkar en lengi var
þó litið á það sem rómantíska sýn eða dreifbýlishugs-
unarhátt. Fyrir um 40 árum var byrjað að skoða þessi
áhrif með ýmiskonar rannsóknum og þá kom í ljós að
áhrifin eru raunveruleg, niðurstöður sýna mjög skýrt
fram á endurheimtandi áhrif náttúrunnar.“
Hvað eru endurheimtandi áhrif?
„Í okkar daglega lífi erum við alltaf að takast á við
einhverskonar kröfur. Í gegnum daginn sækjum við í
leiðir til að hlaða batteríin og þá erum við, oft ómeðvit-
að, að endurheimta getuna sem við töpum undir álagi.
Þetta gerum við t.d með því að ná okkur í kaffi eða fara
í stuttan göngutúr. Tökum sem dæmi seinnipart dags
þegar foreldrar koma heim með börnin eftir langan
vinnudag og allir eru þreyttir og allt fer í hund og kött.
Foreldrarnir byrja að rífast, börnin að gráta og allt er í
pati. Þetta er klassískt dæmi um vöntun á sálfræðilegri
endurheimt. Getan til að takast á við aðstæðurnar er
hreinlega ekki fyrir hendi því þú ert búinn að eyða
henni í annað yfir daginn. Þarna væri gott að fara í um-
hverfi sem mundi styðja að endurheimt ætti sér stað.“
Eins og út í náttúruna?
„Náttúran hefur ofboðslega góð endurheimtandi
áhrif því hún uppfyllir öll þau skilyrði sem við þurfum
á að halda til að þessi endurheimt eigi sér stað með
sem áhrifaríkustum hætti. Hún býður upp á fjarveru,
líkamlega og andlega, og svo býður hún líka upp á já-
kvætt áreiti eða ferla sem grípa athygli okkar, eins og
fjöll, fossa, læki, fugla og vind svo eitthvað sé nefnt, og
fær okkur til að leiða hugann frá því sem við erum að
takast á við. Við förum í nýjan heim sem hefur ofboðs-
lega góð áhrif á heilsu okkar. Svo er náttúran ekki bara
einn hlutur því hún býður upp á mjög fjöl-
breytta möguleika til að mæta þörfum og
löngunum okkar, eins og að fara í göngu,
týna ber, liggja í grasinu eða synda og
svo framvegis. Þegar allt þetta er komið
í einn pakka, fjarvera, jákvætt áreiti og
fjölbreyttar leiðir til að mæta þörfum
okkar, þá erum við komin með eitthvað
stórkostlegt sem hefur góð endurheimt-
andi áhrif í sálfræðilegum skilningi.“
Og svona staðir eru kannski ekki á hverju
strái?
„Nei, alls ekki. Og menn þurfa að gera
sér grein fyrir því að náttúra á borð við
hálendi Íslands hefur ómælanlega góð
áhrif á heilsu okkar. Þetta er alveg ótrú-
legur vettvangur fyrir fólk sem býr til
dæmis í stórborgum, eins og New York,
og þarf að komast í annan heim. En eftir
því sem uppbyggingin á hálendinu verð-
ur meiri þá fer umhverfið óhjákvæmilega
að líkjast meira því umhverfi sem fólk er
að flýja. Og eftir því sem aðgengi verður
meira þá fer þetta að líkjast meira Times
Square en óspilltu hálendi.“
Þannig að við ættum að halda í þá upplifum sem hálend-
ið hefur upp á að bjóða núna?
„Já, auðvitað. Auðvitað er sjálfsagt að sem flestir hafi
aðgengi að hálendinu en það verður að vera jafnvægi.
Hálendið er staður fyrir fólk sem vill sækja í þessa upp-
lifun og við ættum að halda því þannig. Nú hafa verið
að koma fram nýjar rannsóknir á upplifun ferðamanna
af áfangastöðum á Íslandi og þar kemur í ljós að ferða-
menn eru hættir að upplifa fjarlægð, einveru og jákvætt
áreiti á áfangastöðum á borð við Landmannalaugar.
Fólki finnst áreitið þar einfaldlega vera orðið of mikið.
Ef það væri malbikað þangað, líkt og til dæmis var gert
upp að Kárahnjúkum, þá missir staðurinn algjörlega
sjarmann. Það er einfaldlega önnur upplifun að ferðast
á malbiki en á malarvegi, tengingin við náttúruna er
önnur ef farið er hratt yfir því þegar þú ert komin á 80
km hraða þá eru skynfæri okkar ekki fær um að taka
nema brot af þeim upplýsingum sem umhverfið gefur
okkur. Klassískt dæmi er Holtavörðuheiðin sem fólk
keyrir yfir án þess að taka eftir þeim náttúruperlum
sem þar eru, en fer svo Kjöl og upplifir náttúruna miklu
sterkar.“
Þetta eru tvær ólíkar tegundir af ferðamennsku og þér
finnst að það eigi að skilja eftir pláss fyrir báðar...
„Já. Ferðamálarannsóknir sýna fram á að ferðamenn
skiptast í þjónustusinna og náttúrusinna. Ef við ætlum
bara að hugsa um þjónustusinnana þá getum við auð-
vitað malbikað allt hálendið og misst þá í leiðinni þetta
óspillta svæði. En það hlýtur að vera sjálfsögð krafa
þegar verið er að ræða framtíðarnýtingu hálendisins,
að gerðar séu vísindalegar úttektir á sálfræðilegum
áhrifum þess. Það er ekki nóg að meta bara hagræn
áhrif.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Hálendið bætir heilsuna
Páll Líndal, umhverfissálfræðingur og kennari við HÍ, segir það mikið meira en tímabært að mannleg upplifun af umhverfi sé
talin eðlilegur hluti af mati á umhverfisáhrifum. Þessa þekkingu hafi vantað á Íslandi en til að bæta úr því hefur hann ásamt
samstarfskonum sínum stofnað PRS-ráðgjöf sem er fyrsta slíka þjónustan á Íslandi. Ljósmynd/Hari
En það hlýtur að
vera sjálfsögð krafa
þegar verið er að
ræða framtíðarnýt-
ingu hálendisins,
að gerðar séu vís-
indalegar úttektir
á sálfræðilegum
áhrifum þess. Það
er ekki nóg að
meta bara hagræn
áhrif.
8 fréttir Helgin 5.-7. júní 2015