Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 20

Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 20
meS því, að rafveiturnar gegni þessu hlutverki, svo sem vera ber. Sá starfs- maður rafmagnseftirlitsins, sem hefur þetta eftirlit með höndum, hefur því náið samband og samvinnu við eftir- litsmenn hinna ýmsu rafveitna. Hjá smærri rafveitum hefur rafveitustjór- inn sjálfur þetta starf með höndum, en hinar stærri rafveitur hafa sérstak- an starfsmann til þess að gegna eftir- litsstarfinu, sums staðar ásamt öðr- um störfum, en annars staðar ein- göngu, og stærstu rafveiturnar hafa nokkra menn eingöngu við eftirlits- störf. Stýrimiðstöð í fiskiðjuveri (rofar og mœlar). um skoðun og úttekt á þeim; einnig reglubundið eftirlit með raflögnun- um á vissum árafresti, eftir að þær eru fullgerðar. En rafmagnseftirlit ríkisins fylgist Neðan: Brunninn veggur út frá gallaðri raflögn. Vegna einangrunarbilunar í tengidós hefur rafstraumi opnazt leið til jarðar eftir stálpípulögn. En sökum ófullnœgjandi samsetningar á pípunni (laus hólkur í stað skrúfaðs eða klemmds hólks) hejur hátt viðnám um samskeytin orsakað svo mikinn hita, að kviknað hefur í timbrinu í veggnum. Augnabliksmynd frá fyrstu árum rafmagnseftirlitsins. Einkaraf- stöð skoðuð og lagfœrð um leið. Kajfihlé. Halldór Einarsson ann- ar frá vinstri, Jakob Gíslason annar frá hægri, heimafólk. Um einkarafstöðvar og raflagnir tengdar við þœr gildir sama og um háspennuvirki, að því leyti, að starfs- menn rafmagnseftirlits ríkisins skoða þær allar, án milligöngu annarra eft- irlitsmanna. En eftirlit með einkaraf- stöðvum er sérstætt að því leyti, að sá eftirlitsmaður, sem hefur það með höndum, er jafnframt ráðunautur bænda og annarra eigenda einkaraf- stöðva um ýmis tæknileg atriði varð- andi stöðvarnar og er jafnframt hjálplegur eigendum stöðvanna með útvegun á einu og öðru. sem með þarf til rekstrar og viðhalds þeirra, eink- um varahlutum fyrir túrbínu og rafal. Þannig hefur þetta verið frá stofnun rafmagnseftirlitsins og helzt enn ó- 40 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.