Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 24.04.2015, Qupperneq 2
Höfum rútur af öllum stærðum og gerðum, vel búnar til aksturs hvort sem er innan- eða utanbæjar. ÞÓRSMÖRK OG LANDMANNALAUGAR Daglegar ferðir frá 13. júní til 15. september. Ekið í Langadal, Bása og að skála í Landmannalaugum. Tilvalið að fara dagsferð eða gista á milli ferða. Skoðið tímatöflur og brottfararstaði á trex.is. Hesthálsi 10 - 110 Reykjavík - sími: 587 6000 - info@trex.is - www.trex.is TAKTU RÚTU! Bókanir &upplýsingar á TREX.IS LEITIÐ TILBOÐA! Bryndís hlýtur enn ein verðlaunin É g hef alltaf verið mjög stoltur af því að vera Íslendingur,“ segir fallhlífar-stökkvarinn Kristján Hjálmarsson sem ætlar að stökkva tíu fallhlífarstökk á einum degi í háloftunum yfir Arizona þann 30. maí næstkomandi. Tilgangurinn er að safna 4000 dollurum sem munu svo renna í sjóð hvalaverndunarsamtakanna WDC. Hvalaskoðun eða hvalveiðar Kristján segist vera Akureyringur í húð og hár þó svo hann hafi búið í Bandaríkjunum frá 11 ára aldri. „Fólk hér í Bandaríkjunum fyllist alltaf jafn mikilli aðdáun þegar ég segist vera frá Íslandi og flestir segjast dreyma um að heimsækja okkar fallega land. En ég finn líka fyrir því hér í Banda- ríkjunum hvernig hvalveiðar Íslendinga eru að skemma ímynd landsins og það finnst mér sorglegt. Ég er á móti hvalveið- um og sé ekki hvernig Ísland getur haft efnahagslegan ávinning af því að halda áfram að drepa þá, ferðamennskan og hvalaskoðunin hlýtur að vega þyngra.“ Ekki allir Íslendingar fylgjandi hval- veiðum Kristján segist hafa verið heillaður af hafinu frá því að hann var lítill drengur og þar að auki sé hann mikill dýravinur. „Ég gleymi því ekki þegar ég fór fyrst í skemmtigarðinn „Seaworld“ og sá höfr- unga sýna listir sínar. Ég skildi ekki fögnuð áhorfendanna heldur fylltist bara sorg yfir örlögum þessara gáfuðu skepna sem hoppuðu þarna í lítilli sundlaug fyrir spennta ferðamenn. Síðan hefur mér ver- ið sérstaklega annt um velferð hvalanna. Þegar ég kynntist svo nýlega starfsemi WDC, Whale Dolphin Conservation, sá ég tækifæri til að nota fallhlífarstökk til að safna peningum og vekja athygli á málstaðnum. Þarna er ótrúlega mikið af góðu fólki að vinna óeigingjarnt starf og það finnst mér aðdáunarvert. Mig langar líka, sem Íslendingur hér í Arizona, að berjast fyrir hvalina svo fólk sjái að það eru ekki allir Íslendingar fylgjandi hval- veiðum.“ Hægt er að heita á Kristján vilji menn leggja sitt af mörkum til bjargar hvölunum á þessari síðu: https://www.justgiving.com/KrisWDC Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Vann 27 milljónir í Víkingalottói Íslendingur hlaut annan vinning í Víkingalottóinu í vikunni og fékk í sinn hlut tæpar 27 milljónir króna. Sigurvegarinn var með áskriftarmiða. Tveir Norðmenn hlutu fyrsta vinning og fá í sinn hlut tæpar 40 milljónir á mann. Aurum-málið aftur í hérað Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar Íslands á miðvikudag. Þar með féllst Hæstiréttur á ómerkingarkröfu Helga Magnúsar Gunn- arssonar vararíkissaksóknara á meðferð málsins fyrir héraðsdómi sem byggð var á því að einn meðdómari málsins hefði verið vanhæfur til að fjalla um það. Um er að ræða Sverri Ólafsson en hann er bróðir Ólafs Ólafssonar, sem nýlega var dæmdur í Al-Thani málinu. Sakborningar í Aurum- málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrum for- stjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrum framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, Jón Ásgeir Jóhannesson aðaleigandi og Bjarni Jóhannsson sem var viðskiptastjóri Glitnis. Þeir voru sýknaðir af ákæru um umboðssvik í héraðsdómi í fyrra en málið fer nú aftur fyrir héraðsdóm. Icelandair skoðar að taka upp töskugjöld Icelandair skoðar nú hvort taka eigi upp tösku gjöld, en ekki hef ur verið tekin ákvörðun þar um. Á vefnum Túristi.is segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair: „Þessi mál eru í stöðugri skoðun og þróun hjá okk ur, eins og svo mörg um öðrum flug fé lög um, en ákv arðanir hafa ekki verið tekn ar um breyt ing ar.“ Sjö af sextán flugfélögum sem hingað fljúga inn- heimta töskugjöld. Bryndís Björgvinsdóttir hlaut barnabókaverðlaun skóla- og frí- stundaráðs Reykjavíkur fyrir bókina Hafnfirðingabrandarann sem kom út fyrir síðustu jól. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða á miðvikudag. Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassel fengu verðlaunin fyrir þýðingu sína á Eleanor og Park. Bryndís hefur sópað að sér verðlaunum fyrir bókina. Hún hefur til að mynda hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin og Fjöruverðlaunin.  Veiðar Íslenskum fallhlÍfarstökkVara annt um Velferð hVala Kristján mótmælir hval- veiðum með fallhlífarstökki Fallhlífarstökkvarinn Kristján Hjálmarsson hefur verið heillaður af hafinu og hvölum frá því hann var drengur á Akureyri. Nú býr hann í Arizona í Bandaríkjunum þar sem hann segist upplifa neikvæða umræðu í garð Íslendinga vegna hvalveiða. Hann ætlar að leggja hvölunum lið með því að stökkva 10 sinnum úr flugvél á einum degi. Kristján Hjálmarsson ætlar að stökkva 10 sinnum úr flugvél í háloftunum yfir Arizona-ríki í Bandaríkjunum. Tilgangurinn er að safna áheitum sem munu renna í sjóð hvalaverndunarsamtakanna WDC. Mig langar líka, sem Íslendingur hér í Ari- zona, að berjast fyrir hvalina svo fólk sjái að það eru ekki allir Íslendingar fylgjandi hvalveiðum. Siggi Sigur- jóns leikur í kvikmyndinni Hrútum sem frumsýnd verður í maí. Alls gætu 12 íslenskar myndir komið í kvikmynda- hús í ár.  BÍó allt að 12 Íslenskar kVikmyndir frumsýndar Í ár Útlit fyrir metár í frumsýningum í ár Útlit fyrir metár í frumsýningum ís- lenskra kvikmynda í ár en allt að tólf myndir gætu ratað á hvíta tjaldið áður en árið er liðið. Þegar hafa bíógestir getað séð Fúsa eftir Dag Kára Pétursson, Austur eftir Jón Atla Jónasson og Blóðberg eftir Björn Hlyn Haraldsson, sem reyndar var frum- sýnd í sjónvarpi. Samkvæmt samantekt vefsíðunnar Klapptré.is gætu níu myndir bæst við og þá er ótalin stórmyndin Everest sem gulldrengurinn Baltasar Kormákur frumsýnir. Tvær myndir verða frumsýndar strax í næsta mánuði; Bakk eftir Gunnar Hans- son og Davíð Óskar Ólafsson og Hrútar eftir Grím Hákonarson. Hinn 19. júní ráðgerir Snævar Sölvason að frumsýna gamanmyndina Albatross og 17. júlí verður Webcam eftir Sigurð Anton Frið- þjófsson frumsýnd. Í haust frumsýnir Ás- grímur Sverrisson kvikmyndina Reykja- vík og Rúnar Rúnarsson Þresti. Óvíst er með frumsýningu þriggja síð- ustu myndanna. Þær eru Sumarbörn eftir Guðrúnu Ragnarsdóttir, en henni hefur ítrekað verið frestað og deilt er um fjár- mögnun, Reykjavik Porno eftir Graeme Maley og Fyrir framan annað fólk eftir Óskar Jónasson. 2 fréttir Helgin 24.-26. apríl 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.