Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 2
 NEYTENDABLA‹I‹ 1. tbl., 57. árg. – mars 2011 Útgefandi: Neytendasamtökin, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík Sími: 545 1200 Fax: 545 1212 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritstjóri: Brynhildur Pétursdóttir Ritnefnd: Jóhannes Gunnarsson, Þuríður Hjartardóttir, Hildigunnur Hafsteinsdóttir Umsjón með gæðakönnun: Ian Watson Yfirlestur: Finnur Friðriksson Umbrot og hönnun: Uppheimar ehf. Prentun: GuðjónÓ ehf. – vistvæn prentsmiðja Forsíðumynd: Istock photo Upplag: 10.500 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum Ársáskrift: Árgjald Neytendasamtakanna er 4.700 krónur og innifalið í því er m.a. Neytendablaðið, 4 tölublöð á ári. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Lykilorð á heimasíðu: pens03 Leiðari ritstjóra 2 Fyrir félagsmenn 3 Kvörtunarþjónustan 4 Formaldehýð í neysluvörum 6 Facebook markaður á netinu 7 Sýklalyfjaónæmi 8 Sýklalyf í landbúnaði 10 Verðmerkingar á kjöti 11 Frá formanni 13 Gæðakönnun á þvottavélum 14 Lífræn ræktun -áhuginn eykst 16 Snjallsíminn nýjasta vopn neytenda 18 Varúð - heitt vatn 20 Skrefatalning símafyrirtækja 21 Matvælafréttir 22 Efni Blaðið er prentað á umhverfisvænan hátt. Brynhildur Pétursdóttir Sýklalyf undir smásjánni Þegar sýklalyf komu fyrst fram á sjónarsviðið fyrir um sjö áratugum ollu þau byltingu í læknavísindum. Þessi kraftaverkalyf gátu ráðið niðurlögum alvarlegra sjúkdóma sem áður höfðu dregið marga til dauða, til dæmis allt að þriðjung þeirra sem fengu lungna bólgu. Alexander Fleming, sem uppgötvaði fyrir tilviljun lyfið penisillín, varaði sjálfur við rangri notkun á lyfinu vegna hættu á ónæmi. Þrátt fyrir það hafa sýklalyfin verið notuð óhóflega og sýklalyfjaónæmi er í dag orðin raunveruleg heilbrigðisvá. Á einföldu máli þýðir sýklalyfjaónæmi að hefðbundin sýklalyf eru hætt að gagnast við ákveðnum sýkingum því nýir ónæmir bakteríustofnar hafa náð að hasla sér völl. Ástæðan fyrir auknu sýklalyfjaónæmi er fjölþætt en almennt eru menn sammála um að ómarkviss og röng notkun sýklalyfja sé einn helsti orsakavaldurinn. Þessi staða er graf alvarleg og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur varað við þeim alvarlegu afleið ingum sem sýklalyfjaónæmi hefur í för með sér. Fyrir utan þá heilsuógn sem mann kyninu stafar af þessari þróun er kostnaður vegna þessa einnig hár. Ástæðan er meðal annars sú að þegar hefðbundin sýklalyf duga ekki til þarf að grípa til sérhæfðari og dýrari lyfja og jafnvel innlagna á spítala. Í þessu blaði fjöllum við um sýklalyfjanotkun og beinum sérstaklega sjónum að börn um en þau eru helstu notendur sýklalyfja hér á landi. Rætt er við Vilhjálm Ara Arason heimilislækni en hann hefur um árabil fjallað um sýklalyfjanotkun og þá sérstak lega sem meðferð við miðeyrnabólgu í börnum. Hann hefur áhyggjur af þróun­ inni hér á landi, sem er mun verri en í nágrannalöndunum, og hefur bent á þá heilsu­ fars vá sem óskynsamleg sýklalyfjanotkun getur haft í för með sér. Oft berast fréttir af því að við Íslendingar eigum met í neyslu á hinum og þessum lyfjum. Það getur varla verið eftirsóknarvert að eiga slík met. Þau benda til þess að lýðheilsa landans sé svo slæm að við þurfum á fleiri og meiri lyfjum að halda en íbúar í nágrannalöndunum eða þá að við séum of ágjörn í lyf og læknar of fúsir til ávísa þeim. Eflaust er ástæðan sambland af þessu og jafnvel fleiri þáttum. En hver sem hún er þá hlýtur markmiðið að vera að lyfjanotkun sé ávallt markviss og hófleg og gildir þá einu hvaða lyf um ræðir. 2 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.