Fréttatíminn - 24.04.2015, Síða 32
Öll börn elska
hryllingssögur
Markús Már Efraím stofnaði og stýrði skapandi ritsmiðju fyrir
börn í 3. og 4. bekk í vetur. Það voru stolt börn sem kynntu
nýlega afrakstur smiðjunnar, hryllingssögusafnið „Eitthvað illt
á leiðinni er“ og Markús Már er ekki síður stoltur og ánægður
með útkomuna. Hann segir öll börn elska hryllingssögur en í rit-
smiðjunni kenndi hann börnunum að sigrast á sínum eigin ótta
með því að nota hann sem byggingarefni í sögur. Sjálfur verður
hann hræddastur þegar hann brýtur saman þvott.
É g hef mikinn áhuga á rit-list og sagnagerð og ætli það blundi ekki í mér rit-
höfundardraumur þó ég hafi ekki
gert neitt í því,“ segir Markús Már
Efraím, sem stofnaði og stýrði skap-
andi ritsmiðju í hryllingssögugerð
fyrir krakka í 3. og 4. bekk í vetur.
Afrakstur hennar, hryllingssögu-
safnið „Eitthvað illt á leiðinni er“,
leit dagsins ljós um síðustu helgi
og verður kynnt á Barnamenning-
arhátíð í dag. Í bókinni er að finna
19 hryllingssögur eftir jafnmarga
höfunda auk formála eftir skáldkon-
una Gerði Kristnýju.
„Ég byrjaði að vinna á frístunda-
heimili fyrir tveimur árum og var
alltaf að segja krökkunum sögur en
komst fljótt að því að þeim fannst
draugasögurnar langskemmtileg-
astar. Svo ég sagði þeim drauga-
sögur þangað til einhverjir foreldrar
fóru að kvarta yfir því að þetta væri
farið að trufla svefninn hjá börnun-
um. Börnin vildu nú ekkert kannast
við það en mér datt þá í hug að það
gæti verið sniðugt að kenna þeim
að búa til draugasögur, því með
því að skilja hvernig sögurnar eru
hugsaðar og byggðar upp þá yrðu
þau örugglega síður hrædd,“ segir
Markús Már.
Ritlistin opnar nýjar víddir
„Eðlilega voru ekki allir krakkarnir
jafn hrifnir af því að skrifa sögur
og að hlusta á sögur. Nokkuð stór
hópur skráði sig í smiðjuna en svo
voru það nítján krakkar sem klár-
uðu og eiga sína sögu í bókinni,“
segir Markús Már. Hann segir það
hafa verið ótrúlegt ferli að fylgjast
með þessum óreyndu rithöfundum
opna fyrir sköpunargáfuna. „Það er
almennt ekki reynt mikið á ímynd-
unaraflið og sköpunargáfuna í ritlist
í grunnskólum. Flest höfðu börnin
ekki meiri reynslu af skrifum en að
segja frá því á einni síðu hvað þau
höfðu gert í helgar- eða sumarfrí-
inu. Það reyndist þeim þó ekki erf-
itt að nota ímyndunaraflið og þeim
fannst það bara ótrúlega skemmti-
legt. Ein móðirin hringdi sérstak-
lega í mig til að láta mig vita að rit-
smiðjan hefði opnað nýjar víddir
fyrir dóttur hennar.“
Hefur fundið sína hillu
Það voru samt ekki einungis börn-
in sem lærðu og uppgötvuðu nýjar
víddir. Markús Már segist í dag
ekki geta hugsað sér skemmti-
legra starf en að kenna börnum að
nota ímyndunaraflið með skapandi
skrifum. „Ég hef verið að flakka á
milli deilda í Háskólanum og setið
ýmsa kúrsa auk þess að hafa starfað
sem kennari í grunnskóla, en núna
stefni ég á frekara nám í ritlist og
kennslu. Ég hef alltaf haft gaman
af því að skrifa en hef komist að því
að mér finnst alveg jafn gaman að
kenna krökkum að skrifa. Það er
svo frábært að fá tækifæri til þess
að vinna með krökkum og að geta
aðstoðað þá við að finna farveg fyrir
sína sköpun er bara ómetanlegt.“
Verður sjálfur hræddur í
þvottahúsinu
„Allir krakkar elska hryllingssögur,
það er eitthvað við spennuna sem
þeir sækja í,“ segir Markús Már.
„Ég gæti endalaust talað um rann-
sóknir sem sýna fram á uppeldis-
legt hlutverk draugasagna. Þær eru
stór partur af lífi og þroska barna
því með því að segja hrollvekjur
ertu að segja frá og takast á við að-
stæður sem þú hefðir annars ekki
tækifæri til. Þau læra að takast á við
sinn eigin ótta í gegnum sögurnar.“
Og það var einmitt það sem krakk-
arnir gerðu á námskeiðinu, deildu
sínum eigin ótta, tókust á við hann
og nýttu hann sem efnivið í sagna-
gerð. En ekki bara krakkarnir, held-
ur líka kennarinn.
„Ég sagði þeim frá því hvernig
óttinn breytist með aldrinum. Þegar
maður er lítill þá er maður kannski
hræddastur við skrímsli eða við að
vera skilinn eftir einhvers staðar.
Svo verður maður eldri og verður
kannski frekar hræddur um eitt-
hvað, eins og börnin sín. Ég á tvo
litla stráka og í dag tengist allur
minn ótti þeim. Til dæmis verð
ég gripinn ótta, þegar ég fer nið-
ur í þvottahús seint á kvöldin. Þá
eru strákarnir sofandi uppi. Ég er
kannski búinn að vera niðri í smá
tíma að ganga frá þvotti þegar ótt-
inn byrjar að hellast yfir mig. „Hvað
ef strákarnir eru ekki lengur uppi
þegar ég kem aftur“? Þetta er auðvi-
tað ótti sem á við engin rök að styðj-
ast en sem ég næri með ímyndunar-
aflinu. Þennan ímyndaða ótta, sem
kemur samt úr raunverulegum að-
stæðum, nota ég í skrifin mín og
það er það sem ég hvatti krakkana
til að gera líka.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Markús Már Efraím stefnir á frekara nám í ritlist og kennslu. Draumur hans er að setja á fót fleiri ritlistarsmiðjur fyrir börn, von-
andi með styrk frá áhugasömum aðilum. Hann er nú þegar kominn í frekara samstarf við Frístundaheimilið Kamp og verður með
hryllingssögusmiðju fyrir börn með annað móðurmál en íslensku.
Rithöfundarnir ungu, sem eru í 3. og 4. bekk grunnskóla, í útgáfuhófi á Kjarvals-
stöðum. Myndir Hari
32 viðtal Helgin 24.-26. apríl 2015
HÁRLITUR SEM ENDIST LENGUR
ENDINGABETRI, LÍFLEGRI OG FALLEGRI HÁRLITUR
Íslenskar leiðbeiningar