Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Síða 24

Fréttatíminn - 24.04.2015, Síða 24
www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Náðu þér í e intak! Upplifðu nát túru Íslands Við erum búnir að vera að harka í sjö ár. Aldrei grætt peninga, en aldrei tapað þeim heldur. Árstíðir ætla að ferðast um Bandaríkin í gamalli skólarútu í sumar. Ljósmynd/Matt Eismann Árstíðir fjárfestu í gamalli skólarútu sem þessa dagana er í umbreyt- ingarferli. Rútan mun hýsa sveitina í 6 vikna ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Ferðast um Ameríku á gömlum skólabíl Hljómsveitin Árstíðir gaf út sína þriðju breiðskífu á dögunum og nefnist hún Hvel. Hljómsveitarmeðlimirnir hafa á ári hverju verið iðnir við tónleikahald erlendis og hafa lagt megin áherslu á því að kynna sig fyrir utan landsteinana. Á síðasta ári spiluðu þeir með sinfóníuhljómsveitum í Rússlandi og Síberíu. Þeir eru nýbúnir að spila á Svalbarða, og eru að fara til Bretlands í vor. Í sumar munu þeir ferðast um Bandaríkin í sex vikur á gömlum skólabíl og spila nánast daglega. Þeir Ragnar Ólafsson og Daníel Auðunsson segjast vera að fjárfesta í minningum. M eðlimir Árstíða hafa séð um allar sínar útgáfur sjálf ir frá því að þeir stofnuðu hljómsveitina á hrun- mánuðum ársins 2008. „Þetta er strögl en þessi bransi er að breyt- ast og alveg hægt að gera þetta svona,“ segir Daníel Auðunsson. „Þá, vonandi, ef þetta gengur og bandið verður stærra, getum við fyrr lifað á þessu. Það sem kemur inn setjum við aftur inn til þess að stækka snjóboltann og láta hann rúlla hraðar.“ Hvel er þriðja plata Árstíða og er henni dreift víða um heim, og aðal- lega stafrænt. Árstíðir eru þó með dreifingaraðila á mörgum stöðum. „Við erum með útgáfufyrirtæki í Þýskalandi sem leigir útgáfuna af okkur og dreifir um mið-Evrópu og í Bretlandi. Við gefum svo út sjálfir um allan heim,“ segir Ragnar Ólafs- son. „Við fáum líka mikið af pönt- unum í gegnum heimasíðuna okk- ar, og það er eins og markaðurinn sé að færast þangað,“ segir Daníel. „Plötubúðum er að fækka og miklu meira um það að fólk panti bara sín- ar plötur beint af listamönnum, sem er frábært fyrir okkur.“ Nota tölfræði til að markaðs- setja sig Árstíðir hafa notað veitur eins og Spotify og iTunes mikið við það að rýna í það hvar fólk er að hlusta mest á sveitina. Þar sjá þeir hvar þeir ættu að halda tónleika og mark- aðssetja sig meira. „Við notum töl- fræði mjög mikið,“ segir Ragnar. „Við sjáum núna að þau lönd sem hlusta mest eru Bandaríkin, Kan- ada og Bretland, svo á þessu ári ætlum við að fjárfesta í þeim mörk- uðum.“ Árstíðir hafa farið fjórar ferðir til Rússlands og þeir segja Rúss- ana hrifna af tónlistinni þó þeir séu kannski ekki duglegir við plötu- kaup. „Í síðustu ferð fórum við í gegn- um átta eða níu tímabelti til Síberíu,“ segir Ragnar. „Þar spiluðum við með sinfóníuhljómsveit sem kom furðu vel út. Þetta kom þannig til að sveitin bað um að fá að spila með okkur. Við erum með rússneskan bókara og eft- ir þessar ferðir okkar hefur tónlistin spurst út og áhuginn vaxið. Plöturn- ar seljast ekki mikið, en tónlistinni er mikið deilt og þess vegna getum við spilað mikið þar. Þetta er af öllum stærðargráðum, allt frá 400 manns upp í rúmlega þúsund.“ 16 þúsund kílómetrar á sex vikum Í sumar ætla Árstíðir að ferðast um Bandaríkin í sex vikur og er það í fyrsta sinn sem sveitin fer vestur um haf, þrátt fyrir að hlustunin á tónlist þeirra hafi verið mest þar. „Einn þriðji þeirra sem líka við okkur á Facebook eru frá Bandaríkjunum,“ segir Ragn- ar sem vitnar aftur í tölfræðina. „Við fjármögnuðum plötuna á Kickstarter, sem er ekki ósvipað Karolina Fund, nema að því leytinu að þetta hefur orðið smá trend í Bandaríkjunum. Það eru margir sem finna nýja mús- ík á Kickstarter og reyna að fylgjast með því nýjasta,“ segir hann. „Það er mikil spenna í hópnum að fara í þetta ferðalag. Við byrjum í New York og endum í Tuscon, Arizona, svo þetta eru um 16 þúsund kílómetrar sem við keyrum á þessum sex vikum.“ Árstíðir ákváðu að kaupa sér farar- tæki fyrir ferðalagið og fyrir valinu var gamall gulur skólabíll, sem verið er að breyta í vistarverur sveitarinnar fyrir ferðalagið. „Bíllinn bíður í Pitt- sburgh og verið er að smíða rúm, kló- sett og eldhús í bílinn þessa dagana,“ segir Ragnar. „Það er verið að „pimpa“ þessa rútu vel upp,“ segir Daníel. Það er partur af ferðalaginu að fá að fylgjast með umbreytingunum í gegnum netið. Við fáum reglulega sendar myndir af þróuninni,“ segir Daníel. „Þetta er sparnaðarráð þar sem leiga á farartækjum og hótelkostn- aður á svona ferðalagi er gríðarlegur, svo þetta er töluvert ódýrara,“ segir Ragnar. Allir rúmlega þrítugir og barnlausir Hljómsveitin Árstíðir var stofnuð á hrunárinu 2008 og hefur gefið út þrjár breiðskífur. Tónlistin þróast alltaf jafnt og þétt. „Við höfum með hverri plötu fundið okkar stíl betur og betur,“ segir Ragnar. „Við byggjum þó á þessum raddaða söng sem við gerðum í upphafi því það er svolítið okkar hljómur, en með hverri plöt- unni hljómum við meira sem Árs- tíðir en ekki eitthvað annað band sem okkur er líkt við,“ segir Ragnar. „Við ákváðum samt mjög fljótlega að við ætluðum að reyna fyrir okkur er- lendis,“ segir Daníel. „Þar af leiðandi höfum við bara einbeitt okkur að því sem veldur því stundum að fólkið hér heima heldur að við séum ekki að gera neitt. Nú erum við búnir að vera mikið í Evrópu og Rússlandi og ætlum að hvíla það aðeins. Oft snýst þetta líka um peninga og Rússland er ekki vænlegur kostur í dag,“ segir Daníel. „Við erum á því líka að þrátt fyrir að plötusala sé að minnka og slíkt, þá er ekki enn hægt að hala niður tónleikaupplifun,“ segir Ragnar. „Á meðan maður er ungur og barnlaus þá getur maður ferðast og spilað um heiminn,“ segir Daníel en meðlimir Árstíða eru allir rúmlega þrítugir og barnlausir. „Við erum búnir að vera að harka í sjö ár. Aldrei grætt peninga, en aldrei tapað þeim heldur,“ segir Ragnar. „Þetta er langhlaup.“ Spiluðu fyrir 100 manns á Svalbarða Á þessu ári eru Árstíðir búnir að spila á Svalbarða og þeir segja það tæki- færi sem ekki allir fá og þess virði að prófa. „Ég bjó á Svalbarða fyrir tíu árum,“ segir Ragnar. „Foreldrar mín- ir eru vísindamenn og voru við vinnu þar. Þetta var í lok myrkurstímabils- ins og flogið var með okkur með þyrlu yfir í rússneska hlutann, þar sem við spiluðum fyrir um hundrað manns, og svo á tónlistarhátíð í norska hlut- anum fyrir um 600 manns. Þetta var frábært,“ segir Ragnar. „Það var samt eins og hverfa aftur til ársins 1950 að koma yfir í rússneska hlutann,“ segir Daníel. „Kuldi sem ég hef ekki kynnst áður. Okkur fannst 100 manns ekkert sérstök mæting, en þegar okkur var sagt að það væri þriðjungur íbúanna þá skildi maður þetta aðeins betur. Þetta var fín mæting.“ Þeir Ragnar og Daníel eru á því að harkið borgi sig á endanum og hlut- irnir gerist ekki nema þeir reyni. „Í versta falli verða þetta góðar minn- ingar,“ segir Daníel. Hægt er að kaupa nýjustu plötu Árstíða, Hvel í öllum betri hljómplötu- verslunum. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 24 viðtal Helgin 24.-26. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.