Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 24

Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 24
Viðar- og pappírsúrg. Framh. aí 41. bls. hurðum eða þilplötum, mótuðum hlutum o. fl.), sem gerðar eru úr tré- flísum og gerviharpeis (hlutfall 12:1 eftir þunga). Einu viðbótartækin, sem þyrfti til slíks, yrðu einfaldur tréflísaþurrkari, blöndungur til bandi við mat á stærð birgðageymslna og magn birgða. Tölfræðilegar upplýsingar geta leitt í ljós, hvaða birgðamagn er hag- kvæmt og nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að hafa til þess að uppfylla þarfir þess, án þess að óþarfa geymslurými sé eytt eða hætta sé á því, að birgðirnar þrjóti. Ef t. d. fyrirtæki æskir þess að hafa nægar brennslubirgðir (olíu o. þ. h.) fyrir hendi til þess að koma í veg fyrir, að kynditæki verksmiðjunnar stöðvist, getur tölfræðingurinn metið þá áhættu, sem er á ýmsum stigum. Með hlið- sjón af því getur fyrirtækið komið sér niður á ákveðinn mismun milli kostnaðar og þess rýmis, sem „öryggis-bil“ olíubirgða krefst, og áhættunnar, sem stjórnendurnir eru reiðubúnir að taka. Fjöldi af efnahags- og tölfræðilegum sam- setningum eru notaðar til að gera viðeig- andi spádóma við fjölda iðnaðarfram- kvæmda. „Spádómsmat“ — eins og heitið gefur tilkynna — felur í sér athugun á margföldunarþáttum og líkunum fyrir á- hættu. Mat eða áætlun í smáatriðum um líklegan já- eða neikvæðan árangur ein- hverra ákveðinna framkvæmda er oft unnt að gera fyrirfram. Töl- og/eða hagfræðing- urinn tekur til íhugunar mikinn fjölda möguleika. Ef eitthvert ákveðið fyrirtæki hyggst hefja framleiðslu á nýrri vörutegund til útflutnings, er í áætluninni (matinu) tekið tillit til allra atriða, sem varða lirá- efnin, afköst véla, vinnuafi, flutninga o. s. frv., og framleiðandanum á þann hátt veitt- ar verðmætar leiðbeiningar. í stuttu máli sagt býður tölfræðin upp á árangursríka aðferð til að áætla um óorðna hluti á grundvelli þekkingar, sem þegar liggur fyrir. Það getur verið vísindaleg að- ferð að segja fyrir um framtíðarstefnu og sýnir jafnframt, hvernig bregðast megi við ákveðnum og líklegum kringumstæðum. Þó að grundvallaratriðin hafi verið kunn í margar aldir, hafa tölfræðilegar aðferðir, eins og drepið er á í þessari grein, ekki ver- ið hagnýttar í þágu iðnaðarins fyrr en á ár- unum milli heimsstyrjaldanna og sumar að- eins eftir síðara stríð. (Þýtt og endursamið af Guðm. H. Garð- arssyni). blöndunar á tréflísum og þurru gervi- harpeislími, vigtar-síló, mót og slípi- vél. Verksmiðjan mundi auka verð- mæti framleiðslu sinnar líklega um 50% með framleiðslu bókbands- pappa og spænisplatna. Koma kanadísks sérfræðings í þilplötuframleiðslu Fyrir milligöngu Mr. Kirkpatricks dvaldi hér 8. og 9. júlí s.l. að ósk IMSI kanadískur vinur hans,Mr.Roy W. Emery, en hann var á ferð til Nor- egs í þeim tilgangi að vera til ráðu- neytis um byggingu nýrrar trjákvoðu- verksmiðju nálægt Bergen. Mr. Emery er ráðgefandi verkfræðingur og sér- fræðingur í þilplötuframleiðslu. Var því mikill fengur í að fá hann hingað og heyra álit hans á hugsanlegri þil- plötuframleiðslu hérlendis. Eftir að Mr. Emery hafði kynnt sér skýrslu Mr. Kirkpatricks og athugað og spurzt fyrir um ýmislegt, sem hon- um fannst máli skipta hér, komst hann að þeirri niðurstöðu, að starf- ræksla þilplötuverksmiðju, eins og Mr. Kirkpatrick hafði lýst, ætti fullan rétt á sér hér. Taldi hann til þess þrjár ástæður: 1) Framleiðslukostnaður yrði liklega lægri en c.i.f.-verð inn- fluttra platna, 2) góðar líkur væru fyrir öflun nægilegs hráefnis, og 3) nægilegur markaður væri hér fyrir plöturnar, ef framleiddar yrðu þrjár tegundir, eins og hann taldi heppileg- ast, þ. e. mjúkar plötur (tex-gerðin), harðar plötur (masonite-gerðin) og spænisplötur (Novopan-gerðin). í fljótu bragði áætlaði Mr. Emery, að vélar í slíka verksmiðju myndu kosta milli $250.000 og $300.000, ef allar væru keyptar erlendis, eða að stofnkostnaður verksmiðjunnar með núværandi verðlagi yrði um 15 millj. ísl. kr., bygging innifalin. Mr. Emery sagðist vita um slíkar verksmiðjur í Bandaríkjunum, sem framleiddu þil- plötur úr pappírs- og viðarúrgangi. Ef slík verksmiðja yrði byggð hér og stofnað yrði félag um hana, taldi Mr. Emery, að það fyrsta, sem gera þyrfti, væri að ráða ráðgefandi þil- plötusérfræðing til að teikna upp verksmiðjuna og til að leita tilboða í vélarnar. Þegar tilboðin væru feng- in, gæti sérfræðingurinn gert ná- kvæman útreikning á framleiðslu- kostnaði og stofnkostnaði verksmiðj- unnar. Samþykktu eigendurnir tilboð- in, myndi sérfræðingurinn sjá um kaupin og einnig fylgjast með smíði tækjanna. Ennfremur myndi hann stjórna uppsetningu vélanna, sjá um, að framleiðslan færi rétt af stað, þ. e. hjálpa til við að leysa tæknilega byrj- unarörðugleika við framleiðsluna. Þá taldi Mr. Emery rétt, að íslenzkur, tæknifróður maður, helzt verkfræð- ingur, yrði ráðinn strax í byrjun til að taka við rekstrinum, þegar verk- smiðjan væri fullgerð, og ætti hann að fylgjast með og vinna að öllurn undirbúningi með þilplötusérfræð- ingnum og jafnframt kynna sér slíka framleiðslu erlendis. Að sjálfsögðu yrði þjónusta slíks sérfræðings dýr, eða nokkur prósent af verksmiðjuverði (líklega 2—5%). Þó er þessi þjónusta yfirleitt talin bráðnauðsynleg í slíkum tilfellum, þar sem hún á að koma í veg fyrir mistök í vali véla, kostnaðaráætlun- um o. fl., sem gætu orðið fyrirtækinu margfalt dýrari en sérfræðingaþjón- ustan. Þess má geta, að Mr. Emery taldi sig hafa orðið varan við, að töluvert magn af tuskuúrgangi félli til hér á landi. Sagði hann í því sambandi frá verksmiðju, sem hann hafði átt þátt í að teikna. Verksmiðja þessi fram- leiddi „filtpappa“ úr úrgangstuskum (60%) og dagblaðapappír (40%). Benti hann á, að vel gæti komið til greina hér framleiðsla á nokkrum hundruðum tonna af slíkum pappa, er notaður yrði sem gólfpappi og í þak- pappaframleiðslu. Vélar til þessarar framleiðslu væru tiltölulega einfaldar og ekki mjög dýrar, líklega um $100.- 000. Gæti þessi vinnsla verið sjálfstæð eða í sambandi við og í sömu húsa- kynnum og fyrrgreind þilplötuverk- smiðja. L.L. 44 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.