Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.03.2011, Blaðsíða 3
Ertu á leið til útlanda? Nýjung fyrir félagsmenn - Ferðahandbókin • Er nauðsynlegt að kaupa forfallatryggingu? • Hvar er hægt að gista nálægt flugvellinum í Kaupmannahöfn? • Hvenær á að gefa þjórfé? • Er ég tryggður ef ég þarf að leggjast inn á spítala? • Hvert er hægt að fara með ferðatösku í viðgerð? • Borgar sig að versla í fríhöfninni? • Hvenær borgar sig að sigla með Norrænu í stað þess að fljúga? Svörin við þessu og ótal öðrum spurningum er að finna í ferða­ hand bókinni sem félagsmenn Neytendasamtakanna hafa nú að gang að á læstum síðum. Bókina má lesa á netinu eða prenta út og taka með í ferðalagið. Höfundur bókarinnar er Ian Watson en hann hefur um árabil starf að við ferðahandbókaútgáfu í Bandaríkjunum og einnig starfað sem fararstjóri. Ian hefur umsjón með gæðakönnunum Neytenda­ blaðs ins og situr í stjórn Neytendasamtakanna. Fylgist betur með starfi Neytendasamtakanna! Neytendasamtökin eru komin á Facebook. Ert þú vinur? Nýjung fyrir félagsmenn Félagsmönnum gefst nú kostur á að fá mælitækið Sparo­ meter lánað heim. Með því að tengja mælinn við einstök heim ilistæki er hægt að sjá hversu mikið rafmagn þau nota og hvað það kostar. • Er gamli ísskápurinn of dýr í rekstri þó hann virki enn? • Hvað kostar að hafa sjónvarpið í biðstöðu allan sólar­ hringinn? • Taka hleðslutækin rafmagn þó fartölvan sé ekki í hleðslu? • Hverju munar á sparperu og glóperu í stofulampanum? • Á ég að kynda með rafmagnsofni eða fara í hlýja peysu? Fáðu yfirsýn yfir rafmagnsnotkunina á heimilinu eða í sumar bústaðnum með Sparometerer. Eini kostnaðurinn fyrir félagsmenn er tryggingargjald að upphæð 7000,­ kr. sem fæst endurgreitt við skil. Upplýsingar á skrifstofu Neyt­ enda samtakanna, s. 5451200 eða ns@ns.is Árgjald Neytendasamtakanna Við ákvörðun árgjaldsins hefur yfirleitt verið tekið tillit til þróunar á vísitölu neysluverðs, enda hækka margir útgjaldaliðir í rekstri samtakanna í samræmi við það. Frá hruninu hefur árgjaldið hins vegar ekki tekið mið af vísitölunni. Þannig tók stjórn Neytendasamtakanna ákvörðun um að hafa óbreytt árgjald milli árana 2008 og 2009. Um áramótin 2009­10 var árgjaldið hins vegar hækkað um 4,7% og um síðustu áramót var ákveðið að hækka árgjaldið um 4,4% og er það nú 4.700 krónur. Þannig hefur árgjaldið hækkað um 9,3% á undanförnum þremur árum en á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 19,5%. Megin tekjustofn samtakanna eru félagsgjöld en aðrir tekjuliðir hafa einnig dregist saman á þessu tímabili. Þar munar mestu um tæplega 30% lækkun á framlagi ríkisins vegna þjónustusamnings við Neytendasamtökin. Það er von Neytendasamtakanna að félagsmenn taki þessum hækkunum með skilningi. Ef ekki hefði verið gripið til þeirra hefði þurft að draga úr starfsemi og þjónustu samtakanna. Miðað við þann grundvöll sem Neytendasamtökin starfa á hefði slíkur niðurskurður verið mjög erfiður, enda má segja að vegna fámennis hér á landi sé samtökunum aðeins mögulegt að halda uppi lágmarksstarfsemi, allavega ef miðað er við neytendasamtök í nágrannalöndum okkar. 3 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.