Fréttatíminn - 24.04.2015, Síða 4
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Rómantík og ölduniður Lago Maggiore undirstrika fegurð
Ítalíu og töfra Alpafjallanna þar sem dekrað verður við
okkur í bænum Baveno. Boðið verður upp á margar
stórfenglegar skoðunarferðir, m.a. til Domodossola í
ítölsku Ölpunum og siglingu til eyjaperlunnar Isola Bella.
Verð: 169.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Sp
ör
e
hf
.
Fararstjóri: Hlín Gunnarsdóttir
1. - 6. júní
Bella Ítalía
Sumar 4
64%
nýrra bíla á Íslandi í fyrra voru stað-
greiddir en 36% voru fjármagnaðir með
bílaláni eða -samningi.
2,1
milljarðs hagnaður varð á rekstri Kaup-
félags Skagfirðinga í fyrra. Samanlagður
hagnaður KS á árunum 2011 til 2014 er
8,6 milljarðar króna. Velta KS í fyrra var
27 milljarðar króna.
Vill kaupa 313 byssur
Ríkislögreglustjóri leggur til að 313 ný
skotvopn verði keypt á þessu ári og því
næsta til efla viðbúnað lögreglu. Þar af
eiga að vera 163 skammbyssur og 150
hríðskotabyssur.
Ofurtollar á franskar
76 pró sent toll ur er lagður á inn flutt
ar frosn ar fransk ar kart öfl ur á Íslandi.
Mark miðið er að vernda inn lenda fram-
leiðslu en aðeins eitt íslenskt fyr ir tæki
fram leiðir hins veg ar vör una og er fjarri
því að anna eft ir spurn neyt enda eft ir
frönsk um. Hag ar og dótt ur fé lag þess,
Aðföng, telja toll ana ólög mæta og hafa
stefnt ís lenska rík inu vegna þeirra.
Franskar að belgískum sið
Þrátt fyrir þessa ofurtolla er engan
bilbug að finna á tónlistarmönnunum
Ólafi Arnalds og Friðriki Dóri Jóns-
syni sem ætla að opna skyndbitastað.
Reykjavík Chips, sem selur franskar
kartöflur að belgískum sið á Vitastíg.
Kartöflurnar verða seldar í pappaformi
og hægt verður að dýfa þeim í fjölbreytt
úrval af sósum.
Vikan sem Var
Hanna Birna
snýr aftur
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi
innanríkisráðherra, tekur sæti á þingi
á ný á mánudag. Hanna Birna sagði af
sér sem ráðherra þann 21. nóvember
og ætlaði upphaflega að taka sæti á
þingi í janúar.
n ú er búist við því að skipaumferð á Norðurslóðum muni aukast á næstu árum og við viljum átta
okkur á því hver staðan í sjónum er í dag,
áður en umferðin, og í kjölfarið mengunin,
eykst,“segir Halldór Pálmar Halldórsson,
forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í
Sandgerði en hann ásamt Hrönn Jörunds-
dóttur hjá Matís eru umsjónarmenn verk-
efnisins á Íslandi. „Þar að auki eru uppi
hugmyndir um olíuvinnslu á þessu svæði
svo það gefur enn meira tilefni til vöktunar
á svæðinu. Hingað til hafa áhrif olíumeng-
unar í köldum sjó á lífríkið ekki verið
mikið rannsökuð, en PHA-efni brotna mun
hægar niður í köldum sjó en sjó á suðlæg-
ari breiddargráðum.“
Lítil mengun í sjó á norðurslóðum
Rannsóknin er tvíþætt. Annars vegar hef-
ur styrkur PHA-efna sem finnast í olíu ver-
ið mældur í lífverum á tuttugu ósnortnum
strandsvæðum víðsvegar um norðurslóðir
en hinsvegar hefur verið líkt eftir olíuslysi
út fyrir ströndum Sandgerðis til að fylgjast
með áhrifum olíumengunar á lífverur í
köldum sjó. „Það er ekkert svo langt siðan
menn fóru að átta sig á skaðsemi PHA-
efna en það er stór hópur efna þar sem
sum eru mjög eitruð, önnur eru krabba-
meinsvaldandi og enn önnur hafa engin
sérstök áhrif. Við mældum alls 16 efni sem
eiga að gefa góða vísbendingu um það hver
staðan er í heild og fyrstu niðurstöður sina
að staðan er almennt góð. Rannsóknin
sýnir okkur að sjórinn á norðurslóðum er
almennt hreinn af olíumengun, og í sér-
staklega góðu ástandi við Íslandi, og best
væri auðvitað að hann héldist þannig.“
Olíuslys við Ísland
„Í Sandgerði líktum við eftir olíuslysi til að
athuga áhrifin á krækling, þorsk og sand-
hverfu,“ segir Halldór. Niðurstöður á áhrif-
um á fiskinn eru ljósar en áhrif á krækling
ættu að vera ljós síðar á árinu. „Eins og við
var að búast þá sjáum við neikvæð áhrif
á frumur, erfðaefni og á ensímavirkni
fiskanna. Rannsóknin gefur okkur tæki-
færi til að fylgjast með því hvernig þessi
dýr bregðast við mengun í mismiklum
styrk en áður hafa rannsóknir miðast við
að athuga hvort dýrin séu menguð, en
núna fáum við hugmynd um hvað gerist í
lífverunum við olíumengun.“
Annar meginhvati rannsóknarinnar er
að eiga til staðar upplýsingar sem munu
nýtast til viðmiðunar síðar. „Að vita stöð-
una í dag og vöktun á svæðinu er forsenda
fyrir framtíðarrannsóknum. Það er nauð-
synlegt að vita hver núllpunkturinn er, en
menn hafa það almennt ekki því það er
orðið vandamál í heiminum í dag að finna
hreina viðmiðunarstaði. Nú hefur Ísland
verið notað sem viðmiðunarland í mengun-
arrannsóknum og við ættum að vera stolt
af því og reyna að halda því í stað þess að
menga meira.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
rannsókn Áhrif Pha-efna í olíu Á lífríki í köldum sjó
Líkt eftir olíuslysi í Sandgerði
Sviðsett olíuslys í Sandgerði er hluti af einum viðamestu rannsóknum sem gerðar hafa verið
á áhrifum olíumengunar á lífríki í köldum sjó. Fyrstu niðurstöður sýna að olíumengunin hefur
neikvæð áhrif á frumur, erfðaefni og á ensímavirkni fiska. Halldór Pálmar Halldórsson, annar yfir-
maður rannsóknarinnar á Íslandi, segir Ísland vera eitt af fáum löndum í heiminum þar sem hægt
sé að stunda mengunarrannsóknir því erfitt sé orðið að finna hreina viðmiðunarstaði.
Það er Rann-
sóknarsetur Há-
skóla Íslands sem
stjórnar rannsókn-
inni í Sandgerði
en hún er hluti af
einum viðamestu
rannsóknum sem
gerðar hafa verið á
áhrifum PHAefna
í olíu á lífríki í
köldum sjó.
Veður föstudagur laugardagur sunnudagur
NA-strekkiNgsviNdur Og éL
N- Og NA-LANds. BjArt syðrA.
HöfuðBOrgArsvæðið: HæguR VinDuR
og léttSKýJAð. nætuRFRoSt.
Hægur N-viNdur, kALt eN vÍðA
NOkkuð BjArt tiL LANdsiNs.
HöfuðBOrgArsvæðið: Hæglæti og bJARt,
en KAlt Í VeðRi.
ALLHvöss N-átt með éLjum eðA sNjó
Og skAfreNNiNgi N-tiL.
HöfuðBOrgArsvæðið: StReKKinguR
og SKýJAð, en áFRAm FRoSt.
óvenjukalt
miðað við árstíma
Kaldasta loftið á öllum norðurhjaranum
stefnir nú beint á okkur. nær kuldakast-
ið hámarki á laugardag og sunnudag.
Framan af fylgir hægur vindur og él
um norðanvert landið, en á sunnudag
lítur út fyrir ákveðnari
vind og eiginlegt hret frá
Vestfjörðum og austur
á land. Snjórinn nær
almennt ekki suður yfir
heiðar. Spáð er svölu
eða köldu veðri út
mánuðinn með ríkjandi
n-átt.
0
-3 -2
-2
0
-2
-5 -6
-7
-5
-3
-4 -4
-5
-2
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
4 fréttir Helgin 24.-26. apríl 2015