Fréttatíminn - 06.03.2015, Page 19
Sölusýning
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
Sölusýning á morgun
frá kl. 10 til 16.
Á morgun efnum við til sölusýningar í
verslun okkar.
Þar gefst tækifæri til að skoða allt hið
nýjasta sem við bjóðum, m.a. nýjar ryk-
sugur sem Siemens hefur sett á markað
og aldrei hafa verið jafn-öflugar og
jafn-hljóðlátar.
Og vitaskuld hefur Smith & Norland
síðan á boðstólum glæsilegt úrval
heimilistækja í eldhús
og þvottaherbergi.
Fjöldi tilboða í tilefni dagsins.
Veittur verður verulega
góður afsláttur.
Látið sjá ykkur og njótið dagsins með
okkur. Það verður heitt á könnunni!
Hvað á maður að gera annað? Ég hef
aldrei gert neitt annað,“ segir Gunnar
Þórðarson sem fagnar sjötugsafmælinu
í Hörpu. Allar upplýsingar um tón-
leikana má finna á Miði.is. Ljósmynd/Hari
stjörnur á einni nóttu og
voru farnir á þeyting um
landið, spilandi fimm sinnum
í viku, stuttu eftir að sveitin
var stofnuð. „Þetta eru
breyttir tímar, en á þessum
tíma voru bara svo fá bönd
að spila,“ segir Gunnar.
„Löggan fékk tíu þúsund og
húsin eitthvað svipað og svo
fengum við bara rest. Þetta
var allt miklu auðveldara en
í dag. Við vorum ungir með
fullt af peningum,“ segir
Gunnar með blik í auga. „Ég
man að ég keypti mér bíl
eftir eitt ball í Aratungu.“
Var ekkert erfitt að höndla
þetta allt saman, verandi
ungir menn með fulla vasa
fjár?
„Maður eyddi örugglega
helling í vitleysu en þetta
gekk bara vel,“ segir Gunnar.
Hljómar störfuðu í 5 ár, og
Trúbrot tók við og starfaði í
önnur fimm svo Gunnar var
gríðarlega áberandi á þess-
um árum, ásamt félögum
sínum.
„Það voru samt fullt af
öðrum góðum hljómsveitum,
en munurinn var sá að við
gáfum út plötur. Hinir gerðu
það ekki,“ segir Gunnar.
„Þegar hljómsveit gefur ekk-
ert út þá fennir yfir hana að
lokum.“
Eftir ævintýrin með
Hljómum, Trúbroti og Ðe
lónlí blú bojs vann Gunni
mikið í hljóðverum. Bæði
hér heima og í London. Hann
hefur alla tíð verið iðinn við
upptökur. „Ég var mikið í
Hljóðrita í Hafnarfirði fyrstu
árin eftir að hann opnaði,“
segir Gunni. „Það varð
sprenging þegar Hljóðriti
opnaði,“ segir hann. „Fyrir
höfðu menn bara Ríkisút-
varpið á Skúlagötu svo það
var kominn tími á hljóðver
á Íslandi. Á þessum tíma er
landið líka að stereóvæðast.
Allir að fá sér hljómflutnings-
tæki og það varð sprenging
í útgáfu. Ég tók upp fyrir
mjög marga, og allt seldist.
Ég hafði verið í London við
upptökur í tvö ár áður að
taka upp íslenska tónlist og
kom svo heim þegar Hljóðriti
opnaði. Stúdíóin voru samt
ekkert dýrari í London, það
þótti bara eitthvað töff að
fara út,“ segir Gunnar.
Saknar Rúnars
Gunnar vill lítið gefa upp
hvað verður á boðstólum
á afmælistónleikunum í
Hörpu, en segir þó víst að
hann muni flytja lög frá
öllum tímabilum sínum sem
tónlistarmaður. „Það verður
ýmislegt á boðstólunum,
aldrei að vita hvað manni
dettur í hug,“ segir Gunnar
sposkur.
Ertu alltaf að semja?
„Nei,“ segir Gunnar. „Það
er alltaf eitthvað á flugi í
hausnum og maður pikkar
bara úr. Ég er samt alltaf
með gítarinn heima. Það er
bara einhver ávani.“
Saknarðu Rúnars á svona
tímamótum?
„Já, ég geri það. Hann fór
allt of snemma,“ segir Gunn-
ar þegar hann talar um vin
sinn, Rúnar Júlíusson, sem
lést árið 2008. „Við höfðum
verið vinir í gegnum súrt og
sætt frá níu ára aldri og við
þekktumst mjög vel,“ segir
Gunnar sem tekur undir
það að Rúnar muni líklega
fylgjast með tónleikunum hjá
góðvini sínum.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Í óperunni á ég auð-
veldara með að nota
allt sem ég kann. Mað-
ur þarf að vera innan
marka þegar maður
semur popptónlist, ef
fólk á að hlusta á hana.
viðtal 19 Helgin 6.-8. mars 2015