Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 38
38 heilsa Helgin 24.-26. apríl 2015  Heilsa sjúkraþjálfarar vilja fyrirbyggja meiðsli frekar en vinna með afleiðingarnar 3x15 Kolvetnaskert, próteinríkt og fitulaust Hentar fyrir LKL mataræði H VÍ TA H Ú SI Ð / S ÍA Hámarks hreyfanleiki – lágmarks meiðsli Þrír sjúkraþjálf- arar kynna nýja veikleika- greiningu sem leggur áherslu á að fyrir- byggja meiðsli. Með greining- unni er hægt að greina villur í líkamsstöðu og hreyfingum. s júkraþjálfararnir Arnar Már Kristjáns-son, Hjalti Rúnar Oddsson og Sigurð-ur Sölvi Svavarsson eru að fara af stað með nýtt verkefni sem felst í veikleikagrein- ingu sem leggur áherslu á að fyrirbyggja meiðsli. Vinna frá hinum endanum „Áhugi okkar snýr að því að fyrirbyggja meiðsli frekar en að þurfa að vinna með af- leiðingarnar,“ segja þeir. „Við höfum unnið með einstaklingum og íþróttafólki sem hafa verið að koma af illri nauðsyn vegna meiðsla eða annara þátta sem hamla framförum þeirra. Með hreyfigreiningu er ætlunin að vinna frá hinum endanum, að greina villur í hreyfistjórn, minnkaðan hreyfanleika og styrk og skekkjur í líkamsstöðu.“ Vilja koma í veg fyrir meiðsli Greining af þeirri tegund sem Arnar, Hjalti og Sigurður ætla að bjóða upp á hefur fyr- irbyggjandi gildi. „Við viljum frekar fyrir- byggja meiðsli heldur en að vinna með meiðslin eftir á. Með veikleikagreiningu er hægt að greina villur í líkamsstöðu og hreyfingum, og með þær upplýsingar getur viðkomandi komið í veg fyrir álagsmeiðsli sem og mögulegum áverka í æfingum og keppni,“ segir Arnar. Betri líkamsbeiting – betri árangur Greiningin fer þannig fram að þátttakendur svara stuttum spurningalista um líkams- rækt eða íþróttaiðkun, eðli þeirra og ákefð. Einnig er farið yfir meiðslasögu, mat og álit á eigin líkamsástandi. Loks fer fram skoð- un á líkamsstöðu og hreyfigreining þar sem skimað er fyrir veikleik- um. „Að lokinni greiningu fær hver einstaklingur sérhæft æfingapró- gramm sem hjálpar viðkomandi að hámarka skilvirkni í hreyfingum og líkamsstöðu sinni og þar af leiðandi lágmarka líkur á álagseinkennum og meiðslum,“ segir Sigurður. Greining löguð að hverri íþróttagrein fyrir sig Boðið verður upp á greiningu sem hentar hverjum hópi íþróttaiðkenda fyrir sig. „Í hreyfigreiningunni er farið yfir hreyfingar tengdar hverri íþrótt. Við erum til dæmis að setja saman skoðun fyrir Cross- Fit Reykjavík og sú skoðun er að- eins öðruvísi en almenna skoðunin þar sem það eru aðrar áherslur í crossfit. Einnig erum við að vinna að skoðun fyrir knattspyrnulið en þar eru hreyfingar sem tengjast fótbolta sérstaklega,“ segir Hjalti. „Betri tækni í íþróttum getur skipt sköpum ef þú ert að keppa. Eins er alveg jafn mikilvægt að hreyfingar einstaklingsins séu eins og best er á kosið. Betri stjórn á hreyfingum lík- amans kemur fram í betri árangri,“ segir Hjalti. Greiningin er hins veg- ar ekki eingöngu fyrir keppnisfólk í íþróttum, heldur hentar hún þeim sem hreyfa sig að staðaldri. Líkaminn þarf reglulega skoðun En af hverju ætti hinn almenni íþróttaiðkandi að fara í veikleika- greiningu á stoðkerfi? „Almennt er samfélagið sammála um að gott sé að fara í skoðun til tannlæknis ár- lega, sem og að láta skoða bílinn. Af hverju ætti ekki slíkt hið sama að gilda um stoðkerfið? Verkurinn í öxlinni hverfur ekkert frekar en „check engine“ ljósið í mælaborðinu ef þú hunsar það,“ segir Sigurður. Verkefnið er á byrjunarstigi en almenn skimun verður fljótlega í boði hjá Spörtu heilsurækt í Kópa- voginum og skimun fyrir Crossfit iðkendur verður í boði hjá CrossFit Reykjavík. Allar nánari upplýsing- ar um þetta má nálgast á Facebo- ok síðunni Maximum Mobility og fyrirspurnir má senda á netfangið maximummobility.is@gmail.com. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Sjúkraþjálfararnir Arnar Már Kristjáns- son, Sigurður Sölvi Svavarsson og Hjalti Rúnar Oddsson hafa unnið mikið með íþróttameiðsli í gegnum tíðina. Nú kynna þeir nýtt verkefni sem felst í veikleikagreiningu sem leggur áherslu á að fyrirbyggja meiðsli. Mynd/Hari TRÓPÍ fæst núna líka í 1. lítra fernum Náttúru- lega góði safinn © 20 15 T he C o ca C o la C o m p an y - al l r ig ht s re se rv ed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.