Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.03.2015, Side 28

Fréttatíminn - 06.03.2015, Side 28
Á dósinni af niðursoðnu sardínunum sem ég keypti hjá ostrusalanum við brasseríuna La Mascotte við rue des Abbesses segir að sardínurnar hafi verið veiddar síðsumars 2010 og stuttu síðar lagðar í jómfrúarolíu af olívum með örlitlu af sjávarsalti. Þar segir einnig að mér sé full frjálst að borða sardínurnar strax en þó ráðleggur dósin mér að bíða í nokkur ár. Sardínurnar launi þolinmæðina og verði betri og betri með hverju ári. Þær ná ekki fullum blóma fyrr en eftir tíu ár. Ef ég vil fremur bíða og njóta enn betri sardína eftir ágúst 2020 þá ráðleggur dósin mér að snúa henni tvisvar á ári svo olían leiki jafnt um allar sardínurnar sem liggja í henni – þétt, eins og sardínur í dós. Hversdagslegur kóngamatur Þetta er semsé enginn hversdagsleg K. Jónssonar-niður- suðudós heldur sardínudós með metnað og sögu; framleidd af La Perle des Dieux (Guðaperlum) í Saint Gilles Croix de Vie, hafnarbæ á vesturströnd Frakklands, skammt sunnan ósa Loire-árinnar. Þar hafa verið soðnar niður sardínur í Gend- reau-niðursuðunni í bráðum 130 ár. Guðaperlunafnið er hins vegar svo til nýtt. Því er ætlað að færa góða hefð Gendreau- niðursuðunnar til fólks sem vill góðar sardínur sem hafa verið unnar samkvæmt bestu hefðum. Og er tilbúið að borga eilítið aukalega fyrir sardínur sem hafa fengið að eldast og þroskast í dósinni. Og La Perle des Dieux er ekki eina vörumerkið sem selur árgangs-sardínur í Frakklandi. Þau eru þó nokkur. Frakkar hafa lengi kunnað að meta góðar sardínur, ekkert síður en Spánverjar eða Portúgalir. Og þeir kunna líka að sjóða sardínurnar sínar niður. Og gera það auðvitað með sínu lagi. Á síðustu árum hefur eftirspurn eftir gæða sardínum vaxið í Frakklandi og líka víðar um heim og gömlu verksmiðjurnar hafa verið að aðlaga sig að þörfum vaxandi markaðar og læra að selja vörur sínar til fólks sem kannski ólst ekki upp við að þekkja virkilega góðar niðursoðnar sardínur. Hagnýtur hermannamatur Niðursuðan er auðvitað frönsk, eins og svo margt sem tengist góðum mat. Eða svo segir hin opinbera saga. Hún er sú að franski herinn hafi árið 1795 heitið verðlaunum hverjum þeim sem gæti fundið upp aðferð til að geyma mat handa hernum svo hann gæti farið hraðar yfir og um lönd sem búið var eyða. Herinn hét 12 þúsund frönkum í verðlaun, sem var dágóð upp- hæð, þótt ég kunni ekki að reikna hana út á núvirði. Verð- launin hreppti Nicolas Appert konfektari. Aðferð Nikulásar var steikja og sjóða kjöt í sósu og hella síðan kássunni á flöskur barmafullar og loka svo að ekkert loft kæmist að. Og láta flöskurnar síðan í heitt vatnsbað á eftir til að ljúka elda- mennskunni. Þetta var náttúrlega stórkostlegt afrek hjá Nicolas Appert að láta sér detta þetta í hug 67 árum áður en Louis Pasteur tókst að sýna fram á hvers vegna matur spilltist og hvers vegna hitun og lofteinangrun gat varðveitt hann. Og þessi nýja uppgötvun átti eftir að tryggja Napóleon og herjum hans marga sigra. Þeir gátu ferðast lengra og hraðar en aðrir herir og á endanum fóru þeir náttúrlega of langt. Það er lífsins gangur. Nýskapaður hefðarmatur Án þess að gera lítið úr uppgötvun Nicolas Appert má benda á að hún var ef til vill ekki svo ný. Fólk hafði kunnað lengi að varðveita mat með því að sjóða hann niður. Nicolas hefur lært að sykursjóða ávexti og ber þegar hann lærði iðn konfektera. Sykrun ávaxta höfðu Evrópumenn lært af múslimum, sem líklega höfðu lært það af Kínverjum. Ávextir eru þá soðnir í sírópi eilítið undir suðumarki þar til sykurinn hefur bundist ávextinum inn að kjarna. Eftir það geymist ávöxturinn von úr viti. Í Suður-Frakklandi hafði fólk líka náð fullkomnum tökum á að sjóða kjöt niður við vægan hita, færa það úr pottinum í skálar eða form og hella síðan fitu yfir svo hún storknaði og einangraði kjötið frá andrúmsloftinu. Þessi aðferð er kölluð confit. Og fátt er betra en hægeldað andalæri sem er veitt upp úr fitunni sem það hefur legið lengi í og bakað eða steikt við mikinn hita svo húðin verður stökk og bragðsterk en kjötið dúnmeyrt og bragðmilt. Nicolas Appert orti inn í þessa hefð. Hann hafði ekki hug- mynd um að til væri nokkuð sem seinna yrði kallað bakteríur. Þegar hann hélt áfram að þróa aðferðir sínar byggði hann þær Sardínur sem þú geymir í tíu ár fyrir neyslu Dósamatur hefur gengið í gegnum langt niður- lægingartímabil eftir að hafa þótt ógn smartur á upphafsárum sínum. Þetta kann að vera að breytast eftir því sem hróður bestu frönsku niðursuðnanna breiðist út. Þar byggja menn á gömlum aðferðum og uppskriftum og selja árgangssardínur eins og væru þær besta vín. Það sést á þessum dósum að sardínurnar í þeim telja sig eitthvað annað og meira en K. Jónsson-sard- ínur. Sumar eru merktar veiðibátnum sem veiddi sardínurnar, löndunar- höfn og hafa ástimplaðan kjörinn fyrsta neysludag eftir tíu ár. fyrst og fremst á bragði, angan og viðkomu. Hann komst að því að kjötsoð, sósur og kássur mátti sjóða í marga klukkutíma án þess að skaðast – þær urðu jafnvel betri því lengur sem þær suðu. En annan mat mátti sjóða aðeins í skamma stund, til dæmis sardínur. Það gat jafnvel skemmt mat ef hann var látinn sjóða mínútu lengur en nauðsynlegt var. Eða svo rit- aði Nicolas Appert í minniskompur sínar fyrir rúmum tvö hundruð árum. Byltingarkenndur nútímamatur Appert konfektari sauð sinn mat í flöskur en það var annar Frakki sem fann upp dósina, uppfinningamaðurinn Philippe de Girard. Meira segir ekki af honum enda seldi hann uppfinningu sína til breskra kaupmanna sem tóku til við sjóða niður kjöt fyrir breska herinn. Þessi saga væri á engan hátt áhugaverð nema fyrir þá staðreynd að það leið næstum hálf öld þar til amerískur uppfinningamaður fann upp dósaupptakarann. Þessi fyrstu fimmtíu ár voru því mikið niðurlægingartímabil fyrir niður- suðudósina – eins og allir vita sem hafa verið í tjaldi í íslenskri rigningu með eina dós af KEA- saxbauta en engan dósahníf. En eftir þetta gerast hlutirnir hratt. Aðferðin var komin, dósin var komin, dósaupptakarinn var kominn og þegar Louis Pasteur útskýrði hvers vegna þetta allt var svona mikilvægt og stórmerkilegt gat ekkert stoppað sigurför niðursuðudósarinnar. Allt var soðið niður sem hugsanlega var hægt að sjóða niður. Það var hægt að tína full- þroska tómata af runna á Ítalíu, sjóða þá niður og borða upp undir heimskautsbaug. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvurslags bylting það var. Það var hægt að landa fullfermi af spikfeitri sardínu og sjóða hana niður og flytja langt inn í land þar sem hún sat prúð á búrhillunni þar til einhver varð svangur, kannski ári síðar. Niður- suðan opnaði fyrir flutning matvæla langar leiðir. Hún tryggði að hægt var að nýta alla uppskeruna og lækkaði því matvælaverð. Og hún gerði mögulegt að framleiða mat í miklu meira magni og fyrir miklu stærri markaði. Niðursuðan varð eitt af púslunum sem ýttu undir borgarmyndun og þær samfélagsbreyt- ingar sem síðar skópu okkar veröld. Margt af þeim leiddi til mikils góðs fyrir margt fólk. En margt var síðan hálf dapurt og óspennandi. Ómerkilegur kattamatur Eitt af því síðartalda varð niðursuðan sjálf. Eft- ir að líffræðin á bak við niðursuðuna hafði ver- ið útskýrð hverfðist vinnslan um þá vitneskju. Niðursuðan var ekki lengur sú eldamennska sem Nicolas Appert ástundaði heldur varð hún að iðnaði sem snérist um að halda bakteríum frá matnum svo hægt væri að geyma hann sem lengst. Suðutími og vinnsluaðferð var aðlöguð að nýrri þekkingu í örverufræðum. Gamlar uppskriftir gleymdust. Þetta var spennandi í nokkur ár. Niður- Sardínumauk með smjöri, sýrðum rjóma og sinnepi með franskbrauði. 4 matskeiðar af smjöri hrært saman við 2 matskeiðar af sýrðum rjóma og 2 matskeiðar af sinnepi og kryddað með pipar. Sardínur frá Bretaníu í smjöri beint úr dósinni á pönnuna. Með þessu þarf aðeins soðnar kartöflur. Smjörið hefur breyst í kryddsmjör í dósinni. Það þarf litlu að bæta við þegar lykilatriði eldamennskunnar eru löngu afgreidd. Eina sem þarf að gera er að láta dósirnar liggja í heitu vatni til að bræða smjörið, steikja sardínurnar í hluta smjörsins á pönnu og hella afganginum af smjörinu yfir eftir 2 til 3 mínútur. Sardínur úr dós með tómat, ólívuolíu, lauk og steinselju með góðu brauði. Fljótlegur og einfaldur hádegismatur. Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre gunnarsmari@frettatiminn.is 28 matartíminn Helgin 6.-8. mars 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.