Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 4

Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 4
JÓN SÆTRAN, rajfrœðingur og iSnskólakennari: IÐNFRÆÐSLA Það, sem fyrir mér vakir með grein þessari, er að vekja athygli á nauðsyn þess, að iðnfræðslu sé haldið áfram, eftir að lögboðnu iðnnámi er lokið. Leiðirnar að þessu marki eru mjög margar. Sumar þeirra veita aukin réttindi, en allar veita aukna þekk- ingu og hæfni til að vinna ákveð- in störf. Aukin réttindi eru eftirsótt vegna þess, að þau gefa fyrirheit um öruggari og tekjumeiri stöður, en hið sama má segja um allt framhaldsnám, hvort heldur það er stutt eða langt. Hvað sem því líður, er það aug- ljóst, að samfara aukinni þekkingu á starfinu er aukin starfsgleði, og reyndar væri hægt að telja upp marga aðra kosti, svo sem aukin vinnuafköst til heilla bæði fyrir einstaklinginn, iðnfyrirtækin og þjóðfélagið í heild. Við skulum því í fullri alvöru íhuga nokkrar leiðir til að viðhalda og auka þá þekkingu, sem iðnnámið veitir. Þessar hugleiðingar eiga sérstakt er- indi til hinna ungu, en vitanlega er aldurinn í sjálfu sér enginn mæli- kvarði, og hér á það við, að maður- inn lærir, meðan hann lifir. Auk þess ætti sá, sem lítur yfir farinn veg, að miðla af reynslu sinni þeim, sem eiga veginn framundan, en reynsla flestra mun vera, að tíminn, þ. e. frístundirn- ar og möguleikarnir, hafi ekki verið notaður sem skyldi. Okkur dettur e. t. v. fyrst í hug lest- ur tæknitímarita og bréfaskólanám. Ég vil minna á, að til þess að slíkt beri árangur er nauðsynlegt, að fyrir hendi sé einhver kunnátta í tungumál- um og í stærðfræði. Undirstöðu- menntun í þessum greinum er hægt að fá með ýmsu móti. Þess ber að gæta í þessu sambandi, að eftir því sem lengri tími líður frá almennu skyldu- námi eða iðnnámi, þar til þráðurinn er tekinn upp aftur, er erfiðara að eiga við það. Hitt er annað mál, að lítil kunnátta í þessum greinum má ekki fæla neinn frá því að líta í tækni- tímarit eða hefja bréfaskólanám. Æf- ingin gerir meistarann, og öll byrjun er erfið. Orðabókinni verður e. t. v. flett oft framan af, og sum stærðfræði- verkefnin kunna að valda miklum heilabrotum, en þetta er sannarlega til vinnandi. Þá kemur til greina að dvelja nokkrar vikur eða nokkra mánuði við ákveðin iðnaðarstörf í útlöndum. Mér er kunnugt um, að iðnsveinar héðan hafa starfað í dönskum verksmiðjum, og eins og kunnugt er, hefur Iðnaðar- málastofnun íslands greitt fyrir verk- námsferðum af því tagi. Þetta er vit- anlega bezta leiðin til að læra erlent tungumál að verulegu gagni. Auk þess er það rétt, að sjón er sögu ríkari, og enginn vafi er á því, að ferðalag og námsdvöl af þessu tagi er þroskandi á meiri en einn hátt. Ég minnist þess í því sambandi, að fyrir nokkrum árum var hér sýning á vegum „Hoover“- verksmiðjanna í Englandi. Umboðs- maður þeirra tjáði mér, að á hverju ári væri fjöldi ungra manna frá ýms- um löndum við störf í þessum verk- smiðjum og kynntust um leið fram- leiðslu á rafmagnsheimilistækjum. Að sjálfsögðu ber að nota vel þann tíma, sem dvalið er erlendis, t. d. með þátt- töku í kvöldnámsskeiðum eða á annan hátt. I starfi mínu sem kennari við Iðn- skólann í Reykjavík hef ég á seinni árum orðið var við mjög mikinn á- huga á hvers konar framhaldsnámi hjá þeim, sem eru í þann veginn að ljúka iðnnámi. Það er ekki nema gott eitt um það að segja, og tvímælalaust ber að gera allt, sem unnt er, til að glæða þennan áhuga og leiðbeina eft- ir fremsta megni um þessi mál. I raun og veru vita þessir ungu menn lítið eða ekkert um, hvert leita skuli til að fá upplýsingar um það, sem mestu máti skiptir, svo sem námstíma hinna ýmsu framhaldsskóla, réttindi hér heima að þeim loknum, námskostnað, vfirfærslumöguleika, inntökuskilyrði og nauðsynlega undirbúningsmennt- un. Framhaldsskóla þá, sem hér er um að ræða, nefnum við tækniskóla. Þeir eru 2%—3 ára (teknikum — teknisk fackskola — Ingenieurschule -— tech- nical college eða institute of engin- eering). Ég vil vekja athygli á því, að sam- göngumálaráðuneytið veitir mönnum rétt til að kalla sig iðnfræðinga (vél- fræðinga, raffræðinga o. s. frv.). Iðnfræðingafélag Islands veitir allar upplýsingar um, hvaða erlendir tækniskólar eru viðurkenndir hér á landi sem iðnfræðingaskólar. Innan þess félags er starfandi stéttarfélag iðnfræðinga, sem lætur til sín taka launamál félagsmanna og önnur kjör, tryggingarmál þeirra, eftirlaun, styrktarsjóði o. fl. 24 IÐNAÐARM AL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.