Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Side 54

Fréttatíminn - 24.04.2015, Side 54
Úr verkinu Útlenski drengurinn þar sem Dóri DNA fer með eitthvað aðalhlutverk- anna.  LeikList sviðsListahátíð fyrir aLLa Ó keypis leik- og danssýning-ar fyrir alla fjölskylduna verða á boðstólum á þriðju sviðslistahátíð ASSITEJ á Íslandi, sem farið hefur fram í vikunni og lýkur á morgun, laugardag. Dans- og leiksýningar af ýmsum toga fyrir börn, unglinga og alla hina. Vinnusmiðjur og fjöldinn allur af skemmtilegum viðburðum. Sýningarstaðirnir verða þrír að þessu sinni. Tjarnarbíó, Iðnó, Dansverkstæðið og Þjóðleikhús- ið verða öll með fjölbreytta dag- skrá alla helgina. Allir viðburðir hátíðarinnar eru ókeypis. Miða er hægt að nálgast klukkutíma fyrir sýningu á hverjum sýningarstað. Skólasmiðjur og skólasýningar eru þó ekki opnar almenningi. Meðal þeirra sýninga sem verða á há- tíðinni eru Lífið-drullumall, Stór- skemmtilegt drullumall á mörk- um leikhúss og myndlistar. Lífið fjallar um sköpunarkraft, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold. Dansleikhópurinn Cie Divergences frá Frakklandi flytur söguna af Rauðhettu og úlf- inum á einstakan og frumlegan hátt, og Útlenski drengurinn sem sýndur hefur verið við góðan orð- stír í Tjarnarbíó í vetur. Hátíðin er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Barna- menningarhátíð, Barnamenning- arsjóði og Reykjavíkurborg. Sam- starfsaðilar eru Þjóðleikhúsið, Alliance Francaise, Listkennslu- deild LHÍ og House of Spirits. Allar nánari upplýsingar má finna á síðunni www.assitej.is -hf Sýnt á fjórum stöðum Prump í Gerðubergi Möguleikhúsið sýnir barnaleikrit- ið Prumpuhólinn í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi næstkomandi sunnudag, 26. apríl, klukkan 14. Prumpuhóllinn, sem er í leikstjórn Péturs Eggerz, segir frá Huldu sem er nýflutt úr borginni og upp í sveit. Þegar hún fer í feluleik með Halla bróður sínum vill ekki betur til en svo að hún villist og ratar ekki heim. Henni líst ekkert á þetta umhverfi þar sem allt er framandi; lyktin er náttúrufýla, grasið stingur og það eru pöddur út um allt. Við sérkenni- legan hól, sem gefur frá sér dular- full hljóð, hittir hún Steina. Hann er kátur tröllastrákur í skrítnum fötum sem segir Huldu að hóllinn sé í raun pabbi sinn. Hann hafi lent í sólargeisla og orðið að steini eftir að hafa borðað rosalega mikinn hunda- súrugraut. En hundasúrugrautur- inn varð ekki að steini. Ónei, hann ólgar enn svo drynur í hólnum. Og fýlan – maður lifandi! Leikarar í sýningunni eru þau Pétur Eggerz og Anna Brynja Bald- ursdóttir. Leikmynd og búninga hannaði Messíana Tómasdóttir. Tónlistin er eftir Guðna Franzson. Sýningin er ætluð áhorfendum á aldrinum 2ja til 10 ára og er aðeins um þessa einu sýningu að ræða. -hf Anna Brynja og Pétur í hlutverkum sínum í Prumpuhólnum. Helgin 24.-26. apríl 2015 ÓKEYPIS AÐGANGUR GARÐABÆJAR 23.-26. apríl 2015 Sjá dagskrá á www.gardabaer.is www.gardabaer.is FRIÐRIK KARLSSON WORLD JAZZ TRIO BILLIE HOLIDAY 100 ÁRA! KVARTETT KATRINE MADSEN TRÍÓ ARONS OG INGIBJÖRG FRÍÐA Fim 23. apr. kl. 20:30 Kirkjuhvoli Vídalínskirkju Fös 24. apr. kl. 20:30 Kirkjuhvoli Vídalínskirkju STÓRSVEIT TÓNLISTARSKÓLA GARÐABÆJAR OG STRENGJASVEIT Sun 26. apr. kl. 15:00 Kirkjuhvoli Vídalínskirkju Lau 25. apr. kl. 17:00 Haukshúsi ÁlftanesiLau 25. apr. kl. 14:00 Jónshúsi, Strikinu 6 Lau 25. apr. kl. 20:30 Kirkjuhvoli Vídalínskirkju TRÍÓ SIGURÐAR FLOSASONAR SPILAR BILLIE HOLIDAY Gestir: Jóhanna Vigdís Arnardótir og Jón Svavar Jósefsson Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur - vinna með þér Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað Flott hönnun – frískt og glaðlegt útlit Verið velk omin í ve rslun RV og sjáið ú rvalið af glæsilegu m hágæða p ostulínsbo rðbúnaði.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.