Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 10

Iðnaðarmál - 01.03.1959, Blaðsíða 10
Skemmdir á svei/arhási og stimpilstöng (Ljósavél m.s. Esju, vorið 1959). Ef stykki hefur brotnað úr vélar- hluta (sbr. myndir af sveifarhúsi og botnskál Ijósavélar m.s. Esju), má gera nákvæmt mót úr tré, er fellur í skarðið eða gatið. Síðan er steypt nýtt stykki eftir mótinu, sem að lok- um er fest á sinn stað með metalock- lásum og töppum. Að jafnaði þarf þó að laga brotsár með slípun, áður en trémót er smíðað. Höfuðkostur metalock-viðgerða er sá, að þær má jafnan framkvæma á skömmum tíma og á staðnum, þar sem hin bilaða vél er. Ekki þarf að taka í sundur vélina að öðru leyti en því, að komizt verði að sprungunni með handverkfærum. Tímasparnaður verður oft mikill, einkum ef miðað er við biðtíma eftir nýjum varahlut. A þetta við um stórar vélar eða vélar í stórum atvinnutækjum, svo sem skip- um og verksmiðjum. Gott dæmi um slíka viðgerð er við- gerð á ljósavél m.s. Esju snemma á þessu ári. Var hún framkvæmd á um tveim vikum. Varahlutir voru ekki fá- Metalock-viðgerð á sveifarhúsi (Ljósavél m.s. Esju, vorið 1959). Gert hefur verið ná- kvœmt mót úr tré. anlegir á skemmri tíma en um 8 mán- uðum, og var verð þeirra margfalt hærra en kostnaður reyndist við meta- lock-viðgerðina. Eins og fyrr segir, hefur metalock- viðgerðum verið beitt hér á landi um nokkurra ára skeið. Farið hafa fram viðgerðir í nokkrum hinna íslenzku millilandaskipa, þar á meðal m.s. Hamrafelli, ennfremur varðskipum, strandferðaskipum, nokkrum togur- um, minni vélskipum og mörgum vél- bátum, ennfremur jarðýtum og fjöl- mörgum vélum og tækjum. Kostnaður við einstakar viðgerðir fer eftir því, hve umfangsmikil skemmdin er. Hann getur því hæglega farið fram úr verði nýs varahlutar, ef um er að ræða litla og ódýra vél. Hins vegar er það oft hinn óbeini kostnað- ur, er stafar af rekstrarstöðvun vélar eða tækis, sem ráðið getur úrslitum um það, hvort fremur skuli gripið til metalock-viðgerðar en beðið eftir nýjum varahlut. Reynslan hefur sýnt, að hér á landi hefur aðferðin orðið til mikils gagns, eins og vænta má í landi, þar sem jafnan eru litlar eða engar birgðir varahluta. Metalock-viðgerðir eru tryggðar einkaleyfi um allan heim. Viðgerðir eru nú framkvæmdar í flestum lönd- um í umboði handhafa einkaleyfisins, og hefur Landssmiðjan í Reykjavík einkaumboð á aðferðinni hér á landi. Ljósavél m.s. Esju, vorið 1959. Tvö göt voru brotin á botnskál vélarinnar. Hér haja brotsár verið slípuð, mót smíðuð og ný stykki steypt, er falla vel í götin. Ljósavél m.s. Esju, vorið 1959. Festingu hinna nýju stykkja í götin er lokið, lásum og töppum hefur öllum verið komið fyrir. Ejtir er að jajna og mála vegna útlits. 30 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.