Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 8

Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 8
METALOCK Oélaviðgerðir meb ,,meialocU"-a<b\ier<b Eftir GUÐMUND BJÖRNSSON verkfrœðing „Metalock“ er nefnd aðferð nokk- ur, sem beitt er við viðgerð sprung- inna eða brotinna vélahluta, einkum úr járnsteypu. Aðferð þessi var óþekkt hér á landi þar til fyrir fjórum eða fimm árum. Voru í fyrstu framkvæmdar meta- lock-viðgerðir nokkrum sinnum af erlendum mönnum, er fengnir voru Ejri liluti vélarhluta hefur brotnaS og nýr mótaSur og steyptur úr járnsteypu. Efri hluti hefur hér veriS festur viS neSri hluta meS metalock-saum. liingað hverju sinni. Árið 1957 hóf hins vegar Landssmiðjan í Reykjavík viðgerðir í umboði erlends fyrirtæk- is, en aðferðin er tryggð einkaleyfi um allan heim. Hefur henni verið beitt hér á landi með ágætum árangri. Metalock-aðferðin kom fram í Banda- ríkjum Norður-Ameríku snemma í síðustu heimsstyrjöld. Er hún því enn ung að árum. Þó hafði hún þegar fyr- ir árið 1952 hlotið viðurkenningu allra skipatryggingafélaga sökum góðrar reynslu, er fengizt hafði þá um tíu ára skeið. Eins og fyrr segir, er aðferðin not- uð, þegar gera skal við sprungna eða brotna vélahluta úr járnsteypu eða jafnvel stáli, þegar sérstaklega stend- ur á. Hún kemur ekki í stað log- eða rafsuðu, því að henni er einmitt beitt, þar sem suðuviðgerð getur ekki gefið öruggan árangur. Aðferðirnar hafa hins vegar báðar það sameiginlegt, að þær taka stuttan tíma og eru sam- bærilegar að gæðum, sé þeim rétt beitt. Sá ókostur fylgir suðuaðferðinni, að málmurinn hitnar við suðuna og bráðnar næst suðustaðnum og storkn- ar síðan og kólnar mishratt, þannig að innibyrgð átök myndast, er valdið geta broti aftur við minnstu ytri á- reynslu eða geta jafnvel sprengt suð- una, áður en kólnun er að fullu lokið. Að vísu má komast hjá þessu með því að hita og kæla vélarhlutann eftir á- kveðnum reglum, en það er jafnan vandasamt verk, ef vel á að takast. Við metalock-viðgerð verða engin slík vandamál, þar sem engin upphit- un á sér þá stað. Innibyrgð átök verða ekki til þess að draga úr styrk og end- ingu metalock-saumsins. Að lokinni sjálfriaðgerðinni þarf aðeins að slípa burt allar ójöfnur á sprungunni þann- ig, að útlit vélarhlutans verði gott. Metalock-aðferðin minnir á það, þegar tvær kassafjalir eru festar sam- an hlið við hlið með bylgjusaumi. Þvert á sprunguna er komið fyrir svo- nefndum lásum með jöfnu millibili, sem fer eftir efnisþykkt. Þannig eru báðar hliðar sprungunnar tengdar saman, og sprungan getur því ekki gliðnað í sundur. Auk þessa eru svo settir svonefndir tappar hlið við hlið í sjálfa sprunguna endilanga. Tappar þessir eru með gengjum. Hindra þeir þannig hliðar sprungunnar í því að ganga á misvíxl, en auk þess loka þeir sprungunni, svo að hún verður full- komlega þétt. Nánar lýst fer viðgerðin fram sem hér segir: Bormót með 5 til 13 götum í beinni röð (fjöldinn er ætíð oddatala) er lagt þvert á sprunguna, þannig að miðgatið er yfir henni miðri. Eftir bormóti þessu eru boruð jafnmörg göt inn í stykkið, þannig að dýpt þeirra verði um % hlutar efnisþykkt- ar stykkisins á þeim stað, sem borað er. Á milli gata verður eftir um 2 nnn þykk brík, sem meitluð er burt, þar til hæfilega breið rauf tengir saman öll götin. Gataraðir þessar eru gerðar með jöfnu millibili, jafnvel nokkuð út fyrir endamörk sprungunnar, ef búast 28 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.