Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Síða 11

Fréttatíminn - 24.04.2015, Síða 11
Nýjar Siemens uppþvottavélar Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Nýjar uppþvottavélar frá Siemens með Zeolith®-þurrkun sem er afburðagóð og árangursrík þurrkun og byggist á að láta hið náttúrulega steinefni seólít soga í sig raka og gefa frá sér hita. Orkuflokkur A+++. Þurrkhæfni A. 13 manna. Fimm kerfi. Sérlega hljóðlátar: 44 dB (re 1 pW). Barnalæsing. „aquaStop“- flæðivörn. Stytta má vinnslutímann á öllum kerfum vélanna. Eitt sjálfvirkt kerfi. Siemens uppþvottavélar hafa lent í fyrsta sæti hjá virtum neytendasamtökum í Evrópu undanfarin ár. -allt svo glitrandi og þurrt! Kynningarverð: 109.900 kr. Uppþvottavél, SN45M208SK (hvít) Uppþvottavél, SN45M508SK (stál) Kynningarverð: 122.900 kr. Við leggjum áherslu á hágæða vörur og fyrsta flokks þjónustu á góðu verði. „All in 1“ uppþvotta- töflurnar frá Finish fylgja með öllum Siemens uppþvottavélum. Íslenski fáninn í sumargjöf Skátar hafa árlega frá árinu 1994 gefið öllum börnum í 2. bekk grunnskóla landsins íslenska fánaveifu fyrir sumar- daginn fyrsta. Gjöfinni fylgir bæklingur sem fræðir börnin og fjölskyldur þeirra um sögu fánans, fánareglur, meðferð fánans og notkun hans. Fram kemur í tilkynningu Bandalags íslenskra skáta að verkefnið sé unnið undir yfirskriftinni „Íslenska fánann í öndvegi“ en skátar hafa alla tíð gert fjölmargt til þess að gera veg íslenska fánans sem mestan, sérstaklega með því að fræða almenning um meðferð hans og notkun. Á meðfylgjandi mynd eru börn í Klébergsskóla á Kjalarnesi með fánann. Landspítali fær um- hverfisviðurkenningu Landspítalinn fékk umhverfisviður- kenningu umhverfis- og auðlindaráðu- neytisins á miðvikudaginn fyrir fram- úrskarandi starf að umhverfismálum. Á Landspítalanum hefur síðastliðin ár verið lögð sérstök áhersla á að auka flokkun, draga úr sóun, auka vistvæn innkaup, hvetja til vistvænna ferðamáta, hafa skýrt verklag fyrir hættulegan úrgang og að auka miðlun upplýsinga um umhverfismál. Eftir að Landspítalinn hóf að bjóða sam- göngusamninga hefur starfsmönnum sem ferðast með vistvænum hætti fjölgað. Á síðasta ári fór svo fram undirbúningsvinna vegna Svans- vottunar eldhúss og matsala spítalans og afhending Svansvottunarinnar fór fram í mars síðastliðnum. Matarsóun hefur minnkað um 40% síðan 2011 og nýlega voru tekin í notkun margnota matarbox í matsölum, í stað frauð- plastboxa sem áður voru notuð. Ingólfur Þórisson, framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Landspítala, tekur við Kuðungnum úr hendi Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra.  Myndlist tryggvi Ólafsson MyndlistarMaður gaf 210 litÓgrafíur Færði ungmennum í Reykjavík veglega sumargjöf Tryggvi Ólafsson myndlistarmað- ur færði börnum og ungmennum í Reykjavík veglega gjöf á sumar- daginn fyrsta. Tryggvi gaf alls 210 litógrafíur eftir sig. Hver leikskóli og grunnskóli í borginni fær tvær myndir og skólahljómsveitir fá graf- íkmyndir af þekktum djasstónlistar- mönnum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti gjöfinni viðtöku í Tjarnarsal Ráðhússins í gær. Við afhending- una lék kvartett úr Skólahljóm- sveit Austurbæjar og reykvísk börn færðu listamanninum gjafir; mynd- verk og nýútkomna bók með sögum 8-10 ára barna. Tryggvi Ólafsson er einn af kunn- ustu myndlistarmönnum þjóðarinn- ar en hann hefur málað í sex ára- tugi. Hann flutti nýverið aftur til Íslands eftir langa búsetu í Kaup- mannahöfn. Tryggvi fæddist á Norð- firði árið 1940 og verður því 75 ára á árinu. Á æskuárunum grúskaði Tryggvi í myndum á meðan aðrir léku sér í fótbolta en í gagnfræða- skólanum, þar sem hann tók lands- próf árið 1956, var ekki ein einasta mynd. Kveðst Tryggvi vilja tryggja að börn og unglingar geti skoðað myndir í skólanum, þrátt fyrir að tímar snjallsíma og samfélagsmiðla séu runnir upp. Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður færði börnum í Reykjavík veglega sumargjöf, 210 litógrafíur eftir sig. Hér er hann með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, Ragnari Þorsteinssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og Snorra Steini Bjarnasyni, nemanda úr Dalskóla, sem færði Tryggva sumargjöf frá börnum í Reykjavík. fréttir 11 Helgin 24.-26. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.