Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 7

Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 7
sem bindiefni, en það leiðir til þess, að vinnslan getur orSiS bæSi minni og einfaldari en þegar um er aS ræSa vanalega framleiSslu á masonít eSa texi. Hráefnaþörf þessarar framleiSslu taldi hann vera um 2000 tonn af viS- arúrgangi (meS 25% raka) og ca. 1000 tonn af pappír (meS 10% raka) á ári, eSa sem samsvarar mestöllum þeim pappírs- og viSarúrgangi, sem til fellur í eða nálægt Reykjavík. Framleiðslumagnið áætlaði hann 7,2 tonn á dag, en það jafngildir 475 mjúkum plötum (4'X8''X%//) eða 870 hörðum plötum (%,/X4'X8') á dag. FramleiSslukostnaSinn taldi hann vera tæpar 3 þús. kr. á tonn, eða svipað og c.i.f.-verð innfluttra platna (hráefni og framleiðsla um 2 þús. kr. og stjórn og föst útgjöld tæp- ar 1 þús. krónur á tonn). Myndi fram- leiðsla af þessu tagi spara 5—6 millj. króna innflutning á ári. Vélarnar í verksmiðjuna ætlaði hann að myndu líklega kosta nokkur hundruð þús. dollara, en verðið fer eftir því, hvar þær eru keyptar og hve einfaldar þær eru að gerð, þ. e. margt sparað við vélakostinn, án þess að gæði platnanna rýrni né afköst verk- smiðjunnar verði minni en óskað er. Vélar í verksmiðju sem þessa þurfa að vera sem ódýrastar, t. d. sem allra minnst af dýrum, sjálfvirkum útbún- aði, svo aS verksmiðjan verði sem ódýrust, en við það verður unnt að stilla fastakostnaði í hóf. Enda þótt vinnulaun verði þá meiri en ella, mun slíkt samt hagkvæmara að dómi Kirk- patricks, að minnsta kosti fyrst í stað. Þá áætlaði hann, að 4.000—5.000 kW-stundir af rafmagni þyrfti við framleiðsluna á dag (miðað við 7,2 tonna afköst) og mætti þar notast mikið við ódýrt næturrafmagn. Við framleiðsluna telur hann að þyrfti 18 starfsmenn, auk tveggja verkstjóra (annar næturverkstjóri) og eins efnaverkfræðings, sem kynnt hefði sér hliðstæða framleiðslu er- lendis. Jafnframt þilplötuframleiðslu þess- ari mætti með litlum aukatilkostnaði í vélum framleiða nokkur hundruð tonn á ári af spænisplötum (Novo- pan, spónlögðum þilplötum, mótuð- um hurðum o. fl.), þar sem dýrasta tækið, heita pressan (4'X8'), er þeg- ar fyrir hendi. Einnig má í þessari verksmiðju framleiða bókbands- pappa án aukins vélakosts. Lýsing á vinnslunni Allur úrgangsviður og pappír, sem að verksmiðjunni berst, er veginn og síðan fluttur á færibandi í tvær að- skildar þrær. Oll óviðkomandi efni ásamt ónothæfu hráefni eru fjarlægð af færibandinu, áður en hráefnið er flutt í þrærnar. ViSarúrgangurinn er settur í sér- staka hamrakvörn (viðarborðin fyrst söguð í hæfilega búta), þar sem allir bútarnir eru minnkaðir niður í smá- flísar, en naglar og annað járn, sem finnast kann í viðnum, t. d. í hreins- uðu mótatimbri eða kössum, er að- skilið sjálfkrafa frá flísunum. Tréflísum eða sagi og pappír er síðan blandað saman í ákveðnu hlut- falli, eftir því hvaða plötur á að fram- leiða (meiri pappír í mjúkar plötur og einangrunarplötur, en minni í harðar plötur) og eftir því hve mikill raki er í hráefninu. Saman við blöndu þessa er hrært heitu vatni og þessu dælt í ker (kerið tekur 1 tonn af þurr- efni), þar sem komið er fyrir sérstök- um tætara (dynopeller), sem losar pappatrefjarnar úr pappírnum (defi- berizes) án þess að slíta þær. Þetta tekur rúmar 30 mínútur. KvoSan er næst sigtuð og send í gegnum annan tætara, þar sem trefjarnar í hinum mýktu viðarflísum eru losaðar úr viðnum. SíSan er kvoðunni dælt í geymi, þar sem hún er geymd, en þar má einnig bæta aukaefnum saman við hana, ef þörf reynist, t. d. efn- um til að eyða froðu, efnum til að auka vatnsþol platnanna og jafnvel styrkleika þeirra. ViS vanalega mas- onít- eða texframleiðslu er vinnslan á trékvoðu bæði dýr og flókin, en með því að bæta pappírsúrgangi sam- an við trémylsnuna og nota pappa- trefjarnar sem bindiefni, má snið- ganga hina dýru og flóknu trékvoðu- vinnslu, og er þannig unnt að hafa vinnsluna bæði einfaldari og í smærri stíl. Einnig getur mótun platnanna (úr tréflísum/pappírskvoSu) orðið til- tölulega einföld og ódýr með því að hella tréflísa-pappírskvoðunni í ramma (t. d. úr tré) með föstum botni, en lokið — sem er laust og tvö- falt og t. d. úr krossviði — útbúið þannig, að smágöt séu á neðri plötu þess. LokiS er sett á rammann og loft- sog sett í samband við hið tvöfalda lok, þannig að tréflísarnar og pappa- trefjarnar úr kvoðunni sogast fast við botn loksins, en vatnið síast í gegnum holurnar á því. Lokinu er þá lyft upp af rammanum, og situr þá hin vota flísa-pappatrefjaplata föst við botn loksins eins lengi og loftsogið er haft í sambandi við lokið. Platan er losuð frá lokinu og látin falla ofan í annan ramma með því einu aS loka fyrir loftsogið, og er platan síðan kald- pressuð til að ná meira vatni úr henni og einnig til að þétta og fullmóta hana. ASrar og fullkomnari aðferðir má að sjálfsögðu nota við að móta plöturnar fvrir kaldpressun. Eftir þessa fyrstu pressun eru plöt- urnar þurrkaðar, enda er um helm- ingur af þunga þeirra vatn á þessu stigi. Þar sem um tiltölulega lítið framleiðslumagn yrði að ræða hér á landi, er gert ráð fyrir einföldum og ódýrum þurrkklefa, en ekki dýrum og stórvirkum þurrkurum, eins og not- aðir eru við vanalega masonít- og tex- framleiðslu. Er hér gert ráð fyrir, að plötunum sé raðað á færanlega bakka- rekki, t. d. 15 plötur á rekk, og rekk- unum ýtt inn í þurrkklefa, þar sem loftið er hitað upp með lágþrýstigufu. Eftir þurrkunina eru plöturnar kantsagaðar og þeim staflað í geymslu, enda er vinnslunni lokið hér, ef um einangrunarplötur eða mjúkar þilplötur er að ræða. Eigi aft- ur á móti að framleiða harðar plötur, er þurrkuðu plötunum raðað inn í heita (190°C) háþrýstipressu (ca. 35 kg/cm2), þær hitaðar og þeim þjapp- Framh. á 41. bls. IÐNAÐARMÁL 27

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.