Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 36
36 fjölskyldan Helgin 24.-26. apríl 2015 F ræðsla er samofin sýningunni á margvíslegan hátt og á sýningunni er fræðsluefni sem býður upp á leik og hvetur til skapandi hugsunar um verk og inntak sýningarinnar,“ segir Hlín Gylfadóttir, safnfræðslufulltrúi Þjóðminjasafns Íslands, sem sá um gerð fræðsluefnis á sýningunni Sjónarhorn sem opnuð var í Safnahúsinu við Hverfis- götu þann 18. apríl. Nokkur fræðslurými eru á sýningunni og eru þrjú þeirra sér- staklega ætluð fjölskyldum. Sjónarhorn er grunnsýning á íslensk- um myndheimi og sjónrænum menning- ararfi. Að sýningunni standa höfuðsöfnin þrjú, Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands, auk Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns- Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sam- starf þessara sex stofnana býður upp á einstakt tækifæri til að skoða arfleifðina í nýju samhengi og með nýstárlegum hætti. Mikil áhersla er lögð á fræðslugildi sýningarinnar og vann Hlín fræðslu- efnið í samstarfi við sýningarstjórann Markús Þór Andrésson og miðlunarsvið Þjóðminjasafnsins á meðan sýningin var í mótun en algengara er að fræðsluefni sé unnið eftir á. „Fjölskyldufræðslan er byggð þannig upp að börn og fullorðnir geta unnið verkefni í sameiningu. Við göngum út frá því að allar kynslóðir hafi eitthvað til málanna að leggja og galdr- arnir gerast þegar samræðan á sér stað milli kynslóða. Allir geta nálgast fræðslu- efnið á sínum forsendum, börn, ömmur og afar, mömmu og pabbar,“ segir hún. Fræðsluefnið miðar að því að leiða fólk áfram með leikjum, spilum og þrautum. Hlín tekur sem dæmi að á efstu hæð Safnahússins sé útgangspunktur sýn- ingarinnar samband okkar við umhverfið, og þar er fræðslurýmið sett upp eins og útilegutjald sem býður upp á hlutverkal- eik. „Þar er hægt að leika sér, endurupp- lifa hvernig við tengjumst náttúrunni og slaka á. Það getur heilmikill lærdómur falist því bara að njóta,“ segir hún. Á annarri hæð Safnahússins er fræðslu- rými sem er unnið í nánu samstarfi við Náttúruminjasafnið og gefst ungum sem öldnum þar tækifæri til að flokka, raða og skoða ýmis fyrirbæri úr náttúrunni. Hlín segir að viðbrögðin við fræðslu- efninu hafi verið afar jákvæð og hún segir virkilega gaman að sjá fólk nýta sér það. „Stundum getur verið erfitt að fara með börn á sýningar en þá er hægt að nota fræðslurýmin til að leika sér inni á milli og þar þarf ekki að hafa áhyggjur af því að börnin snerti eitthvað sem þau mega ekki snerta. Fræðslurýmin gera heim- sókn í Safnahúsið að enn áhugaverðari samverustund barna og fullorðinna,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  Fjölskyldan Tilvalið er að Fjölskyldan Fari saman í saFnahúsið Fjölskylduvæn fræðsla í Safnahúsinu Mikil áhersla er lögð á fræðsluefni á sýningunni Sjónarhorn sem stendur yfir í Safnahúsinu. Þrjú fræðslurými eru sérstaklega ætluð fjölskyldum þar sem hægt er að leika sér, leysa þrautir og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að börnin snerti eitthvað sem ekki má snerta. Fræðsluefnið á annarri hæð er unnið í samstarfi við Náttúruminjasafn Íslands og er þar hægt að prófa sig áfram með nátt- úrulegan efnivið. Ljósmyndir/Hari Á efstu hæð Safna- hússins er búið að setja upp tjald í sér- stöku fræðslurými þar sem líkt er eftir útilegu í náttúrunni og meira að segja heyrast upptökur af raunverulegum fuglahljóðum. Opið MÁNUDAGA TiL LAUGARDAGA KL. 11-18 OG SUNNUDAGA KL. 13-18 tekk company og habitat | kauptún 3 | sími 564 4400 | www.tekk.is TAX FREE 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM SKOÐAÐU VÖRUÚRVALIÐ Á TEKK.IS síÐasta tiLboÐs heLgi SUMARIÐ ER KOMIÐ Í KRUMMA TRAMPÓLÍN, RÓLUR OG FLEIRI LEIKTÆKI Í GARÐINN KÍKTU Á VEFVE RSLUN KRUMMA.IS Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 www.krumma.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.