Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 31

Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 31
Starfsemi IMSÍ árið 1958 Starfsemi Iðnaðarmálastofnunar íslands var allumfangsmikil árið 1958, svo sem næstu ár á undan. Stofnunin átti fimm ára starfsafmæli á árinu, og hefur hún tekið miklum breytingum frá því, er starfsemin hófst árið 1953. Helztu þættir í starfsemi IMSÍ voru: I. Tæknileg upplýsingaþjónusta, aðstoð o. fl. II. Aðild og þátttaka í starfsemi Fram- leiðniráðs Evrópu (EPA/OEEC). III. Hagnýting tækiaðstoðar Bandaríkjanna (Intemational Cooperation Admini- stration). IV. Stöðlun. V. Rekstur og efling Tæknibókasafnsins. VI. Utlán kvikmynda og hljóðupptaka. Hverjum þessara þátta munu verða gerð nokkur skil hér á eftir, en fyrst er að geta þess, að stjórnarmenn IMSÍ eru hinir sömu og árið 1957: Axel Kristjánsson frkvstjóri, formaður, skipaður af iðnaðarmálaráðherra; Björgvin Frederiksen forstj., tilnefndur af Landssam- bandi iðnaðarmanna; Harry 0. Frederik- sen framkvstj., tilnefndur af SÍS; Óskar Hallgrímsson rafvirki, tilnefndur af Iðn- sveinaráði A.S.I.; Sveinn Guðmundsson forstj., tilnefndur af Félagi ísl. iðnrekenda og Magnús J. Brynjólfsson, tilnefndur af Verzlunarráði Islands. Framkvæmdastjóri er Sveinn Bjömsson verkfræðingur. Stjórnin hélt samtals 16 fundi á árinu og tók til meðferðar fjölda mála. Tekjur stofnunarinnar vora sem hér seg- ir: Framlag ríkissjóðs......... kr. 900.000.00 — frá ICA .................— 252.030.00 —- til bókaútgáfu .. — 5.000.00 Aðrar tekjur................. — 13.804.52 Samtals kr. 1.170.834.52 I. Taeknileg upplýsingaþiónusta, aðstoð o. fl. Þessi þáttur í starfsemi stofnunarinnar var allfjölbreytilegur eins og árin á undan. Er hann einkum fólginn í tæknilegri aðstoð og leiðbeiningum og ennfremur fyrir- greiðslu við einstaklinga, fyrirtæki og opin- bera aðila. A árinu var leitað til f jölmargra erlendra tæknistofnana eftir upplýsingum um ýmis tæknileg vandamál, sem stofnunin var beð- in um að leysa. Eins var mörgum veitt að- stoð við öflun á tæknilegum og viðskipta- legum upplýsingum með aðstoð Tækni- bókasafnsins. Þá var dreift ýmsum tækni- upplýsingum til aðila, sem stofnunin taldi, að hefðu gagn af slíku. Þá var mörgum veitt fyrirgreiðsla til að heimsækja og skoða erlendar verksmiðjur og stofnanir. Einnig var mörgum iðnaðar- mönnum veitt fyrirgreiðsla til að vinna í skemmri eða lengri tíma í erlendum verk- smiðjum eða verkstæðum og kynnast þar vinnutilhögun og nýjungum af eigin reynd. A árinu var lokið við prentun á bækl- ingnum „Léttið störfin", sem er þýddur bæklingur með fjölda skýringantynda og f jallar um ýmis höfuðatriði varðandi vinnu- hagræðingu. Fjöldi aðstoðarbeiðna á árinu var svip- aður og á árinu áður. Sem dæmi um nokkr- ar aðstoðarbeiðnir, sem leyst var úr, má m. a. nefna: 1. Aflað upplýsinga um tæki til að fram- leiða „ballast" í flúrskinslampa. 2. Leitað upplýsinga um hugsanlega hag- nýtingu á úrgangssmurolíum. 3. Aflað upplýsinga um efni og snið á kanadískum vetrar-vinnufatnaði og þessar upplýsingar sendar 10 vinnu- fataframleiðendum. 4. Veittar upplýsingar um málmhúðun og sandblástur. 5. Veittar upplýsingar um framleiðslu á plasteinangrun. 6. Veittar upplýsingar um niðurlagningu á síldarbitum. 7. Veittar upplýsingar um „anodizing" (húðun) á alúminíum. 8. Aflað upplýsinga um hentuga og ódýra pökkunaraðferð á garðblómum fvrir gróðurhús. 9. Tillöguuppdrættir voru gerðir að nið- urröðun véla og skipulagi innanhúss fyrir: trésmiðju, pökkunarverksmiðju, hílaviðgerðaverkstæði, vinnuvélavið- gerðaverkstæði, rafmótoraverkstæði, þvottahús, raftækjaverksmiðju og nið- ursuðuverksmiðju. I sumum tilfellum voru húsin þegar full- gerð, í öðrum tilfellum var um viðbótar- byggingar að ræða og gerð endurskipti- lagning á niðurskipun, og í þriðja lagi voru niðurskipunarteikningar gerðar, áður en húsin voru teiknuð. II. Samskipti við Framleiðniráð Ev- rópu (European Productivity Agency) IMSI hafði sem fyrr milligöngu um að hagnýta að nokkru þá þjónustu og tækni- aðstoð, sem Framleiðniráð lætur aðildar- ríkjum Efnahagssamvinnustofnunarinnar (OEEC) í té. Jafnframt voru lögð drög að hagnýtingu ýmissa áætlana á yfirstandandi ári: Hinar helztu áætlanir, sem Iðnaðarntála- stofnunin átti aðild að, voru: EPA áætlun nr. 5/15 — Kynnisför til Bandaríkjanna í markaðsþjónustu iðnfyrir- tækja. (Mission to the USA to study Mar- keting Services of Manufacturers Associa- tions). Að tilhlutan IMSÍ ákvað Félag ísl. iðnrekenda í samráði við Fiskifélag Islands að senda fulltrúa í sh'ka för, sem efnt var til af EPA. Til fararinnar var valinn Már Elísson, hagfræðingur hjá FÍ. Kynnisferðin stóð yfir frá 19. sept. til 23. okt. s.l. Þátt- takandi kynnti sér einkunt markaðsrann- sóknir, skýrslusöfnun hins opinbera vegna aðstoðar við atvinnulífið, útgáfur þeirra o. fl. EPA áætlun — Sérstök beiðni frá íslandi — Rannsókn á skattamálum íslenzkra fyrir- tækja. Árið 1956 óskuðu sex samtök at- vinnuveganna, þ. e. Félag íslenzkra iðnrek- enda, Félag ísl. stórkaupmanna, Landssam- band iðnaðarntanna, Samband smásölu- verzlana, Verzlunarráð lslands og Vinnu- veitendasamband Islands eftir því, að IMSI útvegaði í gegnum EPA sérfræðing í skatta- málum með sérstöku tilliti til áhrifa skatta- og útsvarsálagningar á framleiðni og vaxt- armöguleika fyrirtækja. — Sérfræðingur þessi, hagfr. dr. Nils Vasthagen, prófessor í rekstrarhagfræði við Handelshögskolan f Stokkhólmi, dvaldist hér dagana 13. apríl til 10. maí 1958. Gerði hann rækilega athugun á skatta- og útsvarskerfi hérlendis og setti síðan fram tillögur um breytingar til hins betra. Hafa þær birzt sent fylgirit með Frjálsri verzlun. EPA áætlun nr. 5/33 — Athugun á rekstrarhagkvæmni sjálfsafgreiðsluverzlana. (Survey on the Economic Performance of Self-Service). I framhaldi af þátttöku ís- lands í verzlunar- og vörudreifingaráætlun- um EPA undanfarin ár, var ákveðið að taka þátt í ofangreindri áætlun í samstarfi við félagið Sölutækni. Áætlunin er fólgin í söfnttn upplýsinga um þróun sjálfsaf- IÐNABARMAL 51

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.