Iðnaðarmál - 01.04.1970, Page 25

Iðnaðarmál - 01.04.1970, Page 25
að sannfæra aðra, baráttuvilji og samkeppnisgleði, víðtækur skilning- ur á viðskiptuni fremur en þröngur, tæknilegur skilningur og hæfileiki til að skipta um sjónarhól og sjá hlut- ina með annarra augum. Flestir góð- ir stjórnendur með tæknimenntun hafa orðið að þola víðtæka reynslu í æsku, eins og t. d. að flytjast úr einni borginni í aðra eða tilheyra fátækri fjölskyldu, þar sem börnin urðu að leggja hart að sér, bæði í skóla og til að framfleyta sér. Verkfræðingur frá þægilegu heimili, sem aldrei hefur þurft að leggja hart að sér við vinnu eða efast um manngildi foreldra sinna, er ekki líklegur til að verða dugmikill stjórnandi. Spurning: Hvernig getur lítið, gróðasækið fyrirtæki bezt notað sér góðan verkfræðing og tæknikunn- áttu hans án þess að innlima hann í st j órnendahópinn ? Svar: Hæfir stjórnendur geta sett upp samhliða verðlaunakerfi og veitt tæknisérfræðingum sínmn jafna stöðu með viðurkenningu fyrirtækis- ins og launagreiðsluaðferðum. Það er vel mögulegt að veita ágætum uppfinningamanni sömu fjárhags- legu umbun og forstjóra rannsóknar- starfseminnar, ef framlög þeirra, hvors um sig, eru stjórnendunum jafnverðmæt. Því miður hafa sumir stjórnendur tilhneigingu til að van- meta hið langdræga gildi nýrra hug- mynda og kæra sig oft ekkert um að skipta hagnaðinum með því að verð- launa uppfinningamann, sem stöðugt kemur fram með nýjar hugmyndir, er eiga mikinn þátt í ágóða fyrirtæk- isins. Stjórnendur geta sýnt í verki, að eldri vísindamaður sé jafnhátt settur og forstjóri rannsóknarstarf- seminnar. Spurning: Margir góðir verkfræð- ingar, sem eru nýkomnir frá háskól- anum, eru mjög vonsviknir með fyrsta hlutverk sitt í iðnaðinum. Þeir kvarta oft um, að nánasti yfirmaður þeirra sé á eftir tímanum í tæknileg- um efnum og ekki hæfur til að meta tæknistörf þeirra. Þessir ungu verk- fræðingar og vísindamenn finna líka, að fyrirtækið hefur ekki áhuga á atvinnufræðilegum málefnum, en lætur sér aðeins annt um að ná hagn- aði. Hvað geta stjórnendur gert til að samræma afstöðu ungu verkfræð- inganna og hinna gróðasæknu fram- kvæmdastjóra? Svar: Ungi verkfræðingurinn á fyrir höndum erfiðan breytingaferil þegar hann hverfur frá háskólanum og inn í hina samkeppnishörðu iðn- aðarveröld. Meðlimir úr stjórnenda- hópnum verða að eyða miklum tíma í að ræða við verkfræðinginn og miðla honum af hinni margvíslegu reynslu, sem myndi sýna honum gildi persónulegs framlags hans til fyrir- tækisins sem starfandi verkfræðings, og e:nnig skýra fyrir honum mikil- vægi þess, að fyrirtækið hagnaðist til að geta viðhaldið atvinnumögu- leikum fyrir allt starfsliðið. Náið samstarf við hinn einstaka verkfræðing og miðlun reynslu hon- um til handa getur flýtt mjög fyrir því, að hann af ráðnum hug leggi sitt af mörkum til hagnaðar. Og þó eyða sumir tæknimenntaðir stjórn- endur bókstaflega engum tíma í að ræða við nýja menn né reyna að skilja einstaklingsþarfir þeirra. Slíkt samband getur hins vegar veitt stuðning, þar sem hinn reyndari yfirmaður veitir yngri manninum þær upplýsingar eða fræðslu, sem nauðsynleg er til dýpri skilnings á hagnaðarmálefnum iðnaðarins. Það er ekki til nein fljótvirk og auðveld aðferð til að hjálpa ungum manni til að ganga gegnum þessa breytingu. Samt er það svo, að tíminn, sem það tekur ungan verkfræðing að öðlast skilning á rökum hagnaðarins, fer eftir því, hve stjórnendur verja mikl- um tíma til að vinna með hinum nýja starfsmanni. /. Bj. þýddi. Hva'ð eigið þér við með „saklaus"? Réttar- höldin eru ekki byrjuð. IÐNAÐARMÁL 87

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.