Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Page 64

Fréttatíminn - 24.04.2015, Page 64
viðhald húsa Helgin 24.-26. apríl 20154 NT 35/1 Tact Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. NT 45/1 Tact Te Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur, rafmagnstengill. NT 55/1 Tact Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir 2,5m 35mm barki, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. NT 25/1 Ap Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. Takki fyrir hreinsun á síu. Iðnaðarryksugur Fyrir bæði blautt og þurrt Sjálfvirk hreinsun á síu Tengill Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð Sjálfvirkur hurðaropnunarbúnaður fyrir húsfélög og fyrirtæki, ásamt uppsetningu og viðhaldi. Hentar vel fyrir aðgengi hreyfihamlaðra. Fluttu inn í húsið án eldhúss Astrid og Birgir kynntust í Belgíu, en Astrid er þaðan og er menntaður sagnfræðingur. Birgir er arkitekt og starfaði sem slíkur í Belgíu í rúm tuttugu ár. Þegar þau fluttu til Íslands bjuggu þau í leiguhúsnæði áður en þau keyptu húsið á Vesturgötunni. „Við höfðum einungis tvo mánuði til að gera húsið íbúðarhæft, þar sem leigusamningnum okkar var sagt upp. Við náðum því að mestu leyti, en eldhúsið var reyndar ekki tilbúið þeg- ar við fluttum inn svo það skapaðist ákveðið ástand,“ segir Birgir og hlær. Engin ástæða til að breyta hinu upprunalega „Þegar við keyptum húsið vildum við komast að ástandi upprunalega gólf- efnisins og þurftum því að rífa nokk- ur lög af hinum ýmsu efnum,“ segir Astrid. Við þá vinnu bættust fimm sentimetrar við lofthæðina. „Það hentaði ágætlega þar sem fólk var jú mun lágvaxnara hér áður fyrr,“ segir Birgir. Meðal framkvæmda sem Birg- ir og Astrid réðust í var að skipta um þak. „Við skiptum bárujárnsþakinu út fyrir timburþak. Undir bárujárninu var upprunalega timburþakið sem kallast skarsúð. Við vildum halda í upprunalegu hönnunina og fluttum inn timbur og tjöru frá Noregi. Hægs- prottin málmfura varð fyrir valinu, en hún er mjög sterk,“ segir Birgir. „Það er engin ástæða til að breyta hinu upprunalega. Við ákváðum að fjarlægja bárujárnsþakið því okkur fannst það einfaldlega ekki fara hús- inu, enda ekki hannað þannig.“ Snýst um að lesa í húsin Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hjónin ákveða að gera upp gam- alt hús. „Ég gerði upp mörg hús í Belgíu og teiknaði margar breyt- ingar fyrir mun eldri hús en þetta, til dæmis kastala sem byggðir voru á 12. öld,“ segir Birgir. Auk þess er húsið sem fjölskyldan á í Brus- sel frá 17. öld og gerðu þau ýms- ar breytingar á því. „Þar þurftum við, líkt og hér, að grafa okkur í gegnum alls konar lög af gólfefni til að sjá upprunalegt ástand húss- ins,“ segir Astrid. Birgir segir að það geti verið vandasamt verk að ákveða hverju eigi að halda og hverju ekki. „Gamlir hlutir geta bæði verið áhugaverðir og óáhuga- verðir. Þetta snýst hins vegar um að finna hvað er skemmtilegt í sög- unni. Þetta snýst um að lesa í húsin og sjá hverju maður getur breytt án þess að skemma.“ Vilja nýta það sem sagan býður upp á Klæðningin sem er á húsinu er í stíl við upprunalegu klæðninguna en Birgir og Astrid vilja reyna að endurvekja hana. „Hún er þarna undir niðri en það mun kosta tíma og peninga að ná henni fram.“ Í sumar hyggjast þau mála húsið að utan, auk þess sem þau hafa fengið styrk frá Minjastofnun Íslands til að lagfæra hleðsluna á húsinu og koma henni í upprunalegt form. Hann bendir þó á að fjölskyldan sé fyrst og fremst að búa sér til nútíma- legt heimili, en ekki safn. „En við viljum að sjálfsögðu nýta það gamla og skemmtilega í sögunni eins og hægt er.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Sonur fyrsta eigandans teiknaði fyrir Disney Stefán Þórðarson seldi húsið á Vesturgötunni skömmu eftir að hann keypti það og fluttist til Vesturheims ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Þórar- insdóttur. Stefán gerðist síðar bæjarstjóri í Manitoba. Stefán og Sigríður eignuðust fjögur börn og einn sona þeirra, Charles Thorson, starfaði sem teiknari fyrir Disney. Hann tók þátt í að þróa hinar ýmsu persónur sem allir þekkja í dag, þar á meðal Kalla kanínu. Charles gekk undir nafninu Cartoon Charlie og tók meðal annars þátt í að teikna Mjallhvíti og dvergana sjö. Sex dverganna voru hannaðir alfarið af honum og til eru heimildir þess efnis að hann hafi einnig tekið þátt í að semja söguþráðinn. Vesturgata árið 1890. Húsið sem Birgir og Astrid búa í er byggt árið 1882 og er til hægri á myndinni. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Astrid og Birgir kunna vel við sig á Vesturgötunni. „Miðbærinn er heillandi og við elskum andrúmsloftið og arkitektúrinn,“ segir Astrid. Mynd/Hari Veggurinn í viðbyggingunni, sem var líklega byggð um 1920, er hluti af upprunalegu klæðningunni utan á húsinu. Mynd/Hari

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.