Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 58
Það var ekkert erfitt að hlaupa svona mikið, ég er að æfa fótbolta og þetta var ekki svo erfitt. Páll Jökull Þorsteinsson leikur aðalhlutverkið í stórri erlendri auglýsingu sem tekin var upp hér á landi í mars. Hann segir vinnuna ekki hafa verið mjög erfiða. Ljósmynd/Hari  Sjónvarp páll jökull lék í auglýSingu fyrir arla-Skyr Leið eins og prinsi við að leika í skyr-auglýsingu Hinn níu ára gamli Páll Jökull Þorsteinsson fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu fyrir Arla- skyr í Bretlandi sem tekin var hér á landi. Páll Jökull leikur á móti þekktum íslenskum leikurum og hefur hug á að verða leikari í framtíðinni. Páll segist stundum borða skyr, það sé ágætt. a uglýsing með nokkrum þjóðþekkt-um leikurum hefur farið eins og eldur um sinu á netheimum undan- farna daga. Um er að ræða auglýsingu fyrir Arla skyr sem er dönsk mjólkurvara sem á að líkjast hinu klassíska íslenska skyri. Með aðalhlutverkið í auglýsingunni fer hinn níu ára gamli Páll Jökull Þorsteinsson. Í auglýsingunni, sem gerist í smáþorpi árið 1968, hleypur Páll um götur þorpsins og sveitina í kring af miklum móð og færir fólki tíðindi úr sveitasímanum. Auglýsingin var tekin upp hér á landi í mars síðastliðnum og var Páll Jökull í tökum í sex daga, sem er í lengra lagi, sérstaklega þegar kemur að auglýsingatökum. „Tökurn- ar voru á Eyrarbakka, í Dyrhólaey og við Skógafoss,“ segir Guðbjörg Anna Jónsdóttir, móðir Páls Jökuls. „Þetta var hörkupúl hjá drengnum en það var farið svo vel með hann að honum leið eins og prinsi. Hann hafði svo gaman af þessu að það tók hann smá tíma að koma sér niður á jörðina,“ segir Guðbjörg. „Við erum öll rígmontin með hann og að springa úr stolti,“ segir hún. Í auglýsingunni, sem er um 90 sekúndur að lengd, má sjá leikara á borð við Hjálmar Hjálmarsson, Halldór Gylfason, Sigurð Sig- urjónsson og Sveppa, svo Páll Jökull var í mjög góðum félagsskap. Sjálfum finnst hon- um auglýsingin mjög fyndin. „Hún er mjög skemmtileg og þeim krökkum í skólanum sem hafa séð hana, finnst hún mjög fyndin,“ segir Páll Jökull sem gengur í Breiðagerð- isskóla og verður tíu ára á árinu. „Það var ekkert erfitt að hlaupa svona mikið, ég er að æfa fótbolta og þetta var ekki svo erfitt. Mér finnst skemmtilegast að vera í fótbolta og hjóla og vera úti að leika mér,“ segir Páll þegar hann er spurður út í áhugamálin. „Annars langar mig að verða leikari og mér þykir mjög gaman að leika,“ segir Páll sem segir skyr ekki endilega uppáhaldsmatinn sinn. „Ég borða það stundum, það er ágætt,“ segir Páll Jökull Þorsteinsson, upprennandi leikari. Auglýsingin er komin í sýningu um allt Bretland þar sem á að reyna að markaðssetja danska skyrið. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ein ákvörðun getur öllu breytt www.allraheill.is Strákarnir í ADHD halda til Bremen um helgina og funda með öðrum djössurum og troða upp í kjölfarið.  TónliST ráðSTefnan jazzahead er STærSTa ráðSTefna um djaSSTónliST í evrópu Íslenskur djass í Bremen um helgina Jazzahead er stærsta ráðstefna um djass- tónlist í Evrópu og koma viðskiptaaðilar úr djassgeiranum hvaðanæva að úr heim- inum til að heyra og sjá nýja djasstónlist og ráða ráðum sínum. Þátttakendur eru allt frá helstu djasstímaritum álfunnar til samtaka djasshátíða, útgáfufyrirtækja og bókunarskrifstofa hvers konar, ýmis konar aðila sem starfa í geiranum og að sjálfsögðu tónlistarfólks, bæði tónskálda og flytjenda hvers konar. Hátíðin er haldin í Bremen í Þýska- landi um helgina. Þátttakendur frá Ís- landi að þessu sinni verða Jazzhátíð Reykjavíkur, Sunna Gunnlaugsdóttir, Björn Thoroddsen, Stefán S. Stefánsson, Kristján Tryggvi Martinsson og hljóm- sveitin ADHD, en sveitin heldur tónleika á hátíðinni á morgun, laugardag. ADHD sendi sem kunnugt er frá sér fimmtu plötu sína fyrir síðustu jól en allar hafa þær fengið frábærar viðtökur. Í fyrsta sinn í ár verða allar Norður- landaþjóðirnar saman með bása í sama klasa og mynda þar af leiðandi norrænt djassþorp sem fær mikla athygli og um- ferð djassáhugamanna og fyrirtækja og er mikill styrkur í því, sérstaklega fyrir minni spámenn, sem fá þar aðgang að stærri áheyrendahópi. -hf Rapparinn Gísli Pálmi heldur tónleika á Húrra í Reykjavík í kvöld, föstudagskvöld. Gísli Pálmi er mikið í umræðunni þessa dagana og svo er að sjá sem hann verði umtalaðasti tón- listarmaður ársins. Fyrsta plata hans kom út í síðustu viku og seldust um fjögur hundruð eintök af henni fyrstu vikuna, samkvæmt Tónlistanum. Fyrr í vikunni kom yfirlýsing frá Jóni Mýrdal, veitingamanni á Húrra, um að eftirvæntingin og áhuginn fyrir tónleikunum væri svo mikill meðal fólks að hann benti fólki á að kaupa miða í forsölu. Sólmundur Hólm grínari var þó ekki viss um hvernig saklausum föður úr Vesturbænum yrði tekið á tón- leikum sem þessum, en var þó spenntur fyrir því að fara. Sólstafir í Ameríku Þungarokkssveitin Sólstafir lagðist nýverið í enn eina utanlandsferðina til að spila fyrir rokkþyrstan almúgann. Í þetta sinn leggja þeir undir sig Bandaríkin og Kanada og ferðast um í fjórar vikur. Túrinn hófst á miðvikudaginn í New York og endar þann 20. maí í Vancouver í Kanada. Sólstafir spila á 27 tónleikum í ferðalaginu, frá austri til vesturs og allt þar á milli. Hönnunarnemar sýna í Hafnarhúsi Útskriftarsýning nemenda í hönnun og arkitektúr í Listaháskóla Íslands verður opnuð í Hafnarhusinu á laugardag klukkan 14. Sýningarstjórar eru þau Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Huginn Þór Arason. Sýningin stendur til 10. maí og er opin daglega frá klukkan 10-17. Aðgangur er ókeypis. Styttist í Drekann Gamanþáttaröðin Drekasvæðið hefur göngu sína á RÚV hinn 1. maí næst- komandi. Talsverð eftirvænting er vegna frum- sýningar þess- ara sketsaþátta enda koma þar fyrir margir af fremstu grínurum og leikurum lands- ins af yngri kyn- slóðinni. Af þeim má nefna Sögu Garðars- dóttur, Hilmar Guðjóns- son, Ara Eldjárn, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og Birgittu Birgisdóttur. For- sýning verður í Bíó Paradís á fimmtudag í næstu viku og eftir það ætti að fara að kvisast út hvort eitthvað sé varið í þetta... Mikil spenna fyrir Gísla Pálma 58 dægurmál Helgin 24.-26. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.