Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 17

Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 17
Það var þá sem hann dó í hjarta mínu þó hann hafi ekki látist fyrr en ári síðar. Uppgjör við ofbeldið í ástinni „Ég hef til að mynda skrifað mikið um dómsmál og þar er ábyrgðin ein- mitt mun skýrari en í málum þar sem ábyrgðarferlið er notað,“ segir hann. Valur var blaðamaður á endurreistu DV árið 2007, skrifaði sláandi greinar um Breiðavíkurmálið og fékk verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins sama ár. „Ég var svo ungur þegar ég skrifaði þetta að ég áttaði mig ekki almennilega á því hvað þetta var mikilvæg umfjöll- un. Það var ekki fyrr en pabbi hringdi í mig og þakkaði mér fyrir skrifin mín um Breiðavíkurdrengina sem ég fór að skilja. Pabbi hafði unnið sem sjómaður í áratugi og vann með mörgum af þess- um mönnum sem höfðu verið vistaður á Breiðavík. Hann vissi því upp á hár hvaða hörmungar þeir höfðu upplifað og var innilega ánægður að þeir fengju uppreist æru. Þegar pabbi hringdi í mig upplifði ég mjög sterkt að ég hefði gert eitthvað sem skipti máli.“ Pabbi vildi „fara í skónum“ Eldri sonur Vals, Ólafur Grettir, er nefndur eftir öfum sínum báðum. Hanna missti ung Ólaf föður sinn og Grettir, faðir Vals, dó úr krabbameini þegar Ís- lendingar voru rétt svo byrjaðir að vinna úr eftirmálum hrunsins. „Það setti hlut- ina í samhengi fyrir mig að missa pabba á þessum tíma. Peningar skipta svo litlu máli samanborið við okkar nánustu,“ segir Valur en Ólafur Grettir var skírður í Dómkirkjunni í aðdraganda Janúar- byltingarinnar svokölluðu. Þar sem Val- ur stóð við skírnarfontinn, með ungan son sinn og dauðvona föður, hljómaði endurtekið „vanhæf ríkisstjórn“ af Aust- urvelli þar sem fólk mótmælti hástöfum. „Það sem mér fannst erfiðast við að missa pabba á þessum tíma var að son- ur minn var bara nýfæddur og ég hefði viljað að þeir gætu kynnst betur. Sjokkið kom þegar ég fékk þær fréttir að pabbi væri kominn með krabbamein og væri dauðvona. Það var þá sem hann dó í hjarta mínu þó hann hafi ekki látist fyrr en ári síðar. Hann lagði alltaf áherslu á að „fara í skónum“ og það var nákvæm- lega það sem hann gerði. Hann lá ekki inni á spítala heldur fór til útlanda, kom heim og hreinlega missti andann þegar hann fékk vind í fangið. Hann stóð upp- réttur fram á það síðasta. Pabbi var frá- bær karl.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is legur náungi gat ég leyft mér að ganga ansi langt í húmornum. Sölvi upplifir sig í byrjun fullkomlega sak- lausan en smám saman fer hann að gera sér grein fyrir að hann er aug- ljóslega sekur um eitthvað,“ segir Valur. Blaðamannaverðlaun fyrir Breiðavíkurmálið Gott fólk er vissulega fyrsta skáld- saga Vals en þetta er ekki fyrsta bókin sem hann sendir frá sér því aðeins 24 ára gamall, fyrir ell- efu árum, gaf hann út ljóðabókina Skýjamyndaárásir. „Hún var ekk- ert sérstök en góð stílæfing og mér þykir vænt um hana,“ segir hann en á þessum árum rak hann lítið ljóða- bókaforlag í Hafnarfirði ásamt fé- laga sínum og til stóð að hella sér í umfangsmikla ljóðabókaútgáfu. Forlagið lognaðist þó út af og Val- ur starfaði sem þjónn á veitinga- staðnum La Primavera sem var og hét þegar áhugi á blaðamennsku kviknaði. „Ég kunni vel mig mig á La Primavera en fannst starfið ekki alveg nógu andlega nærandi. Nokkrir vinir mínur voru á þessum tíma byrjaðir í blaðamennsku, og ég sótti um – og fékk – starf á DV. Ég byrjaði nokkrum vikum áður en umfjöllunin örlagaríka um einhenta kennarann á Ísafirði var birt og fékk strax mikla eldskírn í fjölmiðlum,“ segir Valur sem hefur starfað síð- an sem blaðamaður á hinum ýmsu miðlum, svo sem Mannlífi, Blaðinu, fréttavefnum Vísi, Fréttablaðinu og er nú aftur kominn á DV. viðtal 17 Helgin 24.-26. apríl 2015 Orkuveita Reykjavíkur býður þér á opinn ársfund í Gamla bíói mánudaginn 27. apríl kl. 14 Dagskrá Frostavetur að baki Bjarni Bjarnason, forstjóri OR Fjárræði - sjálfræði Haraldur Flosi Tryggvason, formaður stjórnar OR Næstu skref hjá Orkuveitunni Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn í Reykjavík Snjöll samfélög og Ljósleiðarinn Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur Urriði, fræslægja og fjarstaddir jarðfræðingar Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunar OR Brynja Þorgeirsdóttir stýrir fundinum Teitur Magnússon flytur tónlist Opinn ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2015 Gleðilegt sumar! Við bjóðum í sólarkaffi að loknum fundi H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5- 08 47 Skráning á www.or.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.