Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 18
Ég er frekar feiminn og hlédrægur að upplagi og hef því að miklu leyti leyft þessu að selja sig sjálft. Bruggar gróðuráburð í kjallaranum Guðjón Dalkvist Gunnarsson, eða Dalli eins og hann er alltaf kallaður, framleiðir gróðuráburð á Reykhólum við Breiðafjörð. Þrátt fyrir að vera aðeins 71s árs segist hann sposkur vera í fullri vinnu við að vera gamall en áburðinn Glæði framleiði hann í tómstundum. Dalli sækir sjálfur þarann í fjöruna og bruggar töfrablönduna í kjallaranum hjá sér. M itt aðalstarf er nú bara að vera gamall,“ segir Guðjón Dalkvist Gunn- arsson, eða Dalli eins og hann er alltaf kallaður, sem framleiðir líf- rænan gróðuráburð í kjallaranum hjá sér á Reykhólum við Breiðafjörð. Dalli er í fullu fjöri, enda aðeins 71 árs, og þó hann hafi þurft að hætta störfum í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum vegna rykofnæmis fann hann leið til að vinna með þangið á annan hátt. „Ég sæki þangið sjálfur í fjöruna og það verður aldrei þurrt hjá mér þannig að það er engu þör- ungaryki fyrir að fara,“ segir hann. Gróðuráburðurinn sem Dalli framleiðir heitir Glæðir og byrjað hann þróunarvinnuna í kring um aldamótin. Hann gaf þá prufublönd- ur til gróðurhúsa og gróðrarstöðva og komst loks niður á réttu blönd- una. Glæðir samanstendur af kló- þangi úr Breiðafirði, íslensku vatni og kalísódi sem Dalli sýður saman. „Mestur tíminn fór í að finna réttu hlutföllin,“ segir hann. Þang, sér í lagi úr Breiðafirði, hefur löngum verið þekkt fyrir heilnæma eigin- leika sína og er fjölda snefilefna að finna í þangi sem nýtist gróðri. Glæðir er lífrænn áburður úr ís- lensku hráefni sem nota má við líf- ræna ræktun. Hann hentar jafnt að vori sem hausti, á grasflatir og tré og blóm bæði úti og inni. Vökv- inn, eins og hann kemur úr brús- unum, er blandaður vatni til vökv- unar og úðunar. Dalli bendir á að ef þang er soðið eitt og sér gerist lítið sem ekkert en við framleiðsl- una blandar hann kalísódi við vatnið sem leysir upp snefilefnin í þanginu sem gagnast gróðrinum og gera þau aðgengileg. Kalísódinn nýtist síðan einnig í áburðinn enda eru köfnun- Stoð í áli ársfundur Samáls 2015 Þann 28. apríl heldur Samál árs fund sinn í Kalda lóni í Hörpu undir yfir skrift inni Stoð í áli. Fjallað verður um stöðu og fram tíð ál iðn aðar ins með áherslu á hring rás ina frá fram leiðslu til fjöl breyttrar notkunar og endur vinnslu. Samhliða ársfundinum verður sýn ing á stoð tækjum Össurar þar sem ál gegnir mikil vægu hlut verki. Fundarstjóri er Ólafur Teitur Guðnason. Dagskrá 8:00 Morgunverður. 8:30 Ársfundur. Sterkar stoðir Ragnar Guðmundsson, stjórnar- formaður Samáls og forstjóri Norðuráls. Ávarp Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Stoðtæki úr áli Bjarni Andrésson og María G. Sveinbjörnsdóttir, vöruhönnuðir hjá Össuri. Aerospace Aluminum – The Empire Strikes Back Daniel Goodman, markaðsstjóri Alcoa í flugsamgöngum. Kolefnisfótspor áls – Ísland og umheimurinn Þröstur Guðmundsson PhD, framkvæmdastjóri álsviðs HRV. 10:00 Kaffispjall að loknum fundi. Skráning er öllum opin og fer fram á vef Samáls, samal.is. arefni, fosfór og kalí þau þrjú nær- ingarefni sem teljast megin nær- ingarefni plantna. Til að byrja með var þetta aðeins tómstundastarf með fullu starfi sem vaktformaður yfir þaraþurrkun í Þörungaverksmiðjunni. „Það eina sem var sameiginlegt með þessum störfum mínum var hráefnið. Annars var þetta alveg óskylt,“ segir hann. Upphaflega ætlaði félagi Dalla að vera með honum í framleiðslunni, eða réttara sagt þá ætlaði Dalli að sjá um framleiðsluna en félaginn um sölumennskuna, en þegar ljóst var að Dalli stæði einn í þessu öllu saman þurfti hann að finna með sér hinn innri sölumann. „Ég er frekar feiminn og hlédrægur að upplagi og hef því að miklu leyti leyft þessu að selja sig sjálft,“ segir hann. Fyrstu árin seldist afar lítið af áburðinum en eftir að hann fór að verða til sölu í verslunum Bónuss, svo og í Blóma- vali/Húsasmiðjunni, fór salan held- ur betur að glæðast og segir Dalli að þessar tvær verslanir hafi í raun haldið sölunni uppi. Þá hefur Byko selt nokkuð af Glæði sem og gróðrar- stöðin Storð en vinnuskólinn, í bæði Garðabæ og Kópavogi, notar Glæði. „Þetta gengur betur en ég þorði nokkurn tímann að vona en fram- leiðslan er öll enn bara í bílskúr- skjallaranum hjá mér,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Guðjón Dalkvist Gunnarsson, eða Dalli eins og hann er alltaf kallaður, fram- leiðir lífrænan gróðuráburð í kjallaran- um hjá sér á Reykhólum við Breiðafjörð. Mynd/Reykholar.is 18 viðtal Helgin 24.-26. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.