Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 26

Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 26
NYTSAMAR NÝIUN6AR Segulmagn og lyftitækni Hin sívaxandi vélvæðing og sjálf- virkni í hvers konar framleiðslu krefst aukins hraða við flutning stykkjanna, hvort sem hann er framkvæmdur með handafli eða vélum. Varanlegir seglar koma að góðum notum við járn- og stálstykki, sem örðug eru viðfangs. A síðari árum hefur tekizt að auka verulega eðlisorku (specific energv) og endingu varanlegra seguljárna, einkum við hærri hitastig. Við 450° C er segulkrafturinn um 80% þess, sem hann er við stofuliita. Framleidd- ar hafa verið ýmsar gerðir, sem geta lyft frá 75 g upp í 25 kg. Aðalvandamálið í sambandi við öll lvftitæki (handling aids), sem búin eru varanlegum seglum, er að losa stykkin fljótt og nákvæmlega, þegar þess er þörf. Til þess að ráða bót á þessu hafa verið smíðuð tæki, þannig að með stuttri snúningshreyfingu má stöðva seguláhrifin. 1. mynd sýnir hina svokölluðu grip- töng (gripping rod). Þetta er lítill varanlegur segull, sem festur er á 1. mynd. endann á tæki, er að lögun líkist töng- um. Segullinn er í hylki, sem hann dregst inn í, þegar þrýst er á styttri arminn, og losnar þá stykkið. Segul þenna má nota til þess að lyfta málrn- þynnum (lokum, hlerum o. fl.) eða til þess að flytja fyrirferðarmikla eða litla málmplötuhluta í pressur eða göt- unarvélar. Á 2. mynd er sýnt lítið griplok (gripping plate), sem samsett er úr mörgum seglum og fest á hanzka. Segulmagnaðir hanzkar sem þessir eru sérstaklega hentugir við með- höndlun léttra málmþynna. 3. mynd 2. mynd. sýnir stærra griplok, og er stykkið los- að frá með því að snúa handfanginu. Einfalda segla, sem festir eru við festilykla eða burðarramma (holders or carrier frames), eins og sýnt er á 4. mynd, má nota í sambandi við færi- keðju með góðum árangri við málm- húðun, lakksprautun, litun, hreinsi- böð o. m. fl. Margs konar stykki, svo sem reiðhjólahluta (pílára, skrúfur, rær, gorma o. fl.) má festa við slíkar segulfestingar (racks). 3. mynd. 4. mynd. Framleiðandi: Deutsche Edelstahlwerke A. G., Dortmund, Þýzkalandi. Nánari vitn- eskju veitir: Verein Deutscher Maschinen- bauanstalten, Frankfurt/Main, Þýzkalandi. E. T. D. nr. 1832. European Technical Dig- ests, okt. 1957. L.L. Loftsogskerfi fyrir trésmíSaverkstæði í trésmíðaverkstæðum er löngu viðurkennd nauðsyn útbúnaðar til að fjarlægja sag og spæni fljótt og ör- ugglega. Val á slíkum útbúnaði er að sjálfsögðu háð kostnaðinum við notkun hans. Hér á eftir fer stutt lýsing og sam- IÐNAÐARMÁL 46

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.