Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 28
ast haft forgang,“ segir hún. „Mig langar í leiklistarnám seinna meir. Ég reyndi við leiklistarskólann hér heima fyrir tveimur árum og komst ekki inn, en mig langar meira í nám erlendis þar sem hægt er að blanda leik og tónlist meira saman.“ Sveitastúlka inn við beinið María vekur mikla athygli hvar sem hún kemur, eins og algengt er með- al þeirra sem vinna undankeppni Eurovision. Hún segir það bara vera gaman, ennþá. „Það er svolítið mik- ið um það að fólk komi upp að mér og vilji fá mynd og slíkt. Ég fór út að borða um daginn og var ekki búin að vera á staðnum í tvær mínútur þegar fólk vildi fá mynd af mér, með sér,“ segir María. „Mér finnst það samt bara gaman, ennþá,“ segir hún og hlær. „Það eru margir úr brans- anum sem segja mér að bíða bara róleg, þetta hætti að vera gaman. Núna er mér alveg sama,“ segir María. Hópurinn sem tekur þátt í laginu Unbroken heldur til Vínar 13. maí og þann 21. maí er seinna undan- úrslitakvöldið þar sem Ísland stíg- ur á svið. Aðalkeppnin sjálf er svo laugardaginn 23. maí. María segir hópinn vera mjög samstilltan. „Það er búið að setja upp plan fyrir mig þarna úti og það er ekki mínúta sem fer til spillis sýnist mér,“ segir hún. „Ég er með það markmið að komast á úrslitakvöldið. Ég held að það sé takmarkið hjá öllum hópnum.“ Ertu Eurovision nörd? „Já, ég held það. Nördarnir mundu líklega ekki kalla mig nörd, en ég hef mjög mikinn áhuga á þessari keppni og hef alltaf haft,“ segir María. „Ég get ekki misst af neinu í þessari keppni.“ María segir að æskuárin á Blönduósi eigi stóran part í sér. Hún er mikil sveitastúlka og var ró- legt barn. „Mamma og pabbi eiga sveitabæ hjá Blönduósi og keyra mikið á milli,“ segir hún. „Þau eru nýbúin að taka við býlinu af ömmu og afa og ætli það endi ekki með því að þau flytji alveg norður. Ekki al- veg í nánustu framtíð, en það kemur líklega að því. Ég var mjög rólegur krakki,“ segir María. „Var mjög feimin nema þegar kom að því að standa uppi á sviði og syngja eða leika. Þá var eins og feimnin færi. Mamma sagði að ég hefði bara setið og þagað,“ segir hún. María gekk í skóla í Mosfellsbæ og þaðan í Verzlunarskóla Íslands. Hún segist eiga stóran vinahóp sem sé blanda af Mosfellingum og verslingum. „Það er ekkert ósvipað því og að búa úti á landi, að búa í Mosó,“ segir María. „Það var líka ein ástæða þess að við fluttum þang- að. Það er þétt samfélag og gott. Ég fór í Versló því ég hafði fylgst með systur minni fara þangað,“ segir hún. „Mig langaði mjög mikið að taka þátt í nemendasýningunum þar, sem er gríðarleg reynsla. Ég eignaðist marga vini í nemendasýn- ingunum.“ Fæ að segja mína skoðun María verður með þéttan hóp at- vinnumanna með sér í Vín í maí og munu reynsluboltarnir Hera Björk og Selma Björns fylgja hópnum og aðstoða Maríu í þeim frumskógi sem Eurovision getur verið. „Hera er búin að hjálpa mér mikið á þeim stutta tíma sem við höfum hist,“ seg- ir María. „Það verður mjög þægilegt að vita af henni með í ferðinni.“ María var í námi við Kennarahá- skólann fyrir undankeppnina en eftir sigurinn sá hún ekki fram á að geta klárað veturinn og tók sér því frí. Hún segir að undirbúningurinn fyrir Eurovision sé einfaldlega of tímafrekur til að hægt sé að vera í fullu námi með. „Ég var að læra að kenna tónlist, leiklist, söng og dans,“ segir María. „Ég átti að fara í vettvangsnám í vetur sem hefði þýtt mikinn tíma og skuldbindingu sem ég hefði ekki getað sinnt eins vel og ég vildi, sökum undirbúnings fyrir keppnina. Mig langar samt að halda áfram og aldrei að vita nema ég byrji aftur næsta haust.“ Eurovisionhópurinn hittist í hverri viku og segir María að hún sé með einhver plön daglega. „Það er eiginlega orðið þannig, já,“ segir hún. „Strákarnir í StopWaitGo eru að semja meira efni fyrir mig og við erum að vinna í því. Það er von á tveimur lögum sem munu koma út á næstu vikum. Þetta efni er í ætt við Unbroken en ég er mjög opin fyrir allri tegund tónlistar,“ segir María. „Ég veit samt ekki alveg í hvaða átt ég fer á endanum. Ég hef verið að koma fram svona tvisvar í viku að undanförnu og það er mjög skemmti- legt. Það er þægilegt að hafa strák- ana á bak við sig í þessu öllu saman,“ segir hún. „Ég hef þekkt þá í nokkur ár og þeir vita hvað ég vil og slíkt. Ég Hvað ef ég verð fyrst til þess að komast ekki í úrslitin í nokkur ár? Mér verður vonandi fyrirgefið ef það tekst ekki, að minnsta kosti á end- anum fæ að hafa mínar skoðanir og leggja mitt til málanna.“ Sauðburður í uppnámi vegna Eurovision María fylgist mikið með keppninni og heldur með Svíum í ár. „Þeir eru beint á eftir okkur og ég held að lag þeirra sigri í keppninni,“ segir hún. „Ég hef samt ekki oft rétt fyrir mér. Eina lagið sem hefur unnið, sem ég hef spáð sigri, er Euphoria. Það spáðu líka allir því að það ynni,“ segir hún. Fjölskylda Maríu er gríðarlega spennt fyrir þátttöku hennar í keppninni og margir eru nú þeg- ar búnir að kaupa sér farmiða til Vínar. „Þau koma öll daginn fyrir undanúrslitakvöldið,“ segir María. „Þau eru öll mjög spennt, en pabbi er smá stressaður af því að það er sauðburður á sama tíma. Afi ætl- ar þó að sjá um það svo pabbi geti komið út,“ segir hún brosandi. „Öll mín nánasta fjölskylda er að koma og örugglega um 50 manns sem eru að fylgja mér og strákunum.“ María er yngst af fjórum systk- inum og segir sig vera ósköp eðli- lega stelpu úr Mosó. „Ég mundi segja það,“ segir hún og hlær og er greinilega ekki vön spurningum um sjálfa sig. „Ég er ósköp venjuleg. Margir sem þekkja mig fyrir, trúa því ekki að sjá mig í einhverjum við- tölum og slíku því ég var alltaf þessi feimna sem sagði ekki neitt,“ segir hún. „Ég er þó alltaf að verða betri í þessu og venjast þessu meira. Fyrst þegar ég byrjaði að tala við fjölmiðla þá nánast stamaði ég, en ég er að komast í æfingu með þetta.“ Hvar sérðu þig eftir tíu ár? „Úff, ég veit það ekki,“ segir hún. „Vonandi að starfa við tónlist eða leiklist eða hvort tveggja. Það er erf- itt að svara þessu. Ég ætla að halda áfram að byggja upp minn feril en svo missir maður kannski áhugann og fer að gera eitthvað allt annað, hver veit?“ Hvert er uppáhalds Eurovision- lagið þitt? „Euphoria og All Out Of Luck með Selmu,“ segir María, án þess að hika. „Ég var líka mikill aðdá- andi Birgittu Haukdal þegar hún fór út – og er enn. Þegar ég var krakki að syngja tónlist heima þá var Írafár það eina sem komst að.“ María segir smá pressu á sér að keppa í Eurovision, en finnst hún samt á jákvæðum nótum. „Það er alltaf smá pressa að komast í úr- slitakvöldið,“ segir hún. „Hvað ef ég verð fyrst til þess að komast ekki í úrslitin í nokkur ár? Mér verður vonandi fyrirgefið ef það tekst ekki, að minnsta kosti á endanum,“ segir María og brosir. Líklega hefur hún rétt fyrir sér. Það er varla hægt að vera fúll út í Maríu Ólafsdóttur. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Nördarnir mundu líklega ekki kalla mig nörd, en ég hef mjög mikinn áhuga á þess- ari keppni og hef alltaf haft,“ segir María. „Ég get ekki misst af neinu í þessari keppni.“ Ljós- myndir/Hari 28 viðtal Helgin 24.-26. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.