Fréttatíminn - 24.04.2015, Page 52
Tinna Jóhanna og Jón Pétur í hlutverkum sínum.
TónlisT TónlisTarskóli kópavogs sýnir
Töfraflautan í Salnum
Það er orðin rík hefð fyrir því að
óperur séu settar á svið í Kópavogi
á vegum Tónlistarskóla Kópavogs.
Í þetta sinn verður Töfraflautan
eftir W. A. Mozart frumsýnd á
morgun, laugardaginn 25. apríl,
klukkan 17 í Salnum. Önnur sýn-
ing verður sunnudaginn 26. apríl
klukkan 20. Hinn gamansami
Papageno mun rekja söguþráðinn
á milli söngatriða til að auðvelda
börnum að átta sig á ævintýrinu
um egypska prinsinn Tamino sem
er villtur í ókunnu landi og verður
ástfanginn af Paminu, dóttur næt-
urdrottningarinnar. Papageno þarf
einnig að leggja ýmislegt á sig en
hreppir loks sína eigin Papagenu.
Með helstu hlutverk fara þau Jón
Pétur Friðriksson, Bryndís Guð-
jónsdóttir, Dagur Þorgrímsson,
Hugrún Hanna Stefánsdóttir, Sig-
urjón Örn Böðvarsson og Tinna
Jóhanna Magnusson.
Töfraflautan, sem er í íslenskri
þýðingu, er tilvalin f jölskyldu-
skemmtun og aðgangur er ókeyp-
is. -hf
HáTíð BjarTir dagar í Hafnarfirði um Helgina
Andrés þakkar fyrir sig
g ítarleikarinn og bæjarlista-maður Hafnarfjarðar síð-asta árs, Andrés Þór, leik-
ur ásamt kvartett sínum vel valin
lög úr eigin smiðju á tónleikum í
Fríkirkjunni í Hafnarfirði á laug-
ardaginn. Á efnisskránni verður
bæði nýtt og áður óútgefið efni
sem og lög úr nýrri nótnabók sem
kom út í tilefni af 10 ára útgáfuaf-
mæli Andrésar á síðasta ári. Andr-
és er einn af fremstu djassgítar-
leikurum landsins og hefur verið
atkvæðamikill í Íslensku tónlistar-
lífi síðustu ár.
Tónleikarnir eru hluti af Björt-
um dögum í Hafnarfirði um
helgina en nánari upplýsingar um
þá má finna á Facebook.
„Ég ákvað að halda þessa tón-
leika vegna þess að ég var útnefnd-
ur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar
fyrir akkúrat ári síðan, og er því
að þakka fyrir mig og þessa viður-
kenningu,“ segir Andrés Þór. „Ég
hef verið duglegur að spila í bæn-
um undanfarið ár, bæði sjálfur og
með öðrum og fannst við hæfi að
halda þessa tónleika.“
Andrés hefur gefið út plötur á
undanförnum árum, bæði undir
eigin nafni og með öðrum lista-
mönnum, en ætlar að halda sig til
hlés í útgáfu þetta árið. „Ég mun
byrja að vinna að nýrri plötu á
þessu ári, en hún mun ekki koma
út fyrr en á því næsta,“ segir Andr-
és. „Ég er alltaf með einhver verk-
efni í kollinum og ætla að vinna í
þeim á þessu ári. Ég hélt tónleika
síðasta sumar í Bæjarbíói þar sem
ég bauð öllum bæjarbúum og það
er mjög gaman að sjá hve listalífið
í bænum er að vaxa mjög jafnt og
þétt,“ segir Andrés.
„Á þessu ári er ég að vinna með
tveimur slóvönskum tónlistar-
mönnum sem búa í Hollandi og
stefnan er tekin á einhverskonar
túr. Svo er ég að spila í Billy El-
liot í Borgarleikhúsinu svo það er
alltaf nóg að gera,“ segir Andrés
Þór. Með Andrési á tónleikunum
leika þeir Agnar Már Magnús-
son á píanó, Þorgrímur Jónsson á
kontrabassa og Scott McLemore
á trommur. Tónleikarnir hefjast
klukkan 17.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Andrés Þór Gunnlaugsson
gítarleikari var útnefndur
bæjarlistamaður Hafnarfjarð-
ar fyrir ári síðan og þakkar
fyrir sig með tónleikum á
Björtum dögum um helgina.
Kvartett Andrésar Þórs leikur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á laugardaginn. Ljósmynd/Arnþór Birkisson
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 24/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 13:00 ATH kl
13
Sun 26/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00
Mið 29/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00
Fim 30/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00
Sun 3/5 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00
Þri 5/5 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00
Mið 6/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00
Fim 7/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00
Fös 8/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 3/5 kl. 13:00 Sun 17/5 kl. 13:00
Sun 26/4 kl. 13:00 Sun 10/5 kl. 13:00
Síðustu sýningar leikársins
Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)
Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Þri 12/5 kl. 20:00 aukas.
Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k.
Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k.
Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Fös 15/5 kl. 20:00 aukas.
Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Fim 21/5 kl. 20:00
Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00
Lau 2/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00
Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni
Beint í æð (Stóra sviðið)
Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00
Sýningum fer fækkandi
Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið)
Sun 26/4 kl. 20:00 3.k. Fim 7/5 kl. 20:00 6.k. Sun 17/5 kl. 20:00
Fim 30/4 kl. 20:00 4.k. Lau 9/5 kl. 20:00 Fim 21/5 kl. 20:00
Sun 3/5 kl. 20:00 5.k. Sun 10/5 kl. 20:00
Urrandi fersk háðsádeila frá einu umtalaðasta leikskáldi Evrópu
Hystory (Litla sviðið)
Fös 24/4 kl. 20:00 5.k. Fös 8/5 kl. 20:00 auka. Fös 15/5 kl. 20:00
Mið 29/4 kl. 20:00 6.k. Fim 14/5 kl. 20:00 Mið 20/5 kl. 20:00 auka.
Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur
Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)
Mán 27/4 kl. 10:00 Mán 27/4 kl. 13:00 Mið 29/4 kl. 10:00
Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í.
Beint í æð! – HHHH , S.J. F.bl.
leikhusid.is Segulsvið – HHHH „Mikill galdur“ – AV, DV
HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið)
Fös 24/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 2/5 kl. 19:30 12.sýn
Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn Sun 3/5 kl. 19:30 13.sýn
Síðustu sýningar.
Segulsvið (Kassinn)
Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn Lau 2/5 kl. 19:30 12.sýn
Hefur hlotið frábærar viðtökur - síðustu sýningar.
Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið)
Sun 26/4 kl. 19:30 Lokas.
Allra síðasta aukasýning!
Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)
Sun 26/4 kl. 13:30 Sun 26/4 kl. 15:00
Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn!
Svartar fjaðrir (Stóra sviðið)
Mið 13/5 kl. 19:30 Frums. Mið 20/5 kl. 19:30 3.sýn Sun 31/5 kl. 19:30 6.sýn
Fös 15/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/5 kl. 19:30 5.sýn
Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 3/5 kl. 20:00 Sun 10/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00
Sápuópera um hundadagakonung
Sunnudagur 26. apríl kl.
12.30-14.30
Barnamenningarhátið –
Skissuævintýri
Veitingastofur Hannesar-
holts eru opnar alla daga
frá kl. 11-17.
Réttir dagsins á virkum
dögum og himneskur
brunch um helgar.
Alla daga eru heimabakaðar
dásemdir í kökuborðinu og
heitt á könnunni.
www.hannesarholt.is
Sími 511-1904
Dagskrá
hannesarholts
52 menning Helgin 24.-26. apríl 2015