Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 8
Merkasta uppgötvun læknavísindanna Það er í raun tiltölulega stutt síðan sýklalyfin komu fyrst fram á sjónarsviðið. Árið 1928 uppgötvaði Skotinn Alexander Fleming fyrir tilviljun lyfið penisillín eftir að hafa gleymt bakteríum í ræktunarskál. Mygla sem myndaðist í skálinni drap bakteríurnar og með aðstoð sveppafræðings tókst Fleming að einangra efni sem kallast penisillín, í höfuðið á sveppnum penicillium notatum. Áratug síðar tókst tveimur vísindamönnum frá Oxford­háskóla, þeim Howard Florey og Ernst Chain, að sýna fram á eiginleika efnisins til að drepa sýkla í mönnum. Nokkrum árum síðar fór lyfið í almenna notkun og árið 1945 fengu þeir Fleming, Florey og Chain Nóbelsverðlaunin í læknavísindum fyrir uppgötvun sína. Varaði við ofnotkun Í dag standa læknavísindin frammi fyrir því að ný og skæð bakt­ eríu afbrigði eru ónæm fyrir sýklalyfjum og er sýklalyfjaónæmi ein helsta heilbrigðisógnin samkvæmt skilgreiningu Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þessi alvarlega staða ætti þó ekki að koma á óvart því Alexander Fleming varaði sjálfur við því að bæði ofnotkun og röng notkun á penisillíni gæti ýtt undir ónæmi. Sýklalyf við eyrnabólgu Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir hefur gagnrýnt mikla sýkla­ lyfjanotkun hér á landi og bent á hætturnar sem henni fylgja. Í doktorsverkefni sínu við læknadeild Háskóla Íslands skoðaði hann sérstaklega sýklalyfjanotkun ungbarna og var viðfangsefnið fyrst og fremst valið með það í huga að meta ómarkvissa notkun sýklalyfja og áhrif hennar á lýðheilsu barna. „Hátt í fjórðungur af ávísuðum sýklalyfjum hérlendis er vegna barna. Miðeyrnabólga skýrir þar yfir helming sýklalyfjanotkunar og er langalgengasta ástæðan fyrir komu veikra barna til læknis. Þótt sýklalyfjanotkunin hér á landi sé allt að 40% meiri en hjá nágrannaþjóðunum hefur þó aðeins tekist að draga úr notkuninni hjá yngstu börnunum á síðustu árum eða sem samsvarar um 15­20%.“ Vilhjálmur Ari segir þennan árangur fyrst og fremst mega þakka áratuga gæðaþróun og fræðslu innan heilsugæslunnar en það þurfi að gera betur. Sýklalyfjaónæmi af mannavöldum – hvað er til ráða? Flestir hafa tekið sýklalyf einhvern tímann á ævinni til að vinna bug á bakteríusýkingu án þess að finnast mikið til þess koma. Raunin er þó sú að fáar uppgötvanir læknavísindanna hafa haft jafn mikil áhrif á lýðheilsuna enda talið að meðalævi fólks í hinum vestræna heimi hafi lengst um 10 ár með tilkomu lyfjanna. Við höfum hins vegar ekki umgengist þessi lyf af þeirri virðingu sem þau eiga skilið. Röng notkun og ofnotkun á sýklalyfjum hefur leitt til þess að sýklalyfjaónæmi hefur aukist gríðarlega á þeim sjö áratugum sem lyfin hafa verið notuð. Nú er svo komið að sýklalyfjaónæmi er talin ein alvarlegasta heil brigðisváin sem við stöndum frammi fyrir. Hvað er sýklalyfjaónæmi? Þegar sýklalyf hefur misst eiginleikann til að drepa bakteríur eða hafa stjórn á vexti þeirra er talað um sýklaofnæmi. Með öðrum orðum; bakterían er ónæm fyrir lyfinu og heldur áfram að fjölga sér. Margar ástæður geta verið fyrir sýklalyfjaónæmi en mikil og vaxandi notkun á sýklalyfjum er talin ein helsta orsökin. Vilhjámur Ari Arason starfar sem heimilislæknir í heilsugæslunni Firði. 8 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.