Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 35
Hægbakað svín Svo má segja sem svo að úr því að veturinn ætlar að verða svona langur þá sé kominn tími á önnur jól. Ef þið viljið ekki ný jól þá telst mér svo til að í dag sé 121. dagur síðustu jóla. Það má líka halda upp á það með svínakjötsáti, jafnvel hamborgarhrygg. Ef þið hafið komist yfir ósaltað svínakjöt er ágætt að leggja það í saltpækil í dag eða tvo. Ef þið eruð með salt eða reykt kjöt er hins vegar ágætt að útvatna það eins og saltfisk í dag eða tvo því yfirleitt er þetta kjöt alltof salt. Saltpækill er gerður úr bolla af góðu salti, þrem- ur lítrum af vatni. Stundum er gott að krydda pækilinn með kryddi og jurtum, sítrónum og grænmeti en að þessu sinni er það óþarft því kjötið mun fá nægt bragð af öðru. Geymið kjötið í pæklinum í ískáp og skiptið um pækil einu sinni á sólarhring. Látið liggja í pækli í tvo til fjóra sólarhringa. Veiðið kjötið upp úr pæklinum kvöldið áður en þið ætlið að borða það. Stillið ofninn á 180°C. Skerið í pöruna þvers og kruss með um sentímetra millibili svo paran verði köflótt. Setjið í hæfilegt fat. Blandið í mortelli 3 matskeiðum af fennelfræjum, 2 matskeiðum af rauðum chilli-flögum og 4-6 hvítlauksgeirum. Myljið saman og nuddið þessu inn í kjötið. Kreistið sítrónur og blandið einum bolla af safanum saman við einn bolla af olívuolíu og hellið aðeins yfir kjötið og restinni í fatið. Setjið í ofninn og bakið í hálftíma. Lækkið þá hitann í 105°C og bakið í átján tíma. Klukkutími til að frá skiptir ekki öllu. Ausið safanum og fitunni sem rennur af kjötinu og blandast sítrónusafanum og olívuolíunni yfir kjötið alltaf þegar þið eigið leið hjá. Kjötið er tilbúið þegar þið getið klipið það í sundur með fingrunum. Setjið á fat, sigtið vökvann í fatinu og hellið yfir og kringum kjötið. Borið fram með því sem ykkur finnst hæfa með. Hægeldað uxabrjóst upp úr Egils malti Byrjið að elda uxabrjóstið á föstudegi ef þið ætlið að borða það á sunnudegi. Kannski þurfið þið jafnvel að panta uxabrjóst í kjötbúðinni með dagsfyrirvara því búðirnar bjóða yfirleitt bara upp á meirustu vöðvana. Annað er hakkað. Uxabrjóst er hins vegar bragðmikið og hentar vel í hægeldaða rétti. Ef þú ert ekki viss um hvað uxabrjóst er þá er það til dæmis notað í pastrami. Búið til kryddblöndu úr einum hluta af hverju: Pipar, sinnepsfræ, timian og salvía og blandið saman við þrjá hluta af sjávar- salti. Myljið og nuddið kryddinu inn í uxabringuna. Steikið um 200 grömm af reyktu svínafleski skornu í strimla þar til það er stökkt. Kaupið reykt flesk frá KjötPól eða biðjið kjötkaupmann- inn um sambærilegt. Ekki kaupa pækil- og sprautusaltað bacon í plastumslögunum. Veiðið fleskið upp úr og steikið uxabringuna upp úr feitinni í um 5 til 10 mínútur á hvorri hlið. Takið kjötið upp úr og hendið fitunni. Notið hálfan lítra af nautasoði til að leysa upp steikar- skánina af pönnunni og hellið soð- inu yfir í pott með loki. Ef þið notið ekki pott sem bæði er hægt að nota bæði á hellurnar og í ofninn. Bætið einni Egils malt saman við, fleskinu, nokkrum lárviðarlaufum og 8 steinlausum sveskjum. Látið kjötið á fituhliðinni í pottinn og þrjá lauka sneidda í hálfhringi ofan á kjötið. Setjið lokið á og pottinn inn í kaldan ofn og stillið á 90°C. Snúið ykkur að öðru í tvo og hálfan tíma. Snúið þá kjötinu við svo laukurinn falli ofan í soðið. Hækkið hitann í 120°C. Kíkið á pottinn eftir hálftíma. Soðið má alls ekki sjóða. Lækkið hitann örlítið ef loftbólurnar eru stærri en títuprjónshaus eða of ólmar. Eftir tvo tíma skulið þið bæta við hálfu kílói af gulrótum og hálfu kílói af sveppum í pottinn. Skorið eftir smekk. Slökkvið á ofninum eftir klukkutíma: Þið hafið þá bakað kjötið við 90°C í tvo og hálfan tíma og í fjóra tíma við 120°C. Skiljið pottinn eftir inn í ofninum og leyfið honum að kólna þar á meðan þið sofið. Takið pottinn úr ofninum dag- inn eftir, til dæmis um hádegið, og setjið í ísskáp. Gerið ekki meira þann daginn. Alla vega ekkert tengt þessu uxabrjósti. Um fimm leytið á sunnudeg- inum skulið þið brjóta fituna ofan af kjötinu og geyma til að nota síðar. Það má til dæmis steikja kartöflur upp úr henni. Skerið kjötið í þunnar sneiðar og leggið í eldfast mót og græn- metið ofan á. Sjóðið soðið niður þar til þykknar eilítið og hellið yfir kjötið. Breiðið álpappír yfir og setjið fatið í kaldan ofn. Stillið á 120°C og hitið í einn og hálfan tíma. Borið fram með eins vetrarlegu með- læti og ykkur dettur í hug. Þó ekki rauðkáli og sultu. Útbúið frekar salat úr ofnbökuðum sætum kartöflum eða byggi og sveppum; eitthvað dimmt og jarðartengt. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Mesta snerting okkar við náttúruna er í gegnum matinn og veðrið. Og þetta tvennt spilar saman. Heitir vordagar leysa upp matarlystina svo við viljum helst bara eitthvað létt og sem minnst eldað. En þegar vetur geisar og vill ekki sleppa tökunum þá er tími fyrir eitt- hvað staðbetra og huggunarríkara, einhvern sterkan mótleik. matartíminn 35 Helgin 24.-26. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.