Fréttatíminn - 24.04.2015, Qupperneq 60
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Íris Hólm Jónsdóttir
Bakhliðin
Töffari
með beittan
húmor
Nafn: Íris Hólm Jónsdóttir
Aldur: 25 ára.
Maki: Makalaus.
Börn: Myrra Hólm, tveggja ára.
Menntun: Héðan og þaðan. Skóli
lífsins.
Starf: Tónlistarkona. Starfa í Söngskóla
Maríu Bjarkar og á Skálatúni.
Fyrri störf: Stuðningsfulltrúi, leiðbein-
andi á leikskóla.
Áhugamál: Tónlist, leiklist, kvikmyndir,
ljóðaskrif og margt fleira.
Stjörnumerki: Tvíburi.
Stjörnuspá: Hafðu í huga að þér munu
veitast fjölmörg tækifæri til þess að
bæta aðstæður þínar í vinnunni á þessu
ári. Góð tækifæri gefast til að auka
færni ykkar og þekkingu.
Íris er ákveðin og sterk, algjör töffari sem fer sínar eigin leið-ir,“ segir Alma Rut, vinkona
Írisar. „Hún er góður og traustur
vinur, skemmtileg, með beittan
og æðislegan húmor. Svo er hún
líka svo vandvirk í öllu sem hún
tekur sér fyrir hendur, frábær
söngkona og náttúrulega sjúklega
falleg,“ segir Alma Rut.
Söngkonan Íris Hólm Jónsdóttir þreytti
leiklistarprufur í The American Academy
of Dramatic Arts í New York í síðustu
viku og fékk inngöngu nánast sama dag
og inntökuprófin voru. Íris hefur verið
iðinn við söng hér á Íslandi undanfarin
ár, bæði á tónleikum ýmiskonar sem og
í undankeppni Eurovision. Íris er einmitt
í bakraddahópi Íslands í Vín í vor. Íris lék
á síðasta ári í uppfærslu Leikfélags Mos-
fellsbæjar á Ronju ræningjadóttur og það
verður forvitnilegt að fylgjast með henni
í framtíðinni.
Hrósið...
... fær Hafþór Júlíus Björnsson sem
kominn er í úrslit í keppninni um Sterk-
asta mann heims í Kuala Lumpur. Úrslita-
keppnin hefst á laugardag.
Falleg teppi
Laugavegur 45
Sími: 519 66 99
Vefverslun: www.myconceptstore.is
Verð frá 14.900,-