Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.03.2015, Side 64

Fréttatíminn - 06.03.2015, Side 64
 Í takt við tÍmann Hekla Flókadóttir Keypti boxpúða til að geta æft heima Hekla Flókadóttir er 26 ára ljósmyndari sem ólst upp í Kópavogi og á Hvanneyri. Hún lærði ljósmyndun í London College of Communication og útskrifaðist árið 2013. Heklu finnst skemmtilegast að taka myndir af fólki og vonast til að gefa út bók með verkum sínum í framtíðinni. Staðalbúnaður Uppáhalds búðin mín er Urban Outfitters. Mér finnst skemmtilegast að klæða mig í fínni kantinum en í starfi mínu sem ljósmyndari skipta þægindin líka máli. Maður þarf oft að setja sig í ýmsar stellingar til að ná rétta sjónar- horninu. Ég reyni því að hafa fötin smart, en þægileg. Hugbúnaður Mér finnst gaman að prófa nýja hluti í hreyfingu og þegar ég var úti í London stundaði ég til dæmis Muay Thai- box. Ég var að kaupa mér boxpúða um daginn svo ég get aftur farið að boxa heima. Mér finnst líka gaman að fara í sund og út að hjóla í góðu veðri. Mér finnst alveg gaman að fara út á lífið, hvort sem það er í notalegt rauðvínsglas á Tíu dropum, kokteil á Slippbarnum eða eitthvað annað – það fer bara eftir stemning- unni. Maður hefur nú alveg gaman af sjónvarps- glápi inni á milli. Ég horfi meira á sjónvarpsþætti en bíómyndir, til dæmis Grey’s Anatomy, The Good Wife og Elementary. Lj ós m yn d/ H ar i Vélbúnaður Ég er með iMac, Macbook, iPhone og nýjasta fjöl- skyldumeðlimurinn er iPad. Ég er alveg Mac í gegn. Uppáhalds öppin mín eru Hipstamatic og Pinterest. Ég nota líka Facebook og Instagram, það er alveg nóg af samfélagsmiðlum fyrir mig. Aukabúnaður Ég er mikill sælkeri og finnst dásamlegt að borða góð- an mat. Humar er í miklu uppáhaldi en annars er ég frekar mikil alæta. Ég hef gaman af að elda en geri ekki nóg af því. Mér finnst hins vegar rosa gaman þegar eldað er fyrir mig. Þegar ég borða úti fer ég til dæmis á Saffran eða Serrano. Best er samt Austur Indíafjelagið en maður fer kannski ekki oft þangað. Ég hef gaman af að ferðast og prófa nýja hluti. Mér finnst alltaf æði að fara í Seljalandslaug og mun örugglega fara þangað með flothettuna mína í sumar. Það eru hrikalega margir fallegir staðir á Íslandi og ég stefni á að finna fleiri á næstunni. www.lyfogheilsa.is www.lyfogheilsa.is DERMOCARE FOR ALLERGIC AND SENSITIVE SKIN Pharmaceris A is a comprehensive line of dermocosmetics focused on regulating the skin’s immune system and soothing any irritation. It stimulates the development of protective and bene cial micro ora of the epidermis, which reduces hypersensitivity of the skin, actively prevents irritation, redness, itching and burning sensations. Essential active ingredients: • Immuno-Prebiotic and Leukine-Barrier™ • Dermolipids • D-panthenol and Allantoin HIGH TOLERANCE AND EFFICACY CONFIRMED IN CLINICAL AND DERMATOLOGICAL STUDIES ON SENSITIVE AND ALLERGIC SKIN. HYPOALLERGENIC. Allergy-free comfort restored healthy skin www.pharmaceris.com . Dermoinnovations for problem skin. PharmacerisA_A4_eng_v2.indd 1 26.02.2014 08:10 húðlæknasnyrtivörur fyrir ofnæmishúð Heilbrigð húð laus við ofnæmi A vörulínan frá Pharmaceris inniheldur virk innihaldsefni sem hjálpa til við að koma jafnvægi á ónæmiskerfi húðarinnar. Vörurnar róa og sefa viðkvæma húð um leið og þær styrkja verndandi yfirborð húðþekjunn r. Þannig koma þær í veg fyrir ofurviðkvæmni húðarinnar og draga úr ex- emi, ertingu, roða, kláða og brunatilfinningu. Húðin verður heilbrigðari, mýkri og frískari. Virk innihaldsefni: l Immuno-Prebiotic og Leukine-Barrier™ l Dermolipids l D-panthenol og Allantoin Húðlæk asnyrtivörur gegn húðvandamálum. .norberg.is öryGGi oG ÁranGur varanna fyrir ofnæmishúð hEfur vErið staðfEst af húðlæknum fæ s t í apótEk u m Reykjavíkurdætur, Ylja, Lára Rún- ars og ljóðskáld frá jaðarbókaútgáf- unni Meðgönguljóð, koma fram á Loft hostel í Bankastræti á sunnu- dagskvöldið í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Meðgönguljóð er félag ungra ljóðskálda. Hópurinn leggur sitt af mörkum við að færa þungann í útgáfu aftur til listamanna, veita stuðning til athafna og í leiðinni gera íslenskan grasrótarkveðskap aðgengilegri. Ljóðskáldin sem lesa upp á sunnudagskvöldið eru Ásta Fanney Sigurðardóttir, Bergþóra Einarsdóttir, Krista Alexanders- dóttir, Valgerður Þóroddsdóttir og Kristín Svava Tómasdóttir. Tón- listaratriðin verða öll frá áberandi listakonum. Reykjavíkurdætur hafa slegið í gegn á undanförnum mán- uðum með rappi sínu um jafnrétti kynjanna og frelsi kvenna, Yljurn- ar, Gígja og Bjartey, hafa sungið sig inn í hjörtu landsmanna að undan- förnu og platan þeirra Commotion fékk góðar viðtökur um síðustu jól. Lára Rúnars hefur á undanförnum áratug verið í fararbroddi ungra kvenna í tónlistarútgáfu og gefur út sína fimmtu plötu á næstu mán- uðum. Hátíðin mun hefjast klukkan 20 á sunnudaginn.  tónleikar Baráttudagur kvenna á sunnudag Kvennafans á Loft hostel 64 dægurmál Helgin 6.-8. mars 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.