Fréttatíminn - 24.04.2015, Síða 26
M aría Ólafsdóttir söngkona kemur fyr-ir sem róleg og yfirveguð manneskja. Hún er feimin og lýsir sjálfri sér sem
„ósköp venjulegri“ stelpu. María viðurkennir að
spennan fyrir lokakeppni Eurovision sé farin
að magnast enda sé pressa á sér að komast í
úrslitakvöldið.
„Mér líður vel og er ótrúlega spennt fyrir
þessu,“ segir María aðspurð um spennu-
stigið svona mánuði fyrir keppni.
„Það eru margir búnir að segja mér
allskonar sögur af þessari keppni en ég
veit ekki neitt. Ég veit að þetta verður
einhver geðveiki þegar við komum þarna
út,“ segir María. „Við erum að taka söng-
æfingar og ég er að æfa allar hreyfingar
með Selmu Björnsdóttur og hitta Valla
sem undirbýr mig undir fjölmiðlahliðina,“
segir María og talar þá um Valgeir Magn-
ússon, Valla Sport, sem þekkir hverja þúfu
þegar kemur að Eurovision. „Við erum að
æfa spurningar og vita hvernig við ætlum
að svara og slíkt.“
María skaust upp á stjörnuhimininn í
byrjun árs þegar hún sást fyrst í undan-
keppni RÚV. Greinilegt var að þarna var
komin söngkona sem var tilbúin í slaginn.
María segir að hún hafi ekki alveg áttað sig á úr-
slitunum strax. „Ég var mjög lengi að meðtaka
þetta,“ segir hún. „Það er ekki langt síðan að ég
áttaði mig á því að ég væri í rauninni að fara út.
Fyrstu dagana var ég í sjokki og ekki alveg að fatta
þetta, þetta var svo mikil athygli og mörg viðtöl svo
maður hafði engan tíma til þess að setjast niður og
átta sig á þessu.“
Hugurinn leitar út
María fæddist á Blönduósi og bjó þar til sjö ára
aldurs. Þá fluttist hún með fjölskyldu sinni í Mos-
fellsbæ þar sem hún hefur búið síðan. Hún segist
vera sveitastelpa í grunninn. „Ég var alltaf syngj-
andi. Systir mín, sem er 11 árum eldri en ég, var
mikið að syngja og ég var alltaf að herma eftir
henni,“ segir María en systir hennar, Ardís Ólöf,
tók þátt í Idol keppninni árið 2003. „Ég er alin upp
við mikið af tónlist. Foreldrar mínir eru ekki í tón-
list en hafa alltaf hlustað mjög mikið á hana og það
er mikil tónlist á heimilinu. Það lá alltaf fyrir að
ég ætlaði að syngja, tók þátt í Samfés og í Vælinu
í Versló en lenti alltaf í öðru sæti,“ segir María og
glottir. „Það var verra í seinna skiptið því það var
á lokaárinu mínu.“
María hefur tekið þátt í uppfærslum hjá Leik-
félagi Mosfellsbæjar og nú síðast lék hún aðalhlut-
verkið í Ronju ræningjadóttur sem fékk prýðilega
dóma. „Ég var alltaf í leikfélaginu sem krakki og
tók þátt í öllum námskeiðum og slíku þangað til
að ég varð 16 ára. Þá var ég orðin of gömul fyrir
slíkt. Svo tók ég þátt í Ronju á síðasta ári sem varð
mjög vinsæl,“ segir María. „Mig langar að vinna
bæði við tónlist og leiklist, þó tónlistin hafi oft-
Feimna
sveitastelpan
komin á
stóra sviðið
Fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er hin 22
ára gamla María Ólafsdóttir. Það vissu ekki margir hver hún var
þegar hún steig á svið í undankeppninni á RÚV í byrjun árs,
en hún var fljót að vinna þjóðina á sitt band og sigraði
með miklum yfirburðum. María er rólyndisstúlka sem
nýtur sín oft í sveitasælu en hún bjó á Blönduósi til
sjö ára aldurs, en flutti þá í Mosfellsbæ þar sem hún
býr í dag. María er skiljanlega mjög spennt fyrir
keppninni í vor og segir það langþráðan draum að
taka þátt. Hún tekur lítil skref í einu en langar
þó að búa sér til feril í tónlist og leikhúsi.
Framhald á næstu opnu
Sérhannað skart
Maríu styrkir
Hugarafl
Skartið sem María Ólafsdóttir
mun bera í lokakeppninni
í Vín er hannað af vöru-
hönnuðinum Sunnu Dögg
Ásgeirsdóttur og smíðað af
Jóni & Óskari. Skartið sem
ber nafnið María, er bæði
hálsmen, armband og hringur
og sýnir fiðrildi sem eru ein-
kennistákn lagsins Unbroken.
Sunna Dögg hönnuður segir
fiðrildið vera einkennandi
fyrir textann sem fjallar um
manneskju sem verður sterk-
ari og sterkari, líkt og fiðrildi
sem er að springa út. Skartið
fer í almenna sölu hjá Jóni
& Óskari og mun allur ágóði
renna til Hugarafls. Þar er
veittur stuðningur í bataferli
sem byggir á því að efla geð-
heilsu og tækifæri í lífinu. Það
er hugmynd Maríu að styrkja
þetta góða starf sem á sér
þar stað. Þann 9. maí verður
skartgripurinn fáanlegur og
sýnilegur almenningi þegar
Eurovision hópurinn blæs til
heljarinnar veislu í Kringlunni,
nokkrum dögum áður en
haldið verður út til Vínar.
26 viðtal Helgin 24.-26. apríl 2015
Þau eru
öll mjög
spennt, en
pabbi er
smá stress-
aður af því
að það er
sauðburður
á sama tíma.