Fréttatíminn - 24.04.2015, Blaðsíða 44
44 matur & vín Helgin 24.-26. apríl 2015
Grilltímabilið er hafið
Haraldur Jónasson
hari@frettatiminn.is
Leif
Sørensen.
Færeyskur kokkur í Laugardal
Veitingastaðurinn Flóran í Grasagarðinum
í Laugardal verður opnuð á ný um helgina
eftir vetrardvala. Af því tilefni verður efnt til
færeyskra daga um helgina og Leif Sørensen,
einn þekktasti matreiðslumeistari Færeyja og
einn upphafsmanna nýnorræna eldhússins,
mun taka yfir eldhús Flórunnar á laugardags-
kvöldið.
Leif mun reiða fram sex rétta málsverð af sinni
alkunnu snilld. Á matseðlinum tvinnar Leif
saman færeyskar matarhefðir og það besta úr
nýnorræna eldhúsinu. Nánari upplýsingar og
borðapantanir eru á www.floran.is.
www.odalsostar.is
TINDUR
OSTUR ÚR SKAGAFIRÐINUM
Þessi bragðmikli meðlimur Óðalsfjölskyldunnar
er framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir
fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem
fengið hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu
einkennandi þétta bragði hefur verið náð.
Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir
við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér.
Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur
hann fátt yfirgnæfa sig.
Eins og þegar beljunum er sleppt út á vorin koma grillararnir dýrvitlausir út á svalir nú í sumar-
byrjun. Flestir með gasgrillin sín tilbúin en hreinstefnufólk byrjar að huga að kolakaupum um
þetta leyti. Hvor tegundin sem brúkuð er skiptir ekki öllu máli heldur það að hafa fimm mikil-
vægustu grillráðin föst á heilaberkinum áður en hafist er handa. Svo er bara að vona að grill-
tímabilinu ljúki ekki áður en það hefst.
1. Óbeinn hiti
Þegar grilla á hamborgara, fiskflök eða litlar steikur er best að nota
tiltölulega háan hita beint undir matnum. En á hinn boginn þegar
stærri stykki fara á grillið borgar sig oft að nota óbeinan hita. Það er;
breyta grillinu í hálfgerðan útiofn. Þá er enginn eldur undir matnum
heldur við hliðina eða allt um kring. Það þýðir þó ekki
að ekki þurfi að fylgjast með eða dudda hitt
og þetta. Því matnum þarf að snúa svo
allt grillist jafnt og fínt og kjörið að
nota spæni til að fá þetta ekta
grillbragð.
5. Tangir og
spaðar
Það er fátt eins
hvimleitt og
sviðnar hendur,
nema kannski
sundurtætt kjöt.
Til að snúa mat
við á að nota
tangir og eða
spaða. Gafflar
eiga bara heima
í eldhúsinu þegar
borðað er. Alls
ekki nota neitt
sem stingur göt á
matinn meðan hann
er grillaður. Alla vega
ekki ef verið er að grilla
kjöt og fisk. Spaðinn þarf
ekkert endilega að vera þessi
klassíski grillspaði með extra
löngu haldi. Það sem skiptir
mestu máli er að spaðinn sé
nógu stór til þess að flippa
hamborgara. Tangirnar
sem virka best eru þessar
mekanísku. Helst með stáli
alla leið fram. Í það minnsta
ekki með mjúku gúmmíi sem
bráðnar og nær steikinni ekki
af grindinni þegar allt er farið
í bál og brand.
2. Grilla ekki brenna
Það á auðvitað á fá grillrendur í matinn en auðvelt er að brenna
allt til kaldra þarna þarna úti. Feitt kjöt og eldur gera það að
verkum. Þess vegna þarf að búa til kaldari svæði á grillinu. Stað
þar sem hægt er að koma matnum í var ef kviknar í herlegheit-
unum. Á gasgrilli er einfaldlega lækkað
eða slökkt á einum brennara og á
kolaútgáfunum er kolunum raðað
hærra öðru megin á grillinu
til að mynda heit og köld
svæði.
3. Réttu tólin
Grill eru misdýr og
líka misgóð. Það
dýrasta er þó
ekkert endilega
það besta en
það ódýrasta
er þó yfirleitt á
ávísun á slappa
endingu. Gas-
megin er mikil-
vægt að velja
grill með ryðfríum
brennurum. Annars
endast þeir varla
sumarið. Svo er það
grindin sjálf. Fyrir utan
brennarana er hún það
mikilvægasta á gasinu. Þar
er hægt að velja um margar
tegundir sem hafa allar mismunandi
eiginleika. Emalerað járn, ryðfrítt
stál og pottjárn eru allt ljómandi
kostir. En grindurnar á gasgrillum
þurfa að vera þykkar. Því þar sem
sjaldnast er miklum reyk fyrir að
fara þarf bragðið að koma frá því að
kjötið karmeliserist á grindunum.
Kolagrill þurfa að vera akkúrat á
hinum endanum í grindunum. Frá
kolunum kemur meira bragð frá
reyknum og því eru grindurnar mun
mjórri yfir kolunum.
4. Reykur
Það er reykurinn sem grillarinn sækist eftir. Auðvitað
drýpur fita og annað ofan á kolin og bragðburstirnar á grillunum
sem vissulega skapar reyk – en mikill vill meira. Þar koma kubbar
og spænir við sögu. Sagið kemur að betri notum í litla reykofna en
á grillin. Spæninn er best að leggja í bleyti og setja svo beint á heit
kolin. Til að nota spæni á gasgrill eru notuð box. Það er hægt að nota
einnota álbox með nokkrum holum í botninn en líka hægt að kaupa
sérstök reykbox úr ryðfríu stáli. Auk þess sem hægt er að vefja
spæninn upp í álpappír og stinga á hann slatta af götum. Þá aðferð
er líka hægt að nota á kubbana. Einfaldlega vefja þeim inn í álpappír
með nokkrum götum á. Þá reykir kubburinn ljómandi án þess að
brenna. Því það á alls ekki að koma upp eldur. Honum fylgir sót og
það er ekki gott magamál.
KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINN
Inntöku
próf
30. apr
íl
Vorhátíð skólans í Borgarleikhúsinu
mánudaginn 27. apríl kl. 18:00
WWW.BALLET.IS
Grensásvegi 14 & Álfabakka 14a s: 534 9030 mail: info@ballet.is
Inntökupróf fer fram á
Grensásvegi 14 fimmtudag 30. apríl
nemendur 13 ára og eldri mæti kl.18:00
Miðasala á www.borgarleikhus.is
Skráning fyrir nýja nemendur
fyrir haustönn 2015 er hafin á