Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 30

Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 30
1. mynd. 2. mynd. 3. mynd. Gúmslöngur til aS gera rósir í steinsteypu Loftinu er hleypt úr slöngunum og þær dregnar út, þegar steinsteypan fer að harðna. Slöngurnar má nota mörgum sinnum. Það er tiltölulega nýtt af nálinni að nota uppblásanlegar gúmslöngur, þeg- ar steypa skal göng eða rásir í stein- steypu, en færist þó mjög í vöxt. Kost- ir þessarar aðferðar eru t. d. 1) að göngin (eða rennurnar) verða öll slétt og eins, 2) þvermál þeirra getur verið allt frá 2—40 cm, og 3) lengd þeirra allt að 100 metrum. Hver slanga er í annan endann búin loka af Schrader-gerð, en kló eða tengli í hinn. Til þess að blása hana upp er notuð handdæla eða véldæla (compressor). Allt að sex slöngur, hverja þeirra 18 m að lengd, er hægt að tengja saman. Lengri mega þær ekki vera, til þess að auðvelt sé að ná þeim út. Upphaflega er slangan blásin upp, þangað til æskileg vídd er feng- in, og 12 klst. eftir að steypan hefur verið lögð yfir hana, er loftinu hleypt úr henni, og er þá auðvelt að ná henni út. í pípum af smærri víddum er algengt að hafa 6 kg loftþrýsting á cm2 og um 2 kg á cm2 fyrir þær stærri. Við uppblásturinn þenst slang- an út urn 30—60% á þverveginn og allt að 10% á langveginn. A 1. mynd sjást nokkrar af þessum gúmslöngum (duct cores), sem bíða þess að vera lagðar í steinsteyp- una. Á 2. mynd eru nokkrir tilbúnir, steyptir Ijósastaurar, sem gerðir eru eftir þessari aðferð. 3. mynd sýnir hin fléttuðu styrktarbönd pípunnar, sem notuð var. Tryggt er, að nota má píp- urnar 100 sinnum, en komið hefur fyrir, að þær hafi verið notaðar allt að 2000 sinnum án þess að láta á sjá. E. T. D. nr. 1736. European Technical Digests, ágúst 1957. íseyðingaraðferð tryggir íslausa höfn Sænskir verkfræðingar hindra ís- lagningu í sundum Harfjorden-flota- stöðvarinnar með því að dæla saman- þjöppuðu lofti eftir pípum undir yfir- borði sjávar. Þessi nýja aðferð, sem líkist hinni brezku loftbóluaðferð (IMD, sept. bls. 31), er fólgin í því, að loftinu er þrýst út um gataðar neð- ansj ávarpípur. Loftbólurnar setja vatnið á hreyfingu, svo að hlýtt vatn berst að neðan upp á yfirborðið, eyð- ir þeim ís, sem þar hefur myndazt, og hindrar ný ísalög. Fyrirtækið Atlas Copco, sem skipulagði aðferðina, valdi polyethylene fremur en járn í neðansjávarpípurnar vegna léttleika hins fyrrnefnda og mótstöðu þess gegn ryði. Product Engineering, jan. 1959. Sjálflokaðar dyr í verksmiðjum Vandamálið er, hvernig tryggja megi óhindraðar ferðir flutningatækja í gegnum dyr, sem eiga að vera lok- aðar. Nauðsyn þess að hafa lokaðar dyr á milli verkstæða, geymsluherbergja o. s. frv. til að forðast dragsúg og mishitun, jafnframt því sem nauðsyn- legt hefur reynzt að hafa óhindraðan flutning í gegnum slíkar dyr, hefur leitt af sér smíði ýmissa hurðateg- unda, sem uppfyllt geta þessi skilyrði. T. d. hafa verið sett rafeindaraugu við dyr, svo að þær opnast, þegar ein- hver nálgast þær. Þá eru til hurðir. sem opnast við það, að flutningatæki er ýtt á þær, og lokast þær þá aftur sjálfkrafa, þegar vagninn er kominn í gegn. Aðallega eru notaðar þrjár gerðir slíkra hurða, þ. e. hurðir úr gagnsæju plasti, úr gúmi með plastrúðum eða úr gúmi, sem á er límt klæði báðum megin til styrktar. Meðfylgjandi myndir eru af tveim fyrrnefndu gerð- unum. EPA Digest No. 504. 50 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.