Fréttatíminn - 24.04.2015, Síða 8
Úttekt OeCD á íslenska heil-brigðiskerfinu
Síða 2
heilsuvernD
leggur áherslu á fOrvarnir
Síða 8
nýtt bóluefni við ebólu prófað
Síða 2
Þéttskipaðir læknaDagar 2015
Síða 10
á barnið Þitt rétt á gjalD-frjálsum tann-lækningum?Síða 2
1. tölublað 3. árgangur
16. janúar 2015
Landlæknir vill nýjan
Landspítala í forgang
Birgir Jakobsson tók við stöðu
landlæknis um áramótin.
Hann segir að Íslendingar eigi
að gera kröfu um fyrsta flokks
heilbrigðiskerfi. Nú sé tæki-
færi til viðspyrnu sem stjórn-
völd virðist ætla að nýta sér
með auknu fjárframlagi til
heilbrigðismála. Hann segir
mikið vanta upp á að skil-
virkni í íslensku heilbrigðis-
kerfi sé mælanleg.Síða 4
M
yn
d
H
ar
i
Eini pylsuvagninn í Reykjavík með bílalúgu
16.-18. janúar 20152. tölublað 6. árgangur
Jimmy Carr
seldi fleiri
miða en
Seinfeld
viðtal 18
úttEkt
16
viðtal
26
Edda Björgvins hefur leikið í 19 Skaupum
líftíminn
Fylgir Fréttatímanum
í dag
Ásta Björg tekur þátt í Eurovision annað árið í röð
56
dæguRmÁl
28
íþRóttiR
alexander
er myndar-
legastur í
landsliðinu
síða 22
Ú
T
S
A
L
A
3
0
-5
0
%
A
F
S
L
.
JL-húsinu
JL-húsinu Hringbraut 121
www.lyfogheilsa.is
Við opnum kl: Og lokum kl:
Opnunartímar08:00-22:00 virka daga
10:00-22:00 helgar
Giftu sig nánast í beinniHjónin Viðar Eggertsson og Sveinn Kjartansson búa ásamt smáhundinum Drakúla við Laufás-veg í Reykjavík. Þeir könnuðust við hvorn annan í „gamla daga“ en urðu par um aldamótin. Viðar og Sveinn giftu sig árið 2007 en segja barneignir alltaf hafa verið jafn fjarri þeim og að eignast snekkju við karabíska hafið. Báðir völdu þeir sér starfsvettvang barn-ungir. Sveinn byrjaði níu ára gamall að elda kvöldmatinn á heimilinu og ellefu ára gamall sá Viðar leikverk sem heillaði hann svo mjög að hann ákvað þá og þegar að verða leikhúsmaður.
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
Fjölmiðlar Ný köNNuN Gallup
Mikil aukning á lestri Fréttatímans
Lesendum Fréttatímans
fjölgaði um 6% á landinu
öllu í mars síðastliðnum og
í aldurshópnum 18 til 49
ára á höfuðborgarsvæðinu
fjölgaði lesendum blaðsins
um 12%. Þetta er mesta
aukning á lestri Frétta-
tímans frá því að mælingar
hófust. Þetta kemur fram
í nýrri prentmiðlakönnun
Gallup sem kannar lestur
helstu prentmiðla lands-
ins.
Í upphafi mælinga Gal-
lup í núverandi mynd, sem
hófust í janúar 2011, lásu
57% kvenna á höfuðborgar-
svæðinu Fréttatímann.
Lesturinn nú er sá sami.
51% kvenna á sama svæði á
aldrinum 18 til 49 ára lásu
blaðið í upphafi en 50%
lesa blaðið núna. Frétta-
tíminn hefur haft góða
stöðu á meðal kvenna á
aldrinum 25 ára og eldri á
höfuðborgarsvæðinu. 63%
þeirra lásu blaðið í janúar
2011 en 66% núna.
Ásdís Ósk Jóelsdóttir hefur rannsakað íslensku lopapeysuna. Ljósmynd/Hari
SaGa uppruNi, höNNuN oG þróuN lopapeySuNNar er luti aF SöGu þjóðar
Íslenska lopapeysan
er ekki bara lo apeys
Lopapeysan er einn
sýnilegasti þjóðararfur
Íslendinga þrátt fyrir að
vera ung að árum. Ásdís
Ósk Jóelsdóttir, lektor í
textílmennt, var að senda
frá sér rannsóknarskýrslu
um íslensku lopapeysuna
þar sem hún varpar ljósi
á hversu mikilvægur hluti
hún er af handverks-, iðn-
aðar- og útflutningssögu
þjóðarinnar.
l opapeysan er talin einn mest áberandi og sýni-legi arfur þjóðarinnar þótt hún sé tiltölulega ung að árum,“ segir Ásdís Ósk Jóelsdóttir, lektor í
textílmennt við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Ásdís var að senda frá sér rannsóknarskýrsluna „Upp-
runi, hönnun og þróun lopapeysunnar“ en þetta er í
fyrsta sinn sem svo viðamikil rannsókn er unnin um
íslensku lopapeysuna. „Hún er mikilvægur hlekkur og
hluti af hönnunarsögu okkar og því kominn tími til að
festa það í menningarsögu okkar hvaðan hinn þjóðlegi
arfur okkar – lopapeysan – á uppruna sinn,“ segir hún.
Rannsóknin er unnin af Ásdísi í samstarfi við þrjú
söfn; Gljúfrastein – hús skáldsins, Hönnunarsafn Ís-
lands og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Í rann-
sókninni er eingöngu miðað við þróun hinnar sígildu
íslensku lopapeysu í sauðalitunum, sléttprjónaðri
úr óspunnum lopa með munstruðu berustykki sem
að hluta til endurtekur sig neðan á bol og framan á
ermum.
Uppruni íslensku lopapeysunnar á rætur sínar að
rekja til fimmta áratugarins þegar Íslendingar öðluðust
fullt sjálfstæði frá Dönum með stofnun lýðveldisins.
„Lopapeysan er þannig inngreypt í þjóðarsálina sem
sannast best á því að stór hluti þjóðarinnar á slíka
peysu,“ segir hún. Ásdís bendir á að starfandi sé sér-
stakt Þjóðbúningaráð sem hefur það hlutverk að varð-
veita þekkingu á íslenska þjóðbúningnum og leiðbeina
um gerð þeirra. Hún lætur að því liggja að ráð væri að
stofna viðlíka ráð í kringum íslensku lopapeysuna.
Um miðja síðustu öld voru prjónaðar lopapeysur
nánast á hverju heimili og lærðu konur til verka af
mæðrum sínum sem höfðu lært af þeirra mæðrum. Í
skýrslu Ásdísar kemur fram að árið 1967 voru fluttar
út um 40-60 þúsund lopapeysur, og það er þá sem vöru-
merkið „Íslensk lopapeysa“ verður til. „Saga lopa-
peysunnar er þannig mikilvægur hluti af handverks-,
iðnaðar- og útflutningssögu þjóðarinnar. Lopapeysan
er samofin þekkingu okkar á ýmsum sviðum, til að
mynda verkþekkingu, og ýmsir áhrifavaldar eru við
þróun hennar,“ segir Ásdís.
Hún bendir á að sú mikla lopapeysutíska sem ríkti
á árunum 1979-1982 hafi verið mikil lyftistöng fyrir ís-
lenskan ullarfatnað þar sem lögðust á eitt gott hráefni,
gamlar hefðir, þjóðlegt yfirbragð og markviss kynning-
arstarfsemi. Meðal þeirra sem kynntu íslensku lopa-
peysuna voru frú Vigdís Finnbogadóttir sem klædd-
ist henni í erindagjörðum sínum erlendis sem forseti
Íslands, og fegurðardrottningarinnar Hólmfríður
Karlsdóttir og Linda Pétursdóttir voru einnig fulltrúar
íslensku lopapeysunnar á erlendri grundu.
Ásdís segir að aukinn ferðamannaiðnaður hér á
landi og aukin notkun Íslendinga á lopapeysunni hafi
fest lopapeysuna í sessi sem íslenska menningararf-
leifð sem ber að varðveita og viðhalda. Skýrslu Ásdísar
má nálgast í heild sinni á vefsíðum samstarfsaðilanna
Gljúfrasteins, Hönnunarsafnsins og Heimilisiðnaðar-
safnsins á Blönduósi.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Ungur sjómaður í lopapeysu. Ljósmyndari Gunnar Rúnar Ólafsson.
Mynd úr Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Theódóra Þórðardóttir ásamt annarri sýningarstúlku sýna hand-
prjónaðar lopapeysur fyrir G. Bergmann heildsala árið 1961. Ljós-
myndari Andrés Kolbeinsson. Mynd frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
Akureyri • Sími 461 1099
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
EN
N
EM
M
/
S
IA
•
N
M
67
62
8
Heimsferðir bjóða margar af helstu borgarperlum
Evrópu í beinu leiguflugi. Allar borgirnar eiga
það sameiginlegt að vera áhugaverðar, bjóða
góða veitingastaði og úrvals verslunarmöguleika.
Það getur verið einstæð upplifun að ganga um
götur borganna og bera fallegar byggingarnar
augum, þræða mjó strætin sem liggja að fallegum
torgum þar sem hægt er að setjast niður og fá sér
eins og einn kaldan. Njóttu lífsins og drekktu í þig
árþúsundamenningu, meistaraverk á torgum úti
og einstakt andrúmsloft sem þessar borgir bjóða.
Skelltu þér í helgarferð!
Frá kr. 59.900
borgarferð
Skelltu þér í
39.900
Flugsæti báðar leiðir frá kr.
LOKAÚTKALL
Barcelona - Vilana Hotel - 1. maí í 4 nætur
Frábært verð
Frá kr. 59.900
Netverð á mann frá
kr. 59.900 m.v. 2 í
herbergi m/morgunmat.
Búdapest - Aquincum Hotel - 1. maí í 4 nætur
Frábært verð
Frá kr. 69.900
Netverð á mann frá
kr. 69.900 m.v. 2 í
herbergi m/morgunmat
Bratislava - Hotel Mercure - 1. maí í 4 nætur
Frábært verð
Frá kr. 89.900
Netverð á mann frá
kr. 89.900 m.v. 2 í
herbergi m/morgunmat.
Róm - Hotel Donna Laura - 30. apríl í 4 nætur
Frábært verð
Frá kr. 89.900
Netverð á mann frá
kr. 89.900 m.v. 2 í
herbergi m/morgunmat
8 fréttir Helgin 24.-26. apríl 2015