Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 5

Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 5
Úr raftœknideild brezks iSnirœSiskóla. Að því er námskostnaðinn varðar, er það fyrst og fremst dvalarkostnað- ur, sem um munar. Skólagjaldið er oftast mjög hóflegt, og yfirleitt má kaupa notaðar námsbækur gegnum nemendafélög hlutaðeigandi skóla. Þess ber að gæta, að hvert ár er minnst 10 mánaða kennsla, en af því leiðir, að engin aukastörf koma til greina, meðan á náminu stendur. Sem betur fer, eru til ýmsir sjóðir, sem veita námsstyrki, bæði innlendir og erlendir. Um inntökuskilyrði er það að segja, að flestir skólanna hafa sérstakt inntökupróf fyrir umsækjendur. Venjulegar námsgreinar til undirbún- ings sliku prófi eru, auk tungumála: fríhendisteikning, reikningur, talna- fræði (aritmetik), flatarmálsfræði (geometri), eðlisfræði og efnafræði. Yfirleitt eru inntökuprófin ekki mjög erfið, en námið þyngist fljótt. Það er þess vegna mjög mikilvægt að vera vel undir það búinn, og ég vil sérstak- lega minna á stærðfræðina. Það ætti að vera þarflaust að eyða mörgum orðum að nauðsyn þess að hafa full tök á því máli, sem talað er í skólanum. Þó er það svo, að sumir vara sig ekki á því, að eitt er að læra erlent tungumál á venjulegan hátt í heimalandi sínu og annað að vera algjörlega háður þessu máli við nám erlendis. Nú vill svo vel til, að flestir þessara skóla hafa undirbúningsnámskeið fyr- ir þá, sem vilja búa sig undir inntöku- prófið. Ég vil eindregið ráðleggja nokkurra mánaða dvöl í hlutaðeig- andi landi, áður en námið hefst að marki. Þennan tíma mætti m. a. nota til þátttöku í áðurnefndum námskeið- um, jafnvel þótt kunnátta í þeim greinum, sem þar eru kenndar, sé fyr- ir hendi. í tveimur iðngreinum eiga menn kost á framhaldsnámi hér á landi. Vélskólinn í Reykjavík starfrækir vélfræði- og rafmagnsdeild. Námið stendur 2 vetur. Inntökuskilyrði eru 4 ára iðnnám og burtfararpróf úr iðn- skóla. Háspennuréttindi rafvirkja eru bundin við próf úr rafmagnsdeild- inni. Yfirvélstjóraréttindi á eimskipum með allt að 1200 ha gangvél eru bund- in við próf úr vélfræðideildinni, en til viðbótar getur komið eins vetrar skólaganga í rafmagnsdeild skólans, og hafa menn þá réttindi til að vera yfirvélstjórar á hvaða eim- eða vél- skipi sem er, ef skilyrðum um sigl- ingatíma sem undirmenn í vélarrúmi er fullnægt. Ég vil benda á, að í Vélskólanum er heimavist fyrir nemendur utan af landi. Ekki er óalgengt, að þeir, sem lokið hafa prófi úr skólanum, haldi áfram erlendis með iðnfræðinám. Af því, sem hér hefur verið skrifað, má vera ljóst, að hver, sem á annað borð hefur löngun og aðstæður til að halda áfram á iðnmenntabrautinni, á að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Til þess að slíkt framhaldsnám beri tilætlaðan árangur, þarf nemandinn að hafa gert sér grein fyrir því með góðum fyrirvara, að hverju hann gengur, þannig að tími vinnist til undirbúnings. Það þarf t. d. að velja úr þeim fjölda tímarita, sem á boðstólum er. Það þarf að byrja á réttum bréfanám- skeiðum og halda skipulega áfram. Og þeir, sem ætla að starfa nokkurn tíma í útlöndum, þurfa áður að at- huga, hvernig þeir geta haft mest gagn af dvalartímanum. Mestan undirbúning þurfa að sjálf- sögðu þeir, sem hyggja á framhalds- skólanám. Það mætti e. t. v. haga þeim undirbúningi eitthvað á þessa leið: a) Leita upplýsinga um kennslubæk- ur hlutaðeigandi skóla og útvega þær, sem notaðar eru í fyrsta bekk og kunna að valda námserfiðleik- um. b) Útvega tilsögn um undirstöðuat- riðin í þessum námsgreinum, jafn- framt hliðsjón af þessum bókum í sambandi við tungumálanám. c) Hefja undirbúninginn með góð- um fyrirvara, helzt eins árs. d) Gera sér fulla grein fyrir þeim at- riðum, sem áður hafa verið nefnd, en þau voru: nauðsynleg almenn undirbúningsmenntun, inntöku- skilyrði, námskostnaður og yfir- færslumöguleikar, námstími og réttindi hér heima að náminu loknu. Mjög æskilegt væri, að sem fyrst yrði komið á stofn nokkurs konar upplýsingamiðstöð, þar sem ungir menn og aðstandendur þeirra ættu að- gang að lesmáli um allt hið markverð- asta, sem varðar þetta málefni. Erlendu skólarnir mundu eflaust sjá hag sinn í því að senda slíkri stofnun árlega skýrslur með öllum upplýsingum. Sömuleiðis ættu að vera sýnishorn af heppilegum tímaritum, upplýsing- ar um bréfaskóla, um möguleika til að fá vinnu við erlendar verksmiðjur eða fyrirtæki og margt fleira. Hafi greinarstúfur þessi vakið ein- hvern til umhugsunar um nauðsyn þess, að iðnaðarmenn okkar fái hina réttu tækniþjálfun, og vilji einhver leggja þessu aðkallandi málefni æsk- unnar lið, er tilganginum náð. IÐNAÐARMAL 25

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.