Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 52
Tinna Jóhanna og Jón Pétur í hlutverkum sínum.  TónlisT TónlisTarskóli kópavogs sýnir Töfraflautan í Salnum Það er orðin rík hefð fyrir því að óperur séu settar á svið í Kópavogi á vegum Tónlistarskóla Kópavogs. Í þetta sinn verður Töfraflautan eftir W. A. Mozart frumsýnd á morgun, laugardaginn 25. apríl, klukkan 17 í Salnum. Önnur sýn- ing verður sunnudaginn 26. apríl klukkan 20. Hinn gamansami Papageno mun rekja söguþráðinn á milli söngatriða til að auðvelda börnum að átta sig á ævintýrinu um egypska prinsinn Tamino sem er villtur í ókunnu landi og verður ástfanginn af Paminu, dóttur næt- urdrottningarinnar. Papageno þarf einnig að leggja ýmislegt á sig en hreppir loks sína eigin Papagenu. Með helstu hlutverk fara þau Jón Pétur Friðriksson, Bryndís Guð- jónsdóttir, Dagur Þorgrímsson, Hugrún Hanna Stefánsdóttir, Sig- urjón Örn Böðvarsson og Tinna Jóhanna Magnusson. Töfraflautan, sem er í íslenskri þýðingu, er tilvalin f jölskyldu- skemmtun og aðgangur er ókeyp- is. -hf  HáTíð BjarTir dagar í Hafnarfirði um Helgina Andrés þakkar fyrir sig g ítarleikarinn og bæjarlista-maður Hafnarfjarðar síð-asta árs, Andrés Þór, leik- ur ásamt kvartett sínum vel valin lög úr eigin smiðju á tónleikum í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á laug- ardaginn. Á efnisskránni verður bæði nýtt og áður óútgefið efni sem og lög úr nýrri nótnabók sem kom út í tilefni af 10 ára útgáfuaf- mæli Andrésar á síðasta ári. Andr- és er einn af fremstu djassgítar- leikurum landsins og hefur verið atkvæðamikill í Íslensku tónlistar- lífi síðustu ár. Tónleikarnir eru hluti af Björt- um dögum í Hafnarfirði um helgina en nánari upplýsingar um þá má finna á Facebook. „Ég ákvað að halda þessa tón- leika vegna þess að ég var útnefnd- ur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar fyrir akkúrat ári síðan, og er því að þakka fyrir mig og þessa viður- kenningu,“ segir Andrés Þór. „Ég hef verið duglegur að spila í bæn- um undanfarið ár, bæði sjálfur og með öðrum og fannst við hæfi að halda þessa tónleika.“ Andrés hefur gefið út plötur á undanförnum árum, bæði undir eigin nafni og með öðrum lista- mönnum, en ætlar að halda sig til hlés í útgáfu þetta árið. „Ég mun byrja að vinna að nýrri plötu á þessu ári, en hún mun ekki koma út fyrr en á því næsta,“ segir Andr- és. „Ég er alltaf með einhver verk- efni í kollinum og ætla að vinna í þeim á þessu ári. Ég hélt tónleika síðasta sumar í Bæjarbíói þar sem ég bauð öllum bæjarbúum og það er mjög gaman að sjá hve listalífið í bænum er að vaxa mjög jafnt og þétt,“ segir Andrés. „Á þessu ári er ég að vinna með tveimur slóvönskum tónlistar- mönnum sem búa í Hollandi og stefnan er tekin á einhverskonar túr. Svo er ég að spila í Billy El- liot í Borgarleikhúsinu svo það er alltaf nóg að gera,“ segir Andrés Þór. Með Andrési á tónleikunum leika þeir Agnar Már Magnús- son á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari var útnefndur bæjarlistamaður Hafnarfjarð- ar fyrir ári síðan og þakkar fyrir sig með tónleikum á Björtum dögum um helgina. Kvartett Andrésar Þórs leikur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á laugardaginn. Ljósmynd/Arnþór Birkisson Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 24/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 13:00 ATH kl 13 Sun 26/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Mið 29/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Fim 30/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Sun 3/5 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Þri 5/5 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Mið 6/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00 Fim 7/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Fös 8/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 3/5 kl. 13:00 Sun 17/5 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Sun 10/5 kl. 13:00 Síðustu sýningar leikársins Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Fim 21/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Sýningum fer fækkandi Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið) Sun 26/4 kl. 20:00 3.k. Fim 7/5 kl. 20:00 6.k. Sun 17/5 kl. 20:00 Fim 30/4 kl. 20:00 4.k. Lau 9/5 kl. 20:00 Fim 21/5 kl. 20:00 Sun 3/5 kl. 20:00 5.k. Sun 10/5 kl. 20:00 Urrandi fersk háðsádeila frá einu umtalaðasta leikskáldi Evrópu Hystory (Litla sviðið) Fös 24/4 kl. 20:00 5.k. Fös 8/5 kl. 20:00 auka. Fös 15/5 kl. 20:00 Mið 29/4 kl. 20:00 6.k. Fim 14/5 kl. 20:00 Mið 20/5 kl. 20:00 auka. Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Mán 27/4 kl. 10:00 Mán 27/4 kl. 13:00 Mið 29/4 kl. 10:00 Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í. Beint í æð! – HHHH , S.J. F.bl. leikhusid.is Segulsvið – HHHH „Mikill galdur“ – AV, DV HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið) Fös 24/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 2/5 kl. 19:30 12.sýn Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn Sun 3/5 kl. 19:30 13.sýn Síðustu sýningar. Segulsvið (Kassinn) Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn Lau 2/5 kl. 19:30 12.sýn Hefur hlotið frábærar viðtökur - síðustu sýningar. Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Sun 26/4 kl. 19:30 Lokas. Allra síðasta aukasýning! Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Sun 26/4 kl. 13:30 Sun 26/4 kl. 15:00 Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Svartar fjaðrir (Stóra sviðið) Mið 13/5 kl. 19:30 Frums. Mið 20/5 kl. 19:30 3.sýn Sun 31/5 kl. 19:30 6.sýn Fös 15/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/5 kl. 19:30 5.sýn Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 3/5 kl. 20:00 Sun 10/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Sápuópera um hundadagakonung Sunnudagur 26. apríl kl. 12.30-14.30 Barnamenningarhátið – Skissuævintýri Veitingastofur Hannesar- holts eru opnar alla daga frá kl. 11-17. Réttir dagsins á virkum dögum og himneskur brunch um helgar. Alla daga eru heimabakaðar dásemdir í kökuborðinu og heitt á könnunni. www.hannesarholt.is Sími 511-1904 Dagskrá hannesarholts 52 menning Helgin 24.-26. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.