Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.03.2015, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 06.03.2015, Qupperneq 20
Iðnó 15:00-17:00 Alþjóðlegur bAráttudAgur kvennA 2015 MarsIðnó 15:00-17:00 8. Alþjóðlegur bAráttudAgur kvennA 2015 www.teiknari.com Erlendar konur sem lenda í heimilisof- beldi eru oftast ekki með neitt tengslanet. Þessar kon- ur hafa enga fjölskyldu og kannski enga vini til að leita til þegar þær eru í hættu ... Sérstaklega á þetta við um þær sem koma frá löndum utan Schengen- svæðisins. O kkar meginhlutverk er að gefa áhugamálum og hagsmun-um kvenna af erlendum uppruna rödd í íslensku samfé-lagi,“ segir Joanna Marcinkowska, varaformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Félagið hefur verið starfandi frá árinu 2003 og er með ýmsa fasta viðburði sem fjöldinn allur af konum sækir en styrking tengslanets kvenna er annað af mark- miðum félagsins. „Við erum með jafningjaráðgjöf þar sem konur koma saman og fá ráð hjá hver annarri. Þarna miðla reyndar konur til kvenna Í Póllandi töluðu allir um nælonsokka 8. mars Joanna Marcinkowska, varaformaður Samtaka kvenna af erlendum upp- runa. Félagið stendur fyrir allskyns viðburðum sem hægt er að kynna sér á heimasíðu þess og facebook-síðu. Þar má t.d. nefna dans- og listnám- skeið, Söguhring kvenna í samstarfi við Borgarbóka- safnið og Þjóðlegt eldhús þar sem konur af erlendum uppruna kynna landið sitt í gegnum matarmenningu. Ljósmynd/Hari sem vita ekki hvert þær eiga að snúa sér með hin ýmsu vandamál. Auk þess reynum við að taka þátt í umræðunni á opinberum vettvangi, ekki bara umræðu sem tengist konum af erlendum uppruna heldur líka ís- lenskum. Við reynum að virka eins og brú fyrir erlendar konur inn í íslenskt samfélag.“ Var ákveðin í að læra tungumálið Joanna tók við varaformennsku félagsins í fyrra en hún starfar sem verkefnastjóri í inn- flytjendamálum hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur. „Sjálf kom ég hingað fyrst sem „au-pair“ fyrir 12 árum þegar ég var að klára mastersgráðu í viðskiptafræði í Póllandi. Þetta örlagaríka ár kynntist ég manninum mínum en fór samt til baka til að ljúka námi. Eftir það kom ég í sumarfrí til að hitta hann og hef bara ekki farið síðan,“ segir Joanna og hlær. „Þegar ég ákvað að flytja fór ég að vinna í leikskóla til að æfa betur tungumálið og þar vann ég í þrjú ár. Svo ákvað ég að fara í háskólann og tók BA í íslensku sem annað mál. Ég var mjög ákveðin í að læra íslensku og var mjög heppin með samstarfsfólkið á leikskólanum sem hjálpaði mér mjög mikið. Allir sýndu mér mikla þolinmæði og töluðu alltaf við mig á íslensku.“ Atvinnuleysi meðal erlendra kvenna Joanna segir það samt ekki helst vera tungu- málið sem sé steinn í götu kvenna þegar leitað er eftir vinnu heldur sé erfiðast að fá menntun sína viðurkennda. Atvinnuleysi meðal kvenna af erlendum uppruna er mjög hátt og eitt helsta baráttumál félagskvenna er að auðvelda þessum konum að fá mennt- un sína viðurkennda og að aðstoða þær við að finna að vinnu. „Það er mjög mikil- vægt að gera allar vottanir á erlendu námi skilvirkari. Eitt af því sem við hjá félaginu höfum stungið upp á hjá aðgerðaráætlun innflytjendaráðs er að háskólinn bjóði upp á námskeið fyrir fólk sem er að sækja um starfsleyfi, t.d. í sjúkraþjálfun. Einnig höfum við stungið upp á að ef fólk fær neitun á námsmati eða vinnu, að því sé þá sagt ná- kvæmlega hvað það þurfi til að fá mennt- unina gilda.“ Erlendar konur leita sér ekki hjálpar vegna heimilisofbeldis Félagið vinnur einnig gegn kynbundnu ofbeldi og er með fulltrúa í stjórn Kvenna- athvarfsins. Joanna segir algengt að kon- ur sem búi við ofbeldi þori ekki að leita sér hjálpar. „Erlendar konur sem lenda í heimilisofbeldi eru oftast ekki með neitt tengslanet. Þessar konur hafa enga fjöl- skyldu og kannski enga vini til að leita til þegar þær eru í hættu. Svo þekkjum við þess mörg dæmi að konur eru hræddar við að gera eitthvað í málunum af ótta við að missa börnin sín. Sérstaklega á þetta við um þær sem koma frá löndum utan Schen- gen-svæðisins. Makar þessara kvenna segja þeim að ef þær geri þetta og hitt þá muni þeim verða vísað úr landi og að þær muni aldrei sjá börnin sín aftur. Við viljum ná til þessa hóps kvenna því þetta eru kon- ur sem leita ekki í Kvennaathvarfið. Það er mjög mikilvægt að upplýsa þær um rétt- indi sín og að veita þeim tengslanet innan félagsins.“ Nælonsokkar á kvennadaginn í Póllandi Joanna telur mikilvægt að nota alþjóðlegan baráttudag kvenna til að staldra við og hugsa um það sem kvennabaráttan hefur fært okkur ekki síður en að tala um baráttu- mál framtíðarinnar. „Þegar ég var að alast upp í Póllandi á níunda áratugnum þá fengu allar konur nælonsokkabuxur á þessum degi. Þetta var auðvitað vegna þess að það var skortur á nælonsokkabuxum en ein- hverra hluta vegna þá fannst körlum þetta vera helsta réttindamál kvenna á þeim tíma, að eignast nælonsokkabuxur. Dagurinn snerist aldrei um neitt annað og umræða um konur og þeirra réttindi var engin. Það var bara talað um nælonsokka 8. mars. Mér finnst þetta eitthvað sem gott er að hugsa um. Þessi dagur minnir mig á það að þó að margt sé unnið þá er svo miklu meira sem þarf að gera í baráttunni fyrir réttindum kvenna. “ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Þegar Joanna Marcinkowska, varaformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, var að alast upp í Póllandi á níunda áratugnum gáfu karlmenn konum nælonsokkabuxur á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars. Hún segir dag- inn eiga að vekja okkur til umhugsunar um allt sem hefur áunnist en líka til að berjast áfram. Eitt af baráttumálum félagsins sé að auðvelda erlendum konum að fá menntun sína metna á Íslandi og að upplýsa konur sem verða fyrir heimilisofbeldi um réttindi sín. Þær hafi ekkert tengslanet og leiti sér ekki hjálpar af hræðslu við að missa börnin sín. 20 viðtal Helgin 6.-8. mars 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.